Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 17
- 17 -
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og myrf.d,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
Ég varð einu sinni áheyrandi að löng-
um umræðum um kvæðið "Tíminn og
vatnið" eftir Stein Steinarr. Þá sagði
skólabróðir minn einn við kennarann, að
sér fyndist skilningur skáldsins á efninu
mjög svo éljós. Svo erfitt væri að
skilja, hvað það væri að fara. Kennar-
inn svaraði eitthvað á þá leið, að skáldið
brygði þarna upp myndum, sem hver les-
andi yrði að draga sínar ályktanir af.
Hver og einn fyndi sér því sinn sérstaka
skilning.
Þegar ég las fyrst þetta ujmrædda
kvæði, fannst mér undarleg skýrgrein-
ingin á tímanum, - þar til mér opnaðist
allt í einu minn persónulegi skilningur
á því, hvaða tíma væri átt við.
Það eru þessar daglegu 6x45 mínutur,
sem stundum virðast miklu fremur
6x45 dagar. Þegar ég fór síðan að at-
huga þessa skýrgreiningu nánar, kom
allt heim. Til dæmis, þegar litið er á
orðið djúpt. Samkvæmt mínum skilningi
vísar það til þess, er tilbreytingarlaus
rödd kennarans er að svæfa mig djúpum
svefni. Kuldann er óþarfi að skýra
nánar. Ofnarnir hafa ekki það sjaldan
verið bilaðir. En síðan kemur hið
hræðilegasta. Síðasta lína í fyrsta er-
indinu. Þar er fólgin viðvörun. Ef þú
átt of löng samskipti við tímana, sam-
lagast sálin ( = vitund þín sjálfs ) þeim
ógnarkulda og dofa. Samkvæmt þessu
eru kennarar hetjur, sem vísvitandi eða
af eðlishvöt stofna þessari einu sál
sinni í skelfilega og nær því óhjákvæmi-
lega hættu.
Síðasta vísan er sérstaklega vel fallin
til að lýsa sálarástandinu í síðustu
tveimur - þremur tímunum. Þá hef ég
varpað frá mér allri von. Tíminn
rennur veglaust til þurrðar inn í vitund
mín sjálfs. Og þar veldur hann sífelldu
sleni og þreytu, það sem eftir er dags-
ins. Eina undankomuvonin er því að
reyna að loka sér fyrir öllum áhrifum,
en þar eð sú aðferð þykir bera vitni
um leti og áhugaleysi og er því illa
séð, virðist ekki um annað að ræða en
fullkomna undirgefni undir örlögin, sem
e.t.v. hafa dæmt okkur til þess að láta
tímann renna veglaust inn í sálarræksn-
ið, svo að við bíðum þess aldrei bætur.
V.S.
ENSKUTfMI hjá Guðna :
Stúlka nokkur úr 4.-Z hafði legið lengi
á glugganum á hurðinni og horft hug-
fangin á kennarann, þegar hann sviftir
upp dyrunum og segir : "Það er mér
yfrið nóg að sjá yður í tímum, Anna!"
Anna : "En það nægir mér bara eng-
an veginn, kennari! "
ÞEGAR kennararnir Baldur Ingólfsson,
Ólafur Ólafsson og Johannes Áskelsson
kvitta hver á eftir öðrum í kladdann,
má lesa eftirfarandi úr skammstöfun
nafna þeirra:
Bingó- ójá !