Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 4
- 68 - sögnum um jólasveinana 13, er flytja gjafirnar - og koma víða við. Sa fyrsti kemur til mannabyggða 13 nóttum fyrir jól, en síðan einn á nóttu hverri; sá síðasti a jolanótt. Þá hverfa þeir einn og einn til heimkynna sinna; sá sxðasti a þrettándanum, en þá er jólum talið ljuka. Einnig er öllum börnum sagt frá mannssyninum og fæðingu hans, enda minnumst við hans á jólunum. Husfreyjan er önnum kafin í eld- húsinu. JÓlin eru helzta matarhátíð arsins, og hugsa matmenn gott til glóð- arinnar ! - Kynstrin öll eru bökuð af brauði og kökum. Heimilisfólkið snigl- ast mjög í kringum husmóðurina og laumast til að bragða á gómsætu góð- metinu. Síðustu dagana er hugað að hangikjötinu, gæsinni eða retti þeim, sem í mestum hávegum er hafður á heimili hverju, því að sjálfsagt þy'kir að vanda sem mest til jólaborðsins. jólin eru hátíð friðarins. Þá eiga menn góðar og rólegar stundir með fjölskyldum sínum. Skamma hríð hverfa þeir frá erli og skarkala heimsins. Kyrrð ríkir yfir öllu í svartasta skammdeginu, er stjörnur sindra á heið- um himni og snjórinn sveipar jörðina ævintýralegri hxxliðsblæju í birtu norður- Ijósanna. Gleðileg jól ! rninnina ég sit ein x húmsvalri nóttinni og minningin kemur til mín einsog svolítið hás trompethljómur ur fjarska : við vorum ung þá vinur og það var vor og við horfðumst í augu og héldum að ást okkar væri eilíf nú brosi ég hálfvegis og hlusta með dapurri hógværð á fjarlægan nið hins liðna. Kvöldið er mettað angan og blómin í garðinum sofa. Yfir höfði mínu svxfur andi þinn og hvíslar í eyra mitt : manstu...... Kvöldið er mettað ilmi eins og af blágresinu sem var hið eina vitni að ást okkar. Manstu...... Kvöldið er þrungið söknuði og dögg drýpur af sofandi blómum. Hún er eins og þung tár þín á hinum hinzta degi. Manstu...... ih.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.