Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 15
79 - andi, en 8 svöruðu ekki. Tveir bekkir skólans, 6. bekkur máladeildar og 5. bekkur stærðfræSideildar sækja fremur opinbera skemmtistaði. Skipting meðal deilda og kynja er jöfn. 3. og 4. bekkur sækja íþöku beít, og nemendur með 2. einkunn sækja fþöku slælegar en nem- endur með 1. einkunn. 4. spurning : Hafið þér sott sinfón- íutónleika í vetur ? já: 16, nei: 82, 2 svöruðu ekki. 6. bekkur og 3. sækja sinfóníutónleika einna skást, og stulkur, stærðfræði- deildarnemar og nemendur með 1. eink- unn betur en aðrir. 5. spurning : Hafið þér lesið Para- dísarheimt ? já sögðu 26, nei 72, 2 svöruðu ekki. Bokin hefur verið lesin mest í efri bekkjunum, mest í 6. ( 60% ), í 5. 30%, í 4. 25% og í 3. 12%. Hlutfalls- lega hafa heldur fleiri stulkur en piltar lesið bókina. Mjög athyglisvert er, að 27% nemenda með 2. einkunn hafa lesið bókina, en 24% nemenda með l.einkunn. Má benda á, að aðeins 1 3.-bekkjarpiltur ( af 13 ), sem hlaut 1. einkunn á lands- prófi, hefur lesið bókina. 6. spurning : Lesið þér Andrés Önd ? Já: 57, nei: 38, svara ekki: 5. Lestur Andrésar Andar er einna tíðast- ur í 6. bekk, meðal pilta, stærðfræði- deildarmanna og nemenda með l.einkunn ( 63% ). 19% nemenda svöruðu ^já bæði við spurningu 5. og 6. ( Hefði att að vera 15%. ) 73% þeirra, sem höfðu lesið Para- dísarheimt, lesa Andrés Önd og 33% þeirra, sem lesa Andrés Önd hafa lesið Paradísarheimt. 7. spurning : Á að hætta að telja leikfimieinkunn með aðaleinkunn ? Já sögðu 31, nei 60, 4 svöruðu ekki. Afnám leikfimieinkunnar á áber- andi miklu fylgi að fagna í 3. bekk ( 50% ) og meðal nemenda með 1. einkunn ( 45% ). Hlutfallslega fleiri stulkur en piltar vilja afnema leikfimieinkunn og fleiri í stærðfræðideild en máladeild. 8. spurning : a) Fyrir máladeild eingöngu: Á að minnka latínukennslu, en auka kennslu í nýju málunum ? já sögðu 19, nei 10, 1 vissi ekki. Athyglisvert er, að í 4. og 6.bekk styðja tiltölulega fæstir þessa tillögu, en flestir í 5. bekk. Stólkur styðja þetta eindregið ( 70% ), en piltar skiptast nokkurn veginn til helminga. 50% nemenda með l.einkunn vilja ekki láta draga úr latínukennslu, en 27% nemenda með 2. einkunn. b) Fyrir stærðfræðideild eingöngu : Á að veita nemendum 5. og 6. bekkjar val- frelsi um frönsku- eða rússneskumál ? Já sögðu 16, nei 9, 5 vissu ekki. Mjög athyglisvert er, að í 4.bekk, sem hefur ekki lært frönsku, eru 70% þessu hlynntir, 50% í 5.bekk (sem er að byrja frönskunám), en 28% í 6. bekk, sem hefur lært frönsku einn vetur. Meðal pilta og nemenda með 1. einkunn gætir andsföðu við þetta valí'relsi, en margar stúlkur og nem. með 2. einkunn hafa enga skoðun á málinu. c) Fyrir 3. bekk eingöngu: Á að lækka lágmarkseinkunn upp úr 3. bekk í 5. 00? já: 12, nei: 22, veit ekki: 6. Tillaga þessi á meira fylgi pilta (40%) en stúlkna (8%), og meira meðal nemenda með 2. einkunn (33%) en l.einkunn (24%). 9. spurning : Neytið þér tóbaks? Já: 35, nei: 62, svara ekki; 3. Tóbaksneyzla er mest í 5.bekk (47%), en minnst í 6. (27%). Meiri möSal pilta (40%) en stúlkna (30%) og meðal nem. með 2. eink. (40%) en með 1. eink. (27%). Skipting milli deilda er tiltölulega jöfn. 10. spurning: Neytið þér áfengis ? já: 24, nei: 69, svara ekki: 7. t 5. og 6. bekk er áfengisneyzla mest(35%), 25% í 4.bekk og 15% í 3.bekk. 32% pilta neyta áfengis, en 10% stúlkna, 27% nem. með 2.eink. , en 18% nem. með 1. 33% stærðfræðideildarmanna neyta áfeng- is, en 25% í máladeild. 14% nem. neyta bæði tóbaks og áfengis, en ætti að vera 9%. 40% þeirra, sem neyta tóbaks, neyta jafnframt áfengis, og 58% þeirra, sem neyta áfengis, neyta jafnframt tóbaks. 47% neyta hvorki áfengis né tóbaks. Reykjavík, 3. des. 1960. Nefndin.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.