Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 8
HIN árlega nemendaskipti eru nu af- staðin. Sú nýbreytni var á í þetta sinn, að fulltrúar hvors skola voru sex í stað fjögurra áður. Nemendaskiptin eru orð- in fastur liður í félagslífinu og x alla staði hin ágætasta tilbreyting. Norðlingar kynntu sig ágætlega og munu hafa eignast góða kunningja meðal Sunnanmanna. Þeir héldu norður aftur mánudaginn 23. marz og höfðu þá verið veðurtepptir einn dagjsvo sem vera ber. Höfðu þeir þá skoðað helztu merkisstaði innan skóla og utan í fylgd með Sunnan- mönnum, þ. á. m. Selið og Iþöku, Þjóð- leikhúsið og Háskólann. - Það er mjög til umræðu nú á þessum síðustu og beztu tímum, hvort taki því öllu lengur að kalla páskaleyfið frí. Hjá flestum studiosi artium er u.þ.b. mánuður til prófs frá því að páskaleyfi lýkur, en þó eru flestir kennarar orðnir svo gegnsýrðir af "prófskrekk", að engu tali tekur. Sem dæmi má nefna, að 5. bekk er ætlað að lesa undir hálfgildis miðsvetrarpróf í íslenzku í fríinu og þrem dögum ber að verja til upplestrar fyrir stúdentspróf í þýzku. Hið sama er að segja um margar aðrar greinar. Þá eru kennarar ekki síður uppvöðslu- samir í öðrum bekkjum, að hermt er. Kannski tekur því að minnast í þessu sambandi fagurra fyrirheita rektors við skólasetningu, er hann lofaði mjög tak- mörkuðum heimalestri fyrir mánudaga. Þetta hefur því miður ekki verið efnt. * * $ Öljugfróðir herma, að Brönsted lektor hallaði sér að sessunaut sínum þegar verið var að leika "Brúnu hurðina" á aðaldansleik, og spyrði: "Er det virke- lig sandt at hr. Rasmussen ( Magnússon) spiVLer med? " Á síðustu árshátíð Framtíðarinnar var leikinn sjónleikur einn allmerkileg- ur, og vakti hann nokkra athygli. Sjónleikur þessi nefndist Kennslustund- in og er höfundur hans rúmenskt skáld, Eugéne Ionesco. Þar sem hann er eitt merkasta leikritaskáld nútímans þótti ritnefnd tilhlýðilegt að fræða nemendur nokkuð um hann og fór þess á leit við Þorstein Gunnarsson, sem var aðal- hvatamaður þess, að leikritið var tekið til sýningar, að hann segði frá höfundi þess í nokkrum orðum, hvað hann góð- fúslega gerði, og fer frásögn hans hér á eftir : EUGENE IONESCO fæddist í Rúmeníu árið 1912, en fluttist snemma til París- ar og hefur búið þar síðan og ritað verk sín á frönsku. Ungur fékk hann óbeit á hinu hefðbundna leikformi og sá aðeins í leiklistinni misheppnaða tilraun til þess að túlka mannlífið, eins og það var í raun og veru. Honum þótti mann- lífið sjálft afskræmt með því að líkja eftir því á raunsæjan hátt, og honum fannst tími til kominn að reyna nýtt tjáningarform. NÚ er hann og írinn Samuel Beckett brautryðjendur nýrrar stefnu í leikforminu, absurdismans, en aðaleinkenni hennar er það, að sagt er skilið við þjáningar og erfiðleika ein- staklingsins, en mannkynið í heild sinni tekið til meðferðar, viðbrögð þess og framtíðaróvissa. Engan veginn er þetta heldur undarlegt, þegar tekið er tillit til þess, að verkin eru öll skrifuð, þegar kjarnorkustyrjöld vofir yfir og ljóst er, að einstaklingurinn má sín einskis. Þó mun óhætt að fullyrða, að Ionesco er vini sínum Beckett öllu glettnari, að minnsta kosti á yfirborðinu. Yfirleitt eru leikrit Ionescos gaman- söm, en þó allt í senn skopleikir, háð- leikir og sorgarleikir. A yHrborðinu Frh. á bls. 13. * * *

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.