Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 21
- 85 - BAÐ þykir alltaf tí5- indum sæta þegar blöð eru gefin út í skóla vorum, jafnvel þó aðeins ——_______ sé um að ræða Skólablaðið, en þegar aðrir en ritnefnd taka upp á slíku, er venjulegast mikið um að vera. Áhugamenn um blaðaútgáfu í skólanum sperrtu því eyrun, er það heyrðist á skotspónum, að hin nýja viðreisnarstjórn Eðlisfræðideildar Framtíðarinnar hyggð- ist leggja út á hina hálu braut blaðaút- gáfunnar. Spenningurinn jókst um allan helm- ' ing þegar það fréttist hverjir skipuðu ritnefnd hins nýja menningarrits, en hér er um sannkallað einvalalið að ræða : Þar stendur fremstur í flokki Þorsteinn róbott Halldórsson, ungur og efnilegur vísindamaður, spakur að viti og vel heima í einsteinskum fræðum, víðfrægur fyrir ótvíræða hæfileika til matematískia spekúlasjóna og lógískra þenkinga. Næstan skal frægan telja jóhannes jónas- son, þann er fyrrum bar sitt rauða skegg stoltur í fasi um ganga skólans. Jóhannes hefur lagt stund á ensýkklóped- ísk fræði, og er kominn býsna langt á veg með að vita ekkert um allt. Hann hefur til þessa verið manna duglegastur að gagnrýna Skólablaðið, en aldrei gert neitt til umbóta, hefur sennilega álitið að blaðið ætti sér ekki viðreisnar von, og talið heppilegra að Ijá nýju blaði lið- veizlu sína. Að lokum skal hér drepið á þriðja manninn, Jakob Líndal Kristinsson, nem- anda í fjórða bekk stærðfræðideildar, hæfileikamann mikinn í stærðfræðilegum vísindum. Þessi ungi maður hefur lítt látið Ijós sitt skína hingað til, en mun búa yfir nær ótæmandi vizku og hæfileik- um, að því er fróðir menn tjá mér. Þar sem slíkir menn leggja hönd á plóginn er vart hægt að búast við öðru en stórvirkjum, og biðu menn útgáfudags með öndina í hálsinum. Loks rann upp hinn mikli dagur: á veggnum við hliðina á altaristöflu ólafs R. gaf að líta kápu blaðsins, glæsilega að sjá, og efst stóð nafn þess: DE RERUM NATURA. Undir þessum orðum var mynd af manni, sem er að losna úr viðjum jarðar og horfir steini lostinn á furðuverk himn- anna. Ég get ekki neitað því, að það kom dálít- ið á mig við þessa sjón, sérstaklega þótti mér hið latneska heiti furðulegt á blaði sem þessu, hafði frekar búizt við kvaðratrótinni af mínus einum eða eeremmséíöðru. Eru þessir ágætu menn raunverulega haldnir latínukomplexum, eða hvað? Sömuleiðis furðaði ég mig nokkuð á myndinni, en komst að þeirri niður- stöðu eftir nokkra umhugsun, að myndin væri sýmbólsk: táknaði semsé að rit- nefnd hefði nú slitið af sér öll bönd og léki lausum hala, sömuleiðis lægju und- ur himnanna henni opin með relatívíteti og öllu tilheyrandi. Brennandi af löngun til að kynnast nánar þessu stórmerkilega riti æddi ég upp stigann með tíkallinn í framréttri loppunni, henti honum í róbottinn og hrifsaði af honum eitt eintak af hinu dýr- mæta riti; hljóp upp í stofuna mína, settist niður og opnaði blaðið með áfergju. En ég hef sennilega verið of gírug- ur, því að við þennan verknað féllu úr ritinu tvö síðustu blöðin ( að þessum at- burði hef ég eiðfest vitni ). Þotti mér þetta að vonum súrt í broti en lét það ekkert á mig fá og hóf ótrauður lestur- inn. En það fyrsta sem ég les er nóg til að mér sortnar fyrir augum : Ergo vivida vis animi pervicit, et.... ég kemst ekki lengra, og legg frá mér blað- ið í flýti. Eru þeir nú alveg búnir að missa vitið, hu^sa ég með mér, róbott- inn lagstur í humanisma, Jóhannes far- inn að bisa við að beygja latneskar sagn- ir, eða hefur Líndal kannske orðið fyrir svona sterkum áhrifum frá Jóni Júl ? Skjálfandi á beinunum geng ég með blaðið til Einars editors og bið hann blessaðan að þýða þessa klausu fyrir mig. Einar setur upp gleraugun, sem gera hann svo virðulegan, tekur blaðið

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.