Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 32
- 96 - þau í heild : Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu í líki svartrar pöddu hvílir heit hjól sín a meðan fólkið streymir í skóginn og fyVLir loftið blikkdósahlátri. Að baki liggur vegurinn langur hlykkjóttur ormur. Vina mín með spekoppana og málmbjöllurnar einu sinni var enginn vegur her hafa tærðir menn og bleikar konur reikað torfærar móagötur í skini og skugga dökkar sjalrýjur á herðum hendur luktar um kvistótt prik. Við sem erum hingað komin til að laugast fossuða við erum ekki hrein og það er gamalt blóð okkar þau eru skuggar okkar þau eru skuggar okkar. Hér mætast gamli og nýi tíminn í einu og sama Ijóði, skáldið vinnur það afrek að flétta saman þessar tvær and- stæður í órofa heild. Að lokum upphefst Svartálfadans : Lifrauð sólkringlan viðrar dreglana út um syngjandi hafflötinn og nóttin kemur í sinum gamla vagni yfir blátt fjall. Við blöndum kvöldskininu í fölgult vfnið og bíðum eftir nóttinni sem er að koma. Hnötturinn snýst og löndin elta hvert annað. Eilíf og friðlaus er snældan sem bláþráðinn vindur. Kvöldið réttir að nóttinni strengjaspil tímans og blóðdögg af strengjunum fellur á hendur okkar og í vínið ^ sem hlær í kristallinum. Við lyftum glösum og drekkum stundarskál. Má ég bjóða í dans ? Eftir hjartslætti tímans fölskum blóðtónum stundarinnar stígum við bálvígðan dansinn og nú á að leika eftirlætið okkar : Rauðagulls sinfóníuna. Má ég einnig biðja um næsta dans dansinn fram á nóttu allra nátta ? Skáldið býður hér upp í dans tilver- unnar, hillinganna, blekkinganna, á með- an við lyftum glösum og drekkum stund- arskál. Líkt og alfar heilluðu menn til sín forðum, þá gerðu þessi kvæði mér seið, þau áttu hug minn allan og eiga enn. Mér fannst að vonum þessu skáldi allt of lítill gaumur gefinn, meðan alls kon- ar bögubósum væri hampað. Og ég ákvað að skrifa um þennan mann, er orti svo snilldarlega, en fáir höfðu hug- mynd um að væri til. Þetta er árang- urinn . Steinn Steinarr sagði eitt sinn um Ijóð S.H. G. : "Ljóð S. H. G. eru skrítin og skemmtilega gerð, þegar bezt lætur". Svo fannst mér einnig þessi skammdeg- isvísa í fyrstu : Svo harðir geta þeir verið nætur- skuggarnir að hjartsláttur ástvinu minnar verði þungur og dimmur Svo harðir geta þeir verið nætur- skuggarnir Og það var ekki fyrr en nú í svart- asta skammdeginu, að ég skildi þessa vísu til fulls. Reykjavík, í des. 1960. Sverrir Tómasson jón Ingvarsson gefur góð ráð : "Það er allt í lagi að keyra á fólk, þá sér ekki á bílnum. "

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.