Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 31
- 95 -
lýsir hann Ijóslega og bregður upp svo
lifandi myndum, að þær hljóta að hrífa
hvern Ijóðelskan mann.
næturnar voru hlýjar og rósamar
eins og góðlyndar ömmur
og yrðu dagarnir hver öðrum líkir
komu uppstroknir sunnudagar
aðvífandi í bláum sparifötum.
eða þetta Ijóð, sem minnir á ferskeytlur
Sigurðar Breiðfjörðs að myndvísi.
Á' kvöldin þegar sólinni blæðir
á eggjar fjallanna
og dimmgrænn skugginn leggst til
hvíldar
við fætur bergsins
og víkin bláa
verður að rauðu víni,
kemur lítil stulka ut og segir :
hver vill eiga mig ?
og :
Á mjóum fótleggjum sínum
koma mennirnir eftir hjarninu
með fjöll á herðum sér.
Þetta eru aðeins örfá dæmi um þær
myndir, er S.H. G. dregur upp. Sumar
eru hugljufar, aðrar kaldar og fullar
bölsýni, en allar eru þær með skýrum
dráttum og hverjum manni auðskildar.
III.
Ungur maður leggur land undir fót,
kannar ókunna stigu. f fyrstu lætur
hann heillast af tyllisýnum. En hann
verður þess fljótlega var, að hann, skáld-
ið unga, hefur verið herfilega blekktur
og finnur þá bezt, að hollt er heima
hvað. Hann minnist æsku sinnar í
heimahögunum, þar sem húsin voru með
grænu þaki og gráum strompi. Og hann
minnist stúlknanna með rauðu svunturn-
ar, því að það voru þær, sem hann elsk-
aði. En hann man einnig eftir eirðar-
leysi sínu, og skipinu, sem beið eftir
því, að skáldið tæki sór far. Þá var
azúrblátt haf við ströndina.
Ég lét á hafið : grænar og ögrandi
birtust þær hinar framandi strendur
með blóm I hverjum glugga
luku hinar ókunnu borgir fyrirheitsins
upp glæstum hliðum sínum
hversu vín borganna voru rauð
og dætur borganna höfðu myrkur I hári
og augu af logandi hrafntinnu
en meðan þær syndguðu á strætunum
og vínið flaut af skálum
elskaði ég þig elskaði ég ykkur
konurnar með rauðar svuntur
konurnar með augun blá.
Hið bláa haf var alltaf grátt
login var fegurð borganna
og húsin eru ekki lengur með grænu
þaki
það glamrar I sál heimsins: málmur.
t faxi hinnar myrku nætur
leita ég hvíldar friðleysi mínu
ég sem elska þig og elska þig ekki
ég sem hafði ætlað að safna brenni
og tendra þér rauðan eld
en nú er garðstígurinn þögull
og runnarnir ellibleikir
litlaust grasið bæra kaldir vindar
að ströndinni fellur svart brim.
Þetta finnst mér vera eitt fegursta
Ijóðið í bókinni. Líkingamál þessa kvæð-
is er stórkostlegt, myndirnar eru dregn-
ar þannig upp, að þær verða ógleyman-
legar. Um málarann Van Gogh kveður
S. H. G. :
Einförum lít ég til suðurs
vin minn um glóandi starir
halda í eld og sól.
Snýst í tryllandi iðu
kynngi, þjáning og gleði
skapara eilífs lífs.
Birtist á litanna hveli
fagnandi stjarna sem leiftrar
og rís yfir dag og nótt.
Enda þótt bók þessi geymi jafn góð
kvæði, bera þó nokkur af, t. d. Bifreiðin
sem hemlar hjá rjóðrinu, og Ijóð það,
er bókin ber nafn sitt af, Svartálfadans.
Ég get því ekki stillt mig um að birta