Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 6

Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A fyrir Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is „Vinnubrögðin við fjárlagagerð- ina eru nátt- úrulega hand- ónýt,“ segir Þór Saari, þingmað- ur Hreyfing- arinnar í fjár- laganefnd. Ekki hafi verið farið efnislega yfir nærri því alla liði í fjárlaga- frumvarpinu og málið unnið á hundavaði. Þór segir að við úthlutun fjár- muna undir „safnalið“ fjárlaga gæti þingmenn margir hverjir hags- muna síns eigin kjördæmis frekar en að láta fagleg sjónarmið ráða för. Það sé hrein og klár spilling. „Það á bara að banna þingmönnum að úthluta lægri upphæðum en t.d. 50 milljónum. Þá eiga þær upp- hæðir sem eru yfir 50 milljónum að fara sameiginlega fyrir alla nefnd- ina,“ segir hann. Úthlutun fjár til smærri verkefna á landsbyggðinni ætti að fara í gegnum svæðisbundna sjóði, segir Þór. Eins og málum sé háttað í dag deili nefndarmenn meirihlutans í fjárlagnefnd með sér fjárhæðum og útdeili þeim eftir geðþótta, án þess að eftirfylgni sé með því í hvað pen- ingarnir eru látnir fara. Kjördæmapot og spilling við „hand- ónýta“ fjárlagagerð Þór Saari „ÞAÐ er ekki hægt að gagn- rýna þessa máls- meðferð miðað við það hvernig fjárlög hafa ver- ið unnin und- anfarin ár,“ seg- ir Guðbjartur Hannesson, for- maður fjár- laganefndar. Hann bendir á að búið sé að halda 38 fundi um fjárlögin og að fleiri hundruð manns hafi komið fyrir fjárlaganefnd vegna þeirra. „Það er líka óvenjulegt við þessa fjárlagagerð að lagt var upp með skýrslu sem lögð var fram í þinginu í júní og fjallaði um jöfnuð í ríkisfjármálum árin 2009 til 2013. Hún var rædd þá og það hefur verið unnið á grund- velli hennar. Óvenjulegt er að þingið sé upplýst með þessum hætti um fjárlagagerð. Þannig að ef eitthvað er hefur verið mun betur staðið að þessu en þau tvö ár sem ég hef verið í fjárlaga- nefnd,“ segir Guðbjartur. Fjárlögin betur unn- in en undanfarin ár, segir formaðurinn Guðbjartur Hannesson FRÉTTASKÝRING Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is TEKJUÁÆTLUN hins upp- haflega frumvarps hljóðaði upp á 469 milljarða króna, en verður tæpum 10 milljörðum lægri sam- kvæmt breytingartillögunum sem lagðar voru fram fyrir helgi. Þá verða útgjöld tæpum 4,9 millj- örðum meiri en framvarpið gerði ráð fyrir. Þetta þýðir að halli á ríkissjóði mun nema rúmum 101,7 millj- örðum króna, sem er um 14,4 milljarða aukning frá fjárlaga- frumvarpinu. Talsverðar breytingar eru lagð- ar til á framlögum til atvinnuleys- istryggingasjóðs. Þannig er t.d. lagt til að fjárheimild vegna at- vinnuleysisbóta lækki um 1,5 millj- arða þar sem ný atvinnuleysisspá gerir ráð fyrir 9,6% atvinnuleysi á árinu sem er prósentustigi lægra en gert var ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu. Í samræmi við frumvarp um að draga úr bótarétti námsmanna og sjálfstætt starfandi einstaklinga er lagt til að heimildir vegna bótanna minnki um 820 milljónir króna. Hins vegar er lögð til 690 milljóna króna aukaheimild til að bregðast við vanda langtímaatvinnulausra og atvinnulausra ungmenna. Lagt er til að fjárheimild vegna barnabóta hækki um milljarð, enda hefur verið horfið frá þeim skerð- ingum sem kynntar höfðu verið. Í tillögunum kemur fram að vaxtakostnaður ríkissjóðs á næsta ári verður 5,2 milljörðum minni en gert var ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu, m.a. sökum þess að end- urfjármögnunarþörf bankanna er minni en talið var og að ekki verð- ur af láni frá Rússum. Áfram greitt fyrir refaveiðar Meðal annarra athyglisverðra breytingatillagna meirihlutans er að fallið verður frá áformum í fjár- lögum um að hætta að endurgreiða sveitarfélögum framlag til refa- veiðimanna. Lagt er til að niðurgreiðsla til lýsingar í ylrækt aukist sem nem- ur samtals 38,5 milljónum króna, til að koma til móts við þá hækkun sem hefur orðið á rafmagnskostn- aði hjá garðyrkjubændum. Þá