Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 18
18 - Motto : "Quem Deus perdere vult, prius dementat." ÞAÐ er ánægjulegt að sjá hvílík áhrif gagnrýni "jóta kappa", hefur haft á ut- gefendur Saltarans. í fyrsta lagi hafa þeir nu mannað sig til að gefa út 2. tbl, af sneplinum, sem flestir héldu (og von- uðu) að væri genginn fyrir ætternisstapa. f öðru lagi eyða þeir þrem "dýrmætum" síðum til þess að ausa skít á Skólablað- ið, og sannast þar hið fornkveðna, að sannleikanum er hver sárreiðastur. í þriðja lagi hefur gagnrýnin orðið til þess, að 2. tölublaðið er örlítið skárra en hið fyrsta, enda má segja, að það hafi verið eina hugsanlega breytingin á gæðamati blaðsins. Annars tekur því varla að gagnrýna Saltarann. Þótt eng- inn verði óbarinn biskup, held ég nefni- lega, að þú verðir aldrei biskup, Einar minn Már, hversu mikið sem þú ert barinn. Þá er bezt að snúa sér að umræddri grein í Saltaranum. Höfundur hefur mál sitt með því að tárast yfir því, hversu mjög Skólablaðinu hafi farið aftur á síðustu árum. Sxðan tekur hann að ráðast á efni blaðsins og mælir nú ekki erfiðið í pundfetum andlegrar púls- mennsku. Böðlast hann eins og blótneyti í moldarflagi sinnar eigin heimsku, otar brandi sínum í allar áttir og ekkert stenzt fyrir, unz hann hefur "sannað", að allt sé efni blaðsins píp og vitleysa nema hans eigin grein ( í jólablaðinu) og nokkrar aðrar greinar þriðjubekkinga, sem hann telur til fyrirmyndar. Segja má, að Skólablaðið spegli á hverjum tíma hið andlega ástand, sem ríkjandi er í skólanum. Það er fáránleg skammsýni að kenna ritnefnd alla þá galla, sem kunna að finnast á blaðinu. Ritnefnd er ekki kjörin til þess að rita blaðið ein saman. Sé ekki almennur á- hugi í skólanum á hinum ýmsu málefnum daglegs lífs og skorti fólk til að rita smásögur eða yrkja Ijóð, liggur það auð- vitað beint við, að slík andleg fátækt kemur niður á blaðinu. Höfundi hefði því verið skammar nær að deila á andans móral Menntlinga, en nota penna sinn sem arðuruxa í flagveltu öfundar og heiftar til Skólablaðsins. Það mun mála sannast, að ýmsu hefur jafnan verið ábótavant um Skólablaðið (þó að aldrei hafi það nálgast það eymdarinnar síldarplan, sem Saltarinn dvelst langdvöli- um á). Það er t. d. alger misskilningur að því hafi farið aftur síðan fyrir stríð, eins og höf. vill vera láta. Sé blaðað í síðustu árgöngum fyrir 1939 getur að líta andlega eyðimörk þröngsýnna pólitískra sjónarmiða þar sem vart er að finna stingandi strá. Eftir stríð hefur verið mjög lítið um stjórnmál í blaðinu. Er sömu sögu að segja um flesta árgangana. Einstaka and- ríkisspretti er þar að finna, en yfirleitt rísa heldur fá fjöll af flatneskjunni. M.Á. R. getur t. d. árgangsins 1955 sem sérlega góðs. T 5.tbl. þess árgangs segir Ragnar Arnalds í grein um Bragavöku : "Skólablaðið hengslast út við og við venju- legast gersneytt allri andagift. . . " Það tekur því varla að elta ólar öllu lengur við aurkast Einars Más. Öll er greinin rituð af slíkri heift og ósanngirni, að engu er líkara en hér sé á ferð Einar dragi, Einar Þveræingur, Einar Nikulás- son galdrameistari og Einar Már í einni persónu, rammaukinn og margafturgeng- inn. Hefði honum verið sæmst að þegja og nota tímann fremur til að vanda útgáfu Saltarans, enda ekki vanþörf á. Þ. H.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.