Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 2

Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 Rjómi allra landsmanna H V ÍT A H Ú S I / S ÍA – 0 9 – 2 2 2 5 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MIKILL munur getur verið á heildargreiðslu íbúðaláns í erlendri mynt, eftir því hvort lántak- andi tekur tilboði banka um niðurfellingu hluta höfuðstóls eða ekki. Á bloggsíðu sinni tekur Guð- mundur Andri Skúlason, talsmaður Hagsmuna- samtaka lánþega Frjálsa fjárfestingabankans, dæmi um mismunandi heildargreiðslur eftir því hvaða leið lántakandi ákveður að fara. Segir hann að tilboð Frjálsa sé sambærilegt við tilboð Arion banka og fleiri fjármálastofnana um lausnir fyrir viðskiptavini með erlend lán. Hafa ber þó í huga við útreikninga sem þessa að ógerlegt er að spá þróun gengis, verðbólgu eða breytilegra vaxta áratugi fram í tímann. Þá er rétt að benda á að vegna verðbólgu er verðgildi heildargreiðslu eftir 40 ár ekki það sama og krónutalan gefur til kynna. Tölurnar eru þó tæk- ar til að gera samanburð á mismunandi lánateg- undum. Í útreikningum sínum miðar Guðmundur við reiknivél Frjálsa fjárfestingabankans á láni hans frá bankanum, sem upphaflega var um 20,3 millj- ónir króna, að helmingi í svissneskum frönkum og að helmingi í japönskum jenum. Hefði gengi krónunnar haldist óbreytt frá lántökudegi hefði heildargreiðsla Guðmundar verið 31,1 milljón króna yfir 38 ára tímabil og meðalgreiðslubyrði á mánuði um 68.400 krónur. Greiðslubyrðin þyngri til að byrja með Lánið er nú, vegna gengisfalls krónunnar, met- ið á um 49 milljónir króna og miðað við óbreytt gengi krónunnar nú yrði heildargreiðsla Guð- mundar um 79 milljónir og meðalgreiðslubyrði á mánuði um 164.800 krónur yfir 38 ára tímabil. Greiðslubyrðin nú er hins vegar um 220.000 krón- ur á mánuði en minnkar svo með tímanum. Taki hann tilboði bankans um að lækka höf- uðstóls lánsins um 30 prósent og breyta því í verðtryggt krónulán með 5,25 prósent vöxtum hækkar heildargreiðslan umtalsvert. Miðað við fjögurra prósenta verðbólgu næstu 40 árin myndi heildargreiðslan nema 189 milljónum króna og meðalgreiðslubyrði á mánuði væri 415.500 krón- ur. Til að byrja með yrði byrðin hins vegar mun minni, eða um 180.000 krónur, og ykist með tím- anum. Næstu fimm ár er greiðslubyrði Guðmundar því minni taki hann tilboði bankans en ef hann heldur láninu óbreyttu. Meðalgreiðslubyrði á mánuði yrði, að öllu öðru óbreyttu, 214.300 krón- ur á mánuði næstu fimm ár tæki hann ekki tilboði bankans, en 197.500 krónur tæki hann tilboðinu. Eftir þessi fimm ár er greiðslubyrði á mánuði orðin meiri taki hann tilboðinu um lækkun höf- uðstóls og breytingu í verðtryggt krónulán. Margir óvissuþættir Taka ber fram að í útreikningum sem þessum eru margir óvissuþættir, einkum þegar horft er til jafnlangs tímabils og 40 ára. Veikist krónan enn meira á tímabilinu versnar staða Guðmundar taki hann ekki tilboði bankans. Á hinn bóginn get- ur verðbólga vel farið yfir fjögur prósent og þar með hækkað heildargreiðsluna taki hann tilboði bankans. Verðtryggingin veldur hærri heildargreiðslu Með því að breyta erlendu láni í verðtryggt krónulán getur heildargreiðsla hækkað LÚSÍUTÓNLEIKAR voru í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi á vegum