Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 14

Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 www.noatun.is LAMBAFRAM- HRYGGJANEIÐAR KR./KG 1598 AÐ EIGIN VA LIKR YDDAÐ Nóatún bestir í kjöti 20% afsláttur 1998 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI PIPA R\TBW A • SÍA • 92224 Þetta helst ... ● UTF ehf. hefur hlotið gullvottun Microsoft „og þannig fengið við- urkenningu sem eitt þeirra upplýs- ingatæknifyrirtækja sem hvað mesta þekkingu og reynslu hafa á Microsoft- lausnum hér á landi,“ segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Stutt er síðan UTF var stofnsett, en það hefur starf- að frá því í mars á þessu ári. Sérstaða UTF liggur í mikilli reynslu starfs- manna, að því er segir í tilkynningu. ivarpall@mbl.is Hlýtur gullvottun ● LANDSBANK- INN spáir því að verðbólga milli nóvember og desember mælist 0,6%, að því er fram kem- ur í Hagsjá hag- fræðideildar bankans. Býst bankinn við fremur litlum verðhækkunum á mat- og drykkjarvörum, en telur lík- legt að kaupmenn muni nýta sér aukna neyslu í desember og beita tilboðum til að reyna að laða við- skiptavini til sín. Líklegt megi telja að nokkrar áframhaldandi verð- hækkanir verði á fötum, skóm, hús- gögnum og heimilisbúnaði. Gangi spáin eftir lækkar 12 mán- aða verðbólga úr 8,6% niður í 7,6%, en vísitalan hækkaði um 1,5% í desember í fyrra. Sú hækk- un dettur nú úr tólf mánaða takt- inum, að því er segir í Hagsjá Landsbankans. ivarpall@mbl.is Verðlag LÍ spáir 0,6% hækkun vísitölu. Spáir hjaðnandi verðbólgu í desember Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TILLAGA um 1.800 milljarða dala aukningu á lántökuheimild liggur fyrir í bandaríska þinginu og er sú fjórða sem þingið hefur fjallað um á síðustu átján mánuðum. Samþykki þingið tillöguna hækk- ar hámarksheimild ríkisins til skuldsetningar í 14.000 milljarða dala, en um mitt ár í fyrra var hún milli 10.000 og 11.000 milljarða dala. Ekki er enn ljóst hvort heimildin verður samþykkt, en sumir þing- menn demókrata hafa krafist þess að stigin verði skref í átt að því að laga fjárlagahalla alríkisins. Er hallinn nú um 1.400 milljarðar dala og er gert ráð fyrir því að hann verði samtals um 9.000 milljarðar næstu tíu árin. Svokallaðir Bláu hundar, hópur þingmanna demókrata, sem teljast íhaldssamir í ríkisfjármálum, vilja að settar verði reglur sem geri þinginu skylt að jafna fjárlög. Eigi t.a.m. að auka útgjöld á einu sviði beri að skera niður á öðrum sviðum. Einnig beri að skera niður útgjöld á móti skattalækkunum. Bláu hundarnir eru tiltölulega áhrifamikill hópur innan þingflokks demókrata í neðri deild þingsins og munu gera þingflokksforystunni erfitt fyrir gangi hