Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 13

Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 gott í jólamatinn Þökkum frábærar viðtökur www.gottimatinn.is Uppstúfur? Er það einn a f jólasveinunum ? H V ÍT A H Ú S I /S ÍA – 0 9 -1 9 1 7 FORSVARSMENN íslenska safn- aðarins í Noregi hafa afhent Hjálparstofnun kirkjunnar fimm milljónir króna sem hafa safnast í Noregi. Gunnar Hólm, formaður stjórnar safnaðarins, segir að söfn- unin sé enn í gangi. Söfnuðurinn hafi ákveðið í apríl að safna alls andvirði einnar milljónar norskra króna, eða sem svarar rúmum 20 milljónum íslenskra, og þetta sé fyrsti áfanginn í þeirri söfnun. Söfnuðurinn í Noregi gaf 5 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg Afhending Kristján Daðason, ritari stjórnar safnaðarins í Noregi, Jónas Þórisson, framkvændastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, Gunnar Hólm, formaður stjórnar safnaðarins og Nanna Hauksdóttir meðstjórnandi. Börnin okkar, Samtök foreldra- félaga leikskóla, og stjórn Félags leikskólakennara, segja að ekki sé hægt að skera meira niður á leik- skólum. Kristín Bjarnadóttir hjá Sam- tökum foreldrafélaga leikskóla, seg- ir að þegar hafi verið gengið of langt í hagræðingunni og hún bitni á fæði, hreinlæti, búnaði og öryggi barnanna. Hún nefnir að foreldrar barna á nokkrum leikskólum hafi sagt að ekki sé lengur peningur til þess að kaupa ávexti og grænmeti handa börnunum alla daga og svo- kallaðar ávaxtastundir hafi sums staðar verið aflagðar. Á nokkrum stöðum sé boðið upp á pakkasúpur sem séu ekki eins næringarríkar og súpur úr góðu hráefni. Hafragraut- ur sé þrisvar til fimm sinnum í viku en áður hafi líka verið boðið upp á morgunkorn. Brauð sé keypt til þess að rista en annars sé það bakað á leikskólum. „Matseðillinn ræðst mjög mikið af tilboðum í lág- vöruverðsverslunum,“ segir hún og hefur áhyggjur af því að þetta komi niður á gæðum fæðisins. „Það segir enginn að ekki eigi að hagræða og kaupa ódýrt inn en það þarf að vera fjölbreytni og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat.“ Klósettpappír skammtaður Hagræðingin þýðir m.a. að ekki á að ráða í stöður sem losna og skera á niður í afleysingum. Kristín segir að samkvæmt upplýsingum frá leik- skólasviði Reykjavíkur gæti fækkað um 20 stöðugildi í Reykjavík með þessu móti auk þess sem sú breyting að aðstoðarleikskólastjórar verði deildarstjórar sem eigi samt að leysa leikskólastjóra af, þýði enn færri af- leysingar. Ekki séu til peningar til að kaupa kennslugögn, leiktæki eða leikföng og þetta komi niður á kennslunni. Þrif verði skorin niður en það hljóti að skipta miklu máli að þrífa vel í kringum börn sem séu á gólfinu og setji allt upp í sig. Hand- þurrkur víki fyrir handklæðum og klósettpappír sé skammtaður. „Við höfum áhyggjur af öryggi barnanna,“ segir Kristín og bendir á að talað sé um svona hagræðingu í mesta lagi í þrjú ár en það sé tími barnanna á leikskólum og því missi heill árgangur mikið. „Svona „sparnaður“ hefur langtíma afleið- ingar fyrir börnin, bæði hvað varðar menntun þeirra, heilsu og þroska,“ segir hún og bendir á að á liðnu ári hafi fjöldi barna á starfsmann og lágmark fermetra á barn verið fellt úr lögum sem sýni að verið sé að hugsa til lengri en ekki skemmri tíma. Áhyggjur af öryggi barnanna Morgunblaðið/RAX Gaman Í jólaþorpi í Hafnarfirði. Segja að ekki sé hægt að skera meira niður Greint verður frá áhrifum 3- 3,5 milljarða kr. niðurskurðar í grunnskólum á næsta ári á reksturinn og nemendur. Á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.