Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 13
77 vel og ég„ Ég hef hér reynt að segja sögu Skólablaðsins í fáum dráttum og birta smákafla ur gömlum blöðum. Þa5 lætur að líkums að fátt eitt er hægt að segja í svo stuttri grein sem þessari og mörgu hefur orðið að sleppa, sem gjarnan hefði mátt vera með, en ég ætla, að það litla, sem hér er, geti gefið ófróðum nokkra hugmynd um sögu blaðsins. Lýk ég því spjalli þessu með kvæð- inu "Tímarum hið nýja, " sem kom í blaðinu 1955 og er sennilega eitt snjall- asta kvæði, sem samið hefur verið í skólanum : nÉg lá fram á borðið með bók og barðist sem hetja Jpví gegn, að rynni á mig doðadur. Ég helvítis skrudduna skók, svo skræðunni varð það um megn, og sjö duttu síðurnar úr. ---Þa lagði ég haus fram á loppur, svo lyppaðist saman minn kroppur og lognaðist leiður í dá. -- Samt tók ég mig aftur á, því mínn latínukláfur er lekur og Títið sem ekkert tekur en fautaleg fýsn hann skekur íólslega til og frá. ---Þá heyrði ég snúið snerli. Var snótin mín þar á ferli? já þar birtist í dyrunum dís minna drauma og vona ( fönguleg fögur og vís og fysileg kona ). Hun kom það kveld og kveikti eld í hálminum holdsins veika. Hún dillar sér dátt og dansar kátt, upp stóð ég illa til reika. Það var niðdimm nótt, ég nálgaðist skjótt uppfylling óska minna. Brosandi hún beið og bauð mér um leið vínþrúgur vara sinna. Þá var klipið og kippt kallað og hnippt og botnlaus og rímlaus birtist mér bitur raunveruleikinn. "Vaknaðu, maður, það er verið að taka þig upp. " " S O R G í húmi lágnættisins sit ég við hafið og þjáist. Mávarnir eru sofnaðir í fjörunni og hávært garg þeirra þagnað. Þjáning mín er hljóðlát einsog steinninn sem ég sit á einsog aldan sem byltir sér þögul í flæðarmálinu. f austri felur dagurinn sig bak við ský næturinnar en brátt mun hann stíga fram og hávaði hans mun yfirgnæfa sorg mína. hver ert þú? andlit þitt kemur utan úr myrkrinu bjartur Tíkamslaus svipur sem brosir um leið og hann hverfur þannig hefur það alltaf verið hver ert þú ? ert þú gæfa mín sem hverfur um leið og ég gríp til þín? eða ert þú draumur minn um ástina? hver sem þú ert þá leyfðu mér að grípa þig og njóta þess örskamma stund að hafa öðlast eitthvað. ih.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.