Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 6
- 70 - I. Spurning dagsins. UNNTNGI minn kom að máli viB mig fyrir skömmu og tjátSi mér áhyggjur sínar. Honum fórust orð eitthvaö á þessa leið : Hvað líSur gangaslögunum ? Þessari fögru og skemmtilegu þjóöar- íþrótt Menntlinga, sem hefur á áhrifarík- an hátt hrist sleniö ur nemendum og kennt þeim að elska og viröa hnefarótt- inn. Aðeins einn gangaslagur hefur far- ið fram það sem af er vetri. Við svo buið má ekki standa. Gangaslagur er nauösynlegur aö minnsta kosti mánaöar- lega. Þeir veita sjöttubekkingum kær- komiö tækifæri til að sýna neöribekking- um yfirburði sína. Auk þess er hætt viö, aö menn rykfalli andlega, séu þeir ekki dustaöir ööru hverju. Fleiri gangaslagi ! Þaö er krafa allra hugsandi manna. II. Um málfundi og fleira. Allmargir málfundir hafa veriö haldnir aö undanförnu, og er þaö vel. Flestir hafa þeir haft til síns ágætis nokkuð. Sitthvað hefur þó skyggt á gleöi manna. Ber þar fyrst aö nefna leiðin- legan á^reining þeirra Guörunar Hall- grímsdottur og ólafs R. Grxmssonar, sem allir muna eftir. Þeir, sem mál- flutning og fundarstjórn stunda ættu aö vera svo vel heima í fundareglum, aö þeir þyrftu ekki aö þrefa lengi frammi fyrir fullum sal áheyrenda. Þaö er afar leiöinlegt aö sjá fólk tutna út af vonzku á viröulegum mannfundum. Annaö, sem bar til tíöinda á sama fundi og var þó hálfu verra og raunar fullkomiö hneyksli, var flutningur tillögu þess efnis, aö stofna bæri kvennabúr meö ungmeyjum á menntaskólaaldri og því fyrr því betra. Má vera aö flutn- ingsmenn tillögunnar hafi boriö hana fram fremur af fíflaskap en illmennsku. Þaö afsakar þó alls ekki tiltæki þeirra. Tillagan, sem var mjög ruddalega oröuð, var asnaleg ókurteisi, sem sæmir ekki í híbýlum neinnar menntastofnunar. Ættu menn aö varast svo grátt gaman. III. Eftir iírshátíö. Árshátíö Framtíöarinnar fór fram 23. fyrra mánaöar í veitingahúsinu Lídó. Þetta var einkar ánægjuleg samkoma, sem hófst meö miklum ræöuhöldum eins og öll meiri háttar samkvæmi. Veizlustjórinn ólafur Ragnar Grxmsson tók til máls I upphafi, bað menn kasta ellibelgnum og ganga á gleöinnar fund. Ftutti hann ræöu sína á afburöa góöu veizlumáli, og geröu menn góöan róm aö. Munu vinsældir hans hafa aukizt mjög þetta kvöld og voru þó ærnar fyrir. Um dagskrána er ekkert sérstakt að segja. Hún var sjálfsagt hvorki betri né verri en gengur og gerizt. Meöal skemmtiatriöa var leikrit, sem ég heyröi ekki nema hrafl af. Eitthvað virtist mér bogiö viö framsögn leikenda. Þetta var eins og hljóöskraf bak viö heysátu. Þó má vel vera, að hér hafi sviösbúnaði veriö um aö kenna. Slíkt má ekki koma fyrir. Tilheyrandinn get- ur fengið býsna skrxtnar hugmyndir um gang leiksins, þegar tilviljun ein veldur því, hvaöa setning berst aö hlustum hans. Minnistaeöasta dagskráratriöið var tvímælalaust fjöldasöngurinn, sem var hreint afbragö. Fór hann fram undir öruggri forystu hins kunna fextageröar- manns Siguröar Þórarinssonar og gitar- leikarans Guöna Guömundssonar, sem oft hefur veriö nefndur "Segovia noröurs- Frh. á bls. 82.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.