Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 25
- 89 - segja mikilsmetnir alþingismenn og sendiherrar, og þar fram eftir götum, sem vildu ekki aS ísland næSi lokatak- markinu í sjálfstæðisbaráttunni, þ.e. lýðveldisstofnuninni 1944. Einn þeirra sagði, að fsland væri eins og hlandkopp- ur, sem langaði til að sigla. Ég nefni engin nöfn, en það hryggir mig, að ein- mitt þessir menn hafa flestir komizt til æðstu metorða lýðveldisins, eiga meira að segja nokkrir sæti í ríkis- stjorninni. Eitt vopnið, sem ég beitti í þessari baráttu, var "Óðurinn til árs- ins 1944". Ég hugsa að hann hafi haft áhrif á margan andstæðinginn og linað hann í baráttunni. "óðurinn" fæst enn- þá. Ég var að hugsa um að selja rík- inu utgáfuréttinn að honum. Ég las hann líka inn á plötu í Ameríku. - En ég mun aldrei geta fyrirgefið fs - lendingum hvað þeir hafa ýtt undir alla helztu andstæðinga frelsisins. Síðan 1944 hef ég verið í átlegð. - Á ftalíu ? - Já. Ítalía. ftalía - maður. Himnaríki í jörðu. Hun á ítök I mér - samt ekki meiri en gamla Frón. Hugsaðu þér. Renessansinn, - reness- ansinn, maður. ftalía er einn renessans. Allir mestu listamenn heimsins hafa verið á ftalíu. Goethe var þar I níu mánuði og kom gjörbreyttur heim. - Konan mín er ítölsk. Við kynntumst í London. fslendingar eiga henni mikið að þakka. Hun hefur ávallt staðið við hlið mér I baráttunni fyrir að viðhalda Fjölnisstefnunni. Truirðu því, að við tölum alltaf saman ensku - þo að ég skilji nátturulega ítölsku eins 0£ inn- fæddur. Við elskuðumst fyrst a ensku. Heima á ftalíu förum við daglega í enskubindindi, en það er báið að vera eftir nokkur andartök. - Þið elskizt svona heitt ? - Já. - Það var leiðinlegt, að hán skyldi ekki vera heima. Hán fór át í bæ að hitta ítalskan stádent, sem ætlar að þýða fyrir mig greinar, sem ég hef birt I ítölskum blöðum. - Þá skrifaðir mikið um landhelg- ismálið á ftalíu ? - já. ftölsku blöðin tóku greinum mínum opnum örmum. Allur almenning- ur á ftalíu fylgdist með baráttu okkar við ofureflið. ftölum hefur nefnilega alltaf verið dálítið I nöp við Breta og þess vegna stóðu þeir auðvitað með okkur. Það er ekki svo að skilja, að ég sé neinn Englendingahatari. Þvert á móti hefur mér alltaf þótt vænt um England - það hefur átt hluta af sjálfum mér - báðar stóru tærnar. Mér líður alltaf ákaflega vel I enskum skóm. Blaðamennirnir komu heim til okk- ar og áttu viðtöl. Þeir voru stoltir af mér, og sögðu, að ég væri einn af beztu tengdasonum Ítalíu. Ég hef alltaf verið að lofsyngja fsland á ftallu. Ég hef líka kynnt ftallu hérna heima. Skrifaði bókina Bergmál ftalíu. Það er meðal annars kynningar starfsemi minni að þakka, að ítalskar óperur eru færðar upp hérna I Þjóðleikhásinu. - Hvernig finnst þér ástandið I menningarmálum Islenzku þjóðarinnar? - Þetta er allt svo gjörbreytt. Ég hefi upplifað alla þessa breytingu. Mér finnst ég vera orðinn 1070 ára. Hugsaðu þér bara. Þegar ég var lítill strákur sat ég yfir ám inni I Bolabás, og ég sá fornaldarkappana ríða fram hjá I litklæðum á stæltum gæðingum. Svo fór ég át - át ár isolasjóninni, frá draumalandinu mínu inn I alla slvilisa- sjónina I átlöndum. Byltingin hefur heldur ekki látið á sér standa hér á ís - landi. Ná förum við á örfáum klukku- stundum til fjarlægra stranda. Það tekur ekki nema nlu tíma að komast niður til borgarinnar eilífu. Ég kann samt aldrei við þennan hraða. Seglbátar og hestar, það eru "farartækin", sem mér falla bezt. Ef ég á að segja þér eins og er, þá verð ég alltaf viðskila við sál mína á þessum snöggu ferðum. Ég get komizt frá ftalíu til fslands á níu tímum - en það tekur sálina að minnsta kosti hálfan mánuð að fara sömu vegalengd. Sál mín kom frá ftalíu I fyrradag - það voru innilegir endurfundir. Það er ekki hægt að loka sálina niðri I ferðakofforti. Allt llfið er galdrað. Hvað menningunni viðvlkur, þá er hán eins og við vitum aðalle^a fóljjjin I hinum bókmenntalega fjársjoði þjoðarinnar. En það er skoð- un mín, að innan fárra ára verði leik- listin I fyrirrámi. Við eigum mikinn fjölda góðra leikara og ég ætlast til mikils af þeim. Þeir eiga fyrir höndum að halda á lofti því merki, sem rithöf- undarnir hafa'hingað til borið. Frh. á bls.91.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.