Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 8
Veidd sæbjúgu, afli upp úr sjó í kg.
Bátar 2007/2008 2008/2009 2009/2010
1 83.455 47.829
2 336.938 691.707 128.616
3 218.837 201.169 159.699
4 160.873 108.494
5 24 20
Afli samt.: 555.775 1.137.228 444.658 He
im
ild
:F
is
ki
st
of
a
Fiskveiðiár
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Sjávarútvegsráðuneytið hefur kynnt
útgerðarmönnum báta sem stundað
hafa sæbjúgnaveiðar drög að reglu-
gerð um veiðarnar. Reglurnar eru
um afmörkun veiðisvæða og hvað
miða skal við þegar Fiskistofa út-
hlutar veiðileyfum. Sæbjúgnaveiðar
hafa verið stundaðar í fáein ár, áður
var bjúganu fleygt beint í sjóinn aft-
ur, og nú er orðin samkeppni um
bestu veiðisvæðin.
Steinar Ingi Matthíasson, skrif-
stofustjóri auðlindaskrifstofu sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðuneyt-
isins, segir að ekki sé búið að ganga
frá reglugerðinni og ekki hægt að
greina frá efni hennar. Reiknað er
með að hún taki gildi um áramót en
þá renna út leyfi sem fimm bátar
hafa til tilraunaveiða. Steinar segir
nauðsynlegt að koma formlegu
skipulagi á þessar veiðar til fram-
tíðar. Sæbjúga sé takmörkuð auð-
lind og þurfi að lúta veiðistjórnun og
reglum, eins og aðrar tegundir.
Aflinn tvöfaldaðist
Steinar segir að fjöldi leyfa á
hvert svæði verði takmarkaður og
þá horft til þess, eins og kostur er,
að þeir sem hafi lagt mestan tíma og
fjármuni í að búa þessi verðmæti til
njóti þess til frambúðar.
Tveir bátar stunduðu veiðar á sæ-
bjúgum á fiskveiðiárinu 2007 til 2008
en á síðasta ári og í ár hafa fimm
bátar leyfi til tilraunaveiða.
Bátarnir lönduðu samtals 556
tonnum á árinu 2007 til 2008, sam-
kvæmt upplýsingum Fiskistofu.
Heildaraflinn tvöfaldaðist á fisk-
veiðiárinu sem lauk 1. september sl.,
var 1137 tonn, og það sem af er
þessu fiskveiðiári hafa bátarnir
landað tæpum 445 tonnum. Fjórir
bátar hafa aðallega stundað þessar
veiðar síðustu tvö árin, sá fimmti
landaði óverulegu magni.
Bátarnir veiða samkvæmt til-
raunaveiðileyfum. Hannes Andr-
ésson SH hefur verið lengst að og
hefur leyfi til veiða fyrir mest öllu
landinu, samkvæmt upplýsingum
ráðuneytisins. Tveir bátar sem landa
í Sandgerði hafa leyfi til veiða í
Faxaflóa, Valur ÍS og Hans Jakob
GK. Þá hefur Sæfari ÁR frá Þor-
lákshöfn leyfi til tilraunaveiða fyrir
Austurlandi.
Tvær umsóknir til viðbótar liggja
fyrir, samkvæmt upplýsingum ráðu-
neytisins, frá útgerðum í Sandgerði
og á Flateyri.
Reglur settar um sæbjúgnaveiðar
Veiðisvæði afmörkuð og fjöldi leyfa á hvert svæði takmarkaður Sæbjúganu var áður fleygt
en nú er samkeppni um bestu veiðisvæðin Nauðsynlegt að koma formlegu skipulagi á veiðarnar
Sæbjúga Brimbútur er sú tegund sæbjúgna sem nú er keppst um að veiða.
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Jólagjöf fyrir þá
sem „eiga allt“
Gefðu hlýju og samveru um jólin!
Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott
frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem
er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér
hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin
er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni.
Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
87
7
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„NEMENDUR okkar eru stundum
sagðir vera í Hörpunni og ég sjálfur er
ósjaldan kenndur við skólann. Við
gætum því þurft eitthvað að umorða
hlutina, ef einhver vandamál skap-
ast,“ segir Kjartan Eggertsson, skóla-
stjóri Tónskóla Hörpunnar.
Nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu
við Reykjavíkurhöfn var gefið nafn við
formlega athöfn sl. föstudag og skal
húsið einnig heita Harpa. Spurningar
vekur hins vegar hvort þetta geti
valdið misskilning og ruglingi – þar
sem tónlistarhúsið og tónskólinn verða lagðir að líku.
„Nei, þetta verður ekkert vandamál bara ef hlutirnir
eru orðaðir skýrt. Hins vegar hefði farið betur á því ef
tónlistarhúsið hefði verið nefnt til dæmis Kristall eins og
kom víst til greina. Með glerhjúpnum verður húsið gló-
andi kristal líkast og oft segjum við að hlutirnir séu krist-
altærir.“
Alls eru 210 nemendur í Hörpunni. Höfuðstöðvar skól-
ans eru í Grafarvogi, auk þess sem kennt er í tíu grunn-
skólum í Reykjavík. Jólatónleikar skólans voru fyrir
helgina, þar sem margir efnilegir nemendur komu fram.
„Ég vænti þess að einhverjir muni koma fram í tónlistar-
húsinu Hörpunni í framtíðinni. Þau eiga mörg framtíðina
fyrir sér sem góðir tónlistarmenn,“ segir skólastjórinn.
Hörpu þarf að orða skýrt
Tónlistarhúsið og tónskóli með sama nafn Þarf að
umorða, segir skólastjóri Nemendur í Hörpu í framtíðinni
Kjartan
Eggertsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harpa Frá athöfninni sl. föstudag þar sem tónlistarhús-
inu var gefið nafn, sem valið var úr fjölda tillagna..
„ÁIN greip jeppann sem varð vélarvana þegar vatnið flæddi
inn. Fyrst vaggaði hann í straumvatninu en síðan grófst hann
niður og varð stöðugri. Við kölluðum strax eftir aðstoð björg-
unarsveitarmanna sem komu á vettvang eftir um klukku-
stund. Okkur sem stóðum á árbakkanum fannst biðin hins
vegar löng og í raun höfðum við tapað tímaskyni þó við vær-
um með klukku,“ segir Björn Valdimarsson frá Akranesi.
Hann var með tíunda mann, sem nokkrir eru í björgunarsveit,
á leið í Þórsmörk á laugardagskvöld á þremur bílum og var sá
fyrsti kominn út í Steinholtsá þegar straumur hreif bílinn og
bar út í miðja á. Þremenningar í bílnum komust upp á þak
bílsins og í gegnum talstöð og síma gerðu Björn og félagar
þeim fljótlega ljóst að hjálp væri á leiðinni. Björgunarsveitum
barst útkall kl. 18:20 á laugardagskvöldið. „Við fórum bæði á
velbúnum bílum auk þess sem bátaflokkur frá Selfossi og
þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út, en báðum var
fljótlega hægt að snúa,“ segir Jón Hermannsson í svæð-
isstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Leiðina í Þórsmörk
segir hann hafa verið torfæra, niðamyrkur og úrhelli.
Þegar björgunarmenn komu að Steinholtsá var stórum
vörubíl bakkað að jeppanum og þannig var þremenningunum
bjargað. Jeppinn var svo dreginn í land og sóttur í gær.
„Þetta var mikil reynsla og maður ber meiri virðingu fyrir
náttúruöflunum eftir þetta,“ segir Björn Valdimarsson.
Ljósmynd/Jón Hermannsson
Bjargað eftir volk í Steinholtsá á Þórsmerkurleið