Sænska félagsins á Íslandi. Menningarstraumar víða að hafa í áranna rás borist til Íslands og verða oft hluti af hefðinni. Margir listamenn komu fram á tónleikunum í gærkvöldi. Heilög Lúsía var uppi á Sikiley um árið 300 e. Krist og naut víða hylli fram eftir öld- um. Hér lagðist trú á Lúsíu af um siðaskipti en í Svíþjóð hefur hún haldist til líðandi stundar. Morgunblaðið/Kristinn SÆNSKA FÉLAGIÐ HÉLT LÚSÍUHÁTÍÐ Á NESINU RÁÐIST var á íslenskan námsmann í Kaupmannahöfn um helgina, en sá var þá að koma úr jólaboði. Hann beið á brautarpalli þegar bíll renndi þar að og þrír menn stigu út. Einn gaf sig á tal við Íslendinginn en þá og nánast umsvifalaust réðust hinir tveir að manninum, börðu hann og drógu inn í bílinn. Ekið var af stað og leitað að verðmætum á Íslend- ingnum, að því er kunningjafólk hans greindi frá. Að því loknu var manninum kastað út úr bílnum, en þá höfðu árásarmennirnir haft af honum síma, skilríki, veski, tösku með fartölvu, lykla og fleira. Manninum tókst um síðir að kom- ast heim til sín á Fredriksberg en hann var í miklu áfalli eftir árásina. Kaupmannahafnarlögreglan tók skýrslu af Íslendingnum vegna at- viksins. Hann leitaði á slysadeild og fór í myndatöku en hann var vank- aður eftir árásina. Kunningi mannsins sagði gengi sérhæfa sig í að elta uppi og ræna fólk sem er eitt á ferð að næturlagi á fáförnum stöðum. sbs@mbl.is Varð fyrir árás í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Köben Íslendingur varð fyrir árás. MILDI var að ekki kviknaði í íbúð- arhúsi við Grasarima í Reykjavík aðfaranótt laugardags þegar kveikt var í bíl sem stóð þétt upp við húsið. Bíllinn er nýlegur jeppi, Toyota Landcruiser. Hann er ónýtur. Til- kynning um eldinn barst klukkan hálffimm á laugardagsmorgun. Grafarvogsstöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að rannsókn málsins alla helgina. Einn var handtekinn vegna málsins á laugardag. Sá játaði að hafa verið á staðnum en viðurkennir ekki að hafa kveikt í. Þá hefur verið rætt við ýmsa fleiri, en enn var þó ekki kominn botn í rannsóknina þegar Morgunblaðið ræddi við lögreglu seint í gærkvöldi. sbs@mbl.is Mikil hætta af íkveikju Einn handtekinn og fleiri yfirheyrðir 75 milljónir í heildargreiðslu af 49 milljóna króna erlendu láni miðað við óbreytt gengi. 164.832 meðalgreiðslubyrði á mánuði af 49 milljóna króna erlendu láni miðað við 2,8% vexti og óbreytt gengi. 189 milljónir í heildargreiðslu af 35,2 milljóna króna verð- tryggðu láni miðað við 4% verðbólgu. 415.525 meðalgreiðslubyrði á mánuði af 35,2 milljóna króna verð- tryggðu láni á 5,25% vöxtum miðað við 4% verðbólgu. Heildargreiðsla og afborganir VEÐURSTOFA Íslands spáir því að rjómablíða verði á öllu landinu alla næstu viku. Vindur verður með minnsta móti, úrkoma mun varla mælast og hitinn verður hærri en flestir eiga að venjast á þessum árs- tíma. Landsmenn fengu forsmekkinn af blíðunni um helgina. Mælirinn á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði komst í 15 gráður á laugardag og víða á Austurlandi náði hitinn yfir 10 gráður. Á höfuðborgarsvæðinu var um 10 stiga hiti í gær og fremur lítill vindur. Rætist spáin mun viðra sérlega vel til jólainnkaupa. Rjómablíða um allt land Morgunblaðið/Skapti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.