er lagt til að ráðstöfunarfé ráðherra verði lækkað um 21,2 milljónir króna í 49,4 milljónir, og að framlag til þingflokka verði skert um 6,5 milljónir eða um 10%. Loks kemur fram að sameiningu sýslumannsembætta hefur verið frestað, enda hafi þótt nauðsynlegt að undirbúa breytingarnar betur. Ekki hafði verið gert ráð fyrir sparnaði vegna sameiningarinnar í fjárlagafrumvarpinu, en ljóst þykir að hún muni hafa talsverða hag- ræðingu í för með sér. Morgunblaðið/Kristinn Innan marka Meirihlutinn segir tillögur sínar vera innan marka samstarfsáætlunar með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þrátt fyrir aukinn halla ríkissjóðs. Leggja til meiri halla  Halli ríkissjóðs verður rúmir 100 milljarðar samkvæmt tillögum meirihlutans  Leggja til að framlag til þingflokka rýrni og ráðstöfunarfé ráðherra lækki Tekjur ríkissjóðs verða minni og útgjöld meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í október, verði breyting- artillögur meirihlutans í fjár- laganefnd að veruleika. Meirihlutinn í fjárlaganefnd leggur til að framlög til dóms- og fangels- ismála hækki. Lagt er til að fjárveit- ing til héraðsdómstóla hækki tíma- bundið um 86 milljónir króna til að standa undir kostnaði vegna fjölg- unar héraðsdómara og aðstoð- armanna þeirra. Framlög til Hæsta- réttar hækka samkvæmt tillögunum um 16 milljónir króna, enda eru horf- ur á að málum vegna hruns bank- anna muni fjölga hjá réttinum. Samtals er lagt til að framlög til fangelsismála hækki um tæpar 140 milljónir. Rekstrarfjárveiting til Fang- elsismálastofnunar hækki um 107,2 milljónir vegna leigu á gistiheimilinu Bitru við Selfoss sem nýta á til að fjölga fangarýmum um 16 til bráða- birgða. Þá er lagt til að framlag til að styrkja meðferðarúrræði og önnur fé- lagsleg úrræði á Litla-Hrauni hækki um 30 milljónir. Aukin útgjöld til dóms- og fangelsismála Hraunið Fær aukna fjárveitingu. 14,4 milljarða króna aukning frá fjárlagafrumvarpinu verður á halla ríkissjóðs 95 milljóna framlag er lagt til vegna verndar fornminja á Alþingisreit 45 milljónir fari til Húsafrið- unarnefndar vegna 35 húsa viðsvegar um landið 1000 milljóna króna aðgreiðsla komi frá ÁTVR, sem er tvö- földun frá frumvarpinu 75 milljónir verði veittar til Þjóðskjalasafns vegna skráningar á skjalasöfnum Meirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis lagði fram tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir helgi Morgunblaðið/Ómar „Við munum í samvinnu við þær stofnanir sem um ræðir fara ná- kvæmlega yfir þetta; hvað það er sem liggur að baki þessum kostn- aðartölum og hvað megi gera til að ná fram frekari hagræðingu,“ segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigð- isráðherra um niðurstöður starfs- hóps á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins sem sagt var frá í gær. Starfshópurinn telur að hægt sé að spara allt að 1.400 milljónir. Ann- ars vegar með því að færa fæðingar og skurðaðgerðir til Landspítala frá sjúkrahúsum á Selfossi, Reykja- nesbæ og Akranesi. Hins vegar með því að sjúklingar liggi á spítölum ná- lægt heimilum sínum frekar en á Landspítala. Álfheiður tekur þó fram að talan miðist við reksturinn eins og hann var árið 2008, en síðan hafi verið dregið úr kostnaði stofn- ananna á Kraganum um hálfan millj- arð. „Engu að síður er þetta mik- ilvægt tæki sem hægt er að vinna eftir,“ segir hún um skýrsluna. Álfheiður ítrekar þó að ekki sé nóg að horfa á ábendingar um mögu- lega hagræðingu; einnig verði að taka tillit til þæginda og velferðar sjúklinga. Út frá þeim sjónarmiðum mæli reyndar ýmislegt einnig með því að sjúklingar liggi á sjúkra- húsum sem næst heimili sínu, enda auki það þægindi sjúklinga og að- standenda. hlynurorri@mbl.is Geta sparað með tilfærslu sjúklinga og aðgerða Morgunblaðið/Kristinn Ný fædd Mikið má spara með því að færa fæðingar á Landspítala. Geta hagrætt um tæpar 1.400 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.