Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 27

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 27
-91 staða hans sé slæm, þar sem erfitt er að halda fram ágæti sjálfs sín í blaða- grein. Hann grípur til þess ráðs að klína einnig sénísnafnbot á Böðvar og flækja hann í sama netinu. Tekst Sverri bærilega að sýna fram á það„ að Böðvar sé hátt yfir alla meðalmennsku hafinn, að hann sé sén'í, en fyrrnefndur Böðv- ar virðist hafa hrifist af þeirri nainbót, því að vinátta þeirra félaga hefur auk- izt daglega síðan. Guðjón Albertsson er sennilega fróðastur nemenda skólans um íslenzkar bokmenntir, einkum nutímabókmenntir. Greinar hans um ísienzk skáld hafa sett menningarblæ á SKÓLABLAÐIÐ, enda ekki veitt af. Áhugi manna á þjóð- legum verðmætum hefur stórlega dofnað a síðari árum og sennilega telja sumir greinar þessar eigi lítið erindi til sín. A þes sum mönnum er ekkert mark tak- andi, og skora ég á Guðjón að halda áfram skrifum sínum meðan einn rétt- iátur finnst í skólanum. Magnús Jóhannsson lýkur í þessu blaði hinni ágætu frásögu sinni "Að tjalbabaki". Segir þar frá ferð til Ung- verjalands með viðkomu í fleiri löndum. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á Ung- verjalandi, en aldrei orðið svo frægur að komasi Jþangað. Lýsing Magnúsar á landi og þjóð dregur ekki úr þeim áhuga. Höfuðborgin Búdapest virðist vera yndis- leg, enda þótt hún lifi nú meir á gam- alli frægð. Þeir Magnús dvöldust um hríð við Balatonvatn, en þar er eitt fegursta landslag í Mið-Evrópu. Þangað flykkjast Ungverjar í sumarleyfum sín- um. Er mér staðurinn vel kunnur, þar sem ég fæ árlega bréf og ljósmyndir þaðan frá ungverskri vinkonu minni, sem dvelst þar á sumrin. Magnús ræðir nokkuð l'íf menntaskóla- nema í Ungverjalandi, en það virðist í mörgu svipað því, sem við eigum að venjast. Reyndar er skipulag skóla- mála með öðrum hætti, en mér sýnist það sízt betra og megum við vel una hag okkar. -þ- LÓFIÐ OG EGGERT, frh. af bls. 89. Listin er ákaflega merkilegt fyrirbrigði í lífi þjóðanna, en stundum er hún eklci tekin nógu alvarlega. Mér finnst íslenzk- ar leikkonur aldrei túlka ástina nógu eðlilega. En sjáðu til: Ástin er lykill alls vísdóms, ástin gefur sivilisasjón. Þegar íslenzkar konur eiga að tjá okkur Éana er eins og ástin sé eitthvað, sem er uppi í stjörnunum - á Marz eða Júpiter. Eru þær líka svona í Mennta- skólaleikritunum ? - Þær giftast sennilega allar Marzbúum - þær sem á annað borð ganga út. - Mig langar að lokum til að segja fáein orð til æskunnar: Tslenzka æska, þú, sem átt að erfa allan þann auð, sem kynslóðir liðinna alda hafa aflað þér. - Trúðu og elskaðu. Sækist ekki eftir frægð, heldur þekkingu - ég segi ÞEKK- INGU. Síðan getið þið farið um allar álfur - orðin fræg, af því að þið eruð að springa af þekkingu. möa SKÓLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík Ritstjóri : Einar Már jónsson 5. -B Ritstjórn : Guðjón Albertsson 6. -B Garðar Gíslason 5. -B Baldur Símonarson 5. -X Gunnar Sigurðsson 5.. -X Ólafur Gíslason 4. -X Björn Bjarnason 3 -E Auglýsingastjóri : Erna Ragnarsdóttir 5. -A Ábyrgðarmaður : Guðni Guðmundsson, kennari Forsíðumynd dró Agla Marta Mar- teinsdóttir. Aðrar myndir drógu Ingimundur Sveinsson og Ólafur Gíslason, en ritnefnd annaðist skreytingar.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.