Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 35

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 35
- 99 - 6) H ennar var í helli gætt, í Harmadrangi, bundin lá á bergsins-vangi, blóðug og með niðurgangi. 7) Ólafs-nafnið bar sú blók, er blómgná hrakti, hár á tíu hausum blakti, harður skrápur búkinn þakti. 8) Láku úr ginum losta-slefu- lækir kargir, brunnu úr glyrnum eldar argir, aftast dindlar sperrtust margir. 9) Afar-stóran átti að vopni eikar -hamar. Sór það oft á sínum kamar, að sönghrund skyldi ei leysast framar. 10) Fuglar þeir, sem fyrr í dögun fangbráð sóttu, blunda nú í blárri nóttu. Byrgir húmið ár og þóttu. Mansöngur þriðju rímu. Um þig bríma blessað rímið streymi, Þrátt I tímans nepju-nið, náströnd hrímköld blasir við. Engin vættur á þig hættu leggi. Um lágnætti ungmær góð okkar sættist hjartablóð. Syngi fuglar sætt hjá glugga þínum, blæs, sem ruggar blaði á kvist bláum skugga sértu kysst. Úlfbleik gríma örlögsímu spinnur. Þegar skíman skerðist rík, skuggar glíma á súð og brík. Þriðja ríma. (Listagyðjan vitjast Þorleifi í draumi, og hann fer út í lönd að leita hennar. ) 1) Meðan gríðar göndull kramdi glóðar víðis tróðu bands, bráafríður burgeis framdi brúarsmíði norðanlands. 2) Oft um Ijósar ágústnætur ástar-BÓsi sótti heim, blómarósir, bændadætur, beð í fjósi gerði þeim. 3) Nóttu auma eftir drykkju, eikt var þriðja líðandi, kom í draumi á kargri bikkju Kúnstagyðjan ríðandi. 4) Ástmög sinn hún sagðir viður: sáran vinnur skrímsl mór grikk. Eg á tinnu er tjóðruð niður, trauðla sinni mat né drykk. 5) Hart er ból í Harmadrangi, hvergi sólin til mín nær. Rauða-Óli er ég fangi, allar kólu mínar tær. 6) Stáls með sporum steytti hún klárinn, slettist forin hátt í loft. Bræði voru á vöngum tárin vígsnarps Þorleifs síðan oft. 7) Æfur reis úr rekkju sinni, reiði eys á hvora hönd. Klæddur peysu úr pardusskinni prúður þeysir út í lönd. 8) Gyrtur sverði, gæddur viti, með graðungsfeldi þakinn skjöld. Hraðar ferðum, hratt sem þyti hrævareldur gegnum kvöld. 9) Ei þó létti leið með vörðum Ijóst á settum foldarvang, síðla spretti hann söðulgjörðum sínum, þétt und Harmadrang. 10) Ríða senn á göldnum göndum grímumenn og dylja sig, meðan fennir fjúki að ströndum, fast ég spenni örmum þig.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.