Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 11
- 75 - ust í heilanum, eins og er um annað folk9 þó að oftast nær só erfitt að ímynda sér það. En nu þarf enginn að ganga lengur að því gruflandi, hvar fæðist hið "lyriska prósa" um hálfgagnsæjan húm- blámann, draumblámann, rökkurslæðuna, rökkurmóðuna, Dísur og Svönur, angur- blíða kossa og unaðsfullar ástir Áskels í fjarlægum löndum draumanna, "þar sem paradísarblóm uxu og ástardísir dönsuðu ( við Áskel ) á draumgrænu grasinu. " Allt þetta og miklu meira fæðist í maga Áskels- að hans sjálfs sögn, og við skul- um ætla að hann viti það gjörla. " Árið 1937 fer að draga ur stjórn- maladeilum og er varla hægt að segja, að blaðið missi mikils við það. Um þetta leyti fara að birtast fyrstu tímaskrýtlurn- ar og er hór ein þeirra ; "Sig. Pótursson er uppi. Hann hefur þann leiðinlega óvana að taka allt upp eftir kennaranum. Nu vill svo illa til, að Sigurður er illa lesinn og stansar oft við útlegginguna. Bogi hleypur þá undir bagga, en Sigurður hermir alltaf eftir. Gengur svo um hríð. Fer nú að s'íga í Boga, þangað til hann segir: "Já, hvað er þetta, haldið þer áfram, strákskratti. " Og Sig- urður svarar um hæl : " já, haldið þér áfram, strákskratti. " " Þegar skólinn hófst 1940, varð hann að vera í öðrum húsakynnum, því að Bretar höfðu þá lagt undir sig skólahús- ið. Þjáðust nemendur mjög af heimþrá, skrifuðu sögu skólans, birtu af honum myndir og skipulögðu feiknalegar orgíur, sem haldnar skyldu, þegar skólinn væri endurheimtur. Voru nemendur tvö ár í út- legð. Árið 1941 er gerð sú breyting í stjórn Skólablaðsins, að einn ritnefndar- manna er gerður ritstjóri þess, en áður höfðu allir verið jafnir. Fyrsti ritstjórinn var jón Löve. f blöðunum eftir 1940 er stríðsára- stemning. Politískar greinar fyrirfinnast varla, en stundum er vikið að hildarleik þeim, sem háður er í Evrópu og spurt, hvað bíði nú stúdenta. Greinar eru svip- aðar og nú og fjalla m. a. um fólagslíf, bindindi og listir og svo eru ritgerðir, sögur og kvæði og föstu þættirnir blek- slettur ( þær hefjast 1943 og hafa verið í blaðinu síðan ) og merkir menn. Brand- arar voru ágætir á þessum t'íma og er her einn: "Nylega var Bogi að kenna í I. bekk. Bar þá einn nemandinn heldur illa fram, svo að Bogi segir : "Lesið þór hátt heima, strákur? " "Já, " var svarið. "Þá verðið þór,"segir Bogi og glott- ir, "að lesa geysihátt framvegis." " Þýzkan hefur alltaf verið söm og jöfn. Hér kemur upphaf sögunnar "Harm- leikur við hafið. " Efnið er tekið úr þýð- ingum úr þýzku 'í 6. A. : "Ég stóð við hafið. Það var grænt með gulleitum og bláum blöndum storma- sams hafs, sem ýfir upp botninn og nag- ar ströndina án afláts. Þetta var vissu- lega ekta haf. Auk þess sökk sjórinn hvergi niður fyrir tuttugu metra. En oft í hinum dýpri flóum kunni það að verða fyrir ahrifum eins og frá kyrrlátu bláu stöðuvatni. Þetta flýtti mjög fyrir fram- för strandarinnar, og þeim mun lettar orkuðu þorpin og hinir dreifðu einstöku búgarðar, sem báru þess Ijós merki, að a valdaútþennsla hafði verið á miðöldum. " Brandari frá 1946 : "Magnús F. : Nota skal heldur "en" heldur en "heldur en" ". Gagnrýni á kennsluna er eitt aí því sem kemur í Skólablaðinu á hverju ári. Hér kemur smákafli úr einni slíkri grein frá 1947 : "Engin rækt er lögð við að kenna nemendum góðan stíl, heldur virðist mer þvert á móti reynt að uppræta alla stíl- kennd, sem ekki er eftir reglunni. Ef nem. hefur 'í ser fólginn v'ísi að sérstæð- um stíl í 2. og 3. bekk, má mikið vera, ef ekki er búið að útrýma slíku í 6.bekk. Öll áherzla er lögð á að leiðrótta stafa- og kommuvillur. " Sama ár er birt agæt ræða, sem Sig. Þórarinsson hélt á skólaskemmtun. Ræðir hann þar m. a. um þá eiginleika, sem hinn fullkomni kennari þurfi að hafa : "Sá er einn, að kennari sé kvef- og kvillasæll, en þó ekki rúmfastur það marga daga 'í röð, að fá verði aukakenn- ara í hans stað, heldur liggi hann einn og einn dag í einu, því að það þýðir frí. Sá hinn sami kvef- og kvillasami kennari á þó stöðugt að vera í sólskinsskapi og vera svo hress um helgar, að hann só reiðubúinn að þeytast austur í Sel og þola þar tvær svefnvana nætur. Á meðan á Selsdvölinni stendur er æskilegt, að hin kirkjuleg tengd við þa

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.