Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 23
87 - JÁÐU bara hérna út um suðurgluggann. Er þetta ekki stórkostlegt? Mer finnst þa5 a5 minnsta kosti. Hver skyldi hafa látið sig dreyma um þetta fyrir 50 árum ? Þetta er óskiljanlegt. Þegar eg var á þínum aldri var þetta hreint og beint ekki til - nema náttúrulega sólin. Öll þessi stóru hús, götur og Ijósadýrð. Þetta eksisteraði ekki - alls ekki. Það er Eggert Stefánsson, heims- borgari, söngvari og rithöfundur, sem mælir og baðar út höndunum til að gefa orðunum áherzlu, með þeim tilburðum, sem sönnum listamanni eru einir í lófa lagðir. Hann hefur staðið úti við kvist- gluggann á íbúðinni sinni uppi á Háteigs- vegi og látið sólarlagsstemninguna snerta alla viðkvæmustu strengi sálarinnar. - já, þetta er stórfurðulegt. Hann tekur tóbaksdós upp úr vasanum - blikkdollu eins og Haukur Henderson notar - og treður nokkrum kornum snyrtilega upp í hægri nösina. - Þú veizt, að neftóbakið eykur and- ríkið. Að minnsta kosti er það samróma álit allra, sem þekkja mig. Ég tek nokkuð mikið í nefið. - Jæja, mætti eg biðja um tíu korn? - Gjörðu svo vel og komdu svo að horfa á sólina - hún er að hverfa þarna fyrir sunnan sjóinn. Það er einmitt við slík tækifæri, sem allir stærstu gim- steinar listarinnar hafa orðið til. Þegar náttúran hefur skartað sínu fegursta. Það var líka oft svona fallegt jpegar eg var ungur. Þá var farið upp a HÓla- velli til að sjá sólina kasta blóðrauðum geislum sínum á hjarnið, og svo rennd- um við okkur á sleðum niður í Suður- götuna og brutum nokkra girðingar staura fyrir bæjarstjórninni. Það var gaman Við bjuggum þá í Teitshúsi við Suður- götu 13. Annars var ég fæddur í Ziemsenshúsi. Kannski það verði sett á það plata þegar maður er dauður - svona eins og á Dillonshús. - Þú sérð að ég er sem sé Vesturbæingur í húð og hár. Það hafa margir Vesturbæingar orðið miklir menn. Ég kom í þennan heim með þeim ásetningi að verða mikill maður. En það voru litlir möguleikar hérna heima. Þú getur ekki ímyndað þér hve ísóleraðir við vorum. Ég man allt- af eftir því, hvað það þótti mikill við- burður þegar danska skólaskipið kom hingað í desember. Þá var alltaf gefið leyfi úr barnaskólanum, svo að við gæt- um gengið niður að höfn og fest okkur í minni hugmyndina um þetta glæsilega tæki. Samgöngur milli fslands og um- heimsins lágu niðri allan veturinn. Veturinn var vaxtarskeið andlegra afreka. Sumarið 1910 fór ég utan. Það var upp- haf kraftaverksins, sem skaparinn og ég höfum unnið að í sameiningu s.l. hálfa öld. - Trúin er önnur af hinum tveimur lyndiseinkunnum, sem hinn fullkomni mað- ur verður að temja sér - hin er ástin. - "Trúin gefur kraft, en ástin vísdóm", eins og ég man að ég segi einhvers staðar í fjórða bindinu af "Lífið og ég". - Það er ævisaga mín. Komin út í fjór- um bindum, en í sannleika sagt er það allt of lág tala. Æskan í dag hefði á- reiðanlega gott af að kynna sér hana - ég held hún fáist enn hjá Lárusi Blöndal - mjög takmarkað upplag. Jæja, ég fór til Hull í fyrsta áfanga. Það var úr litlu að spila - svo til mál- laus með 100 krónur I vasanum. En ég hafði trú - trú á almáttugan guð - og líka sjálfan mig. Ég fór með smjör- skipi frá Hull til Kaupmannahafnar og þar um borð var forstjóri frá (J>. K. í Höfn. Hann spurði mig, hvað ég ætlaðist

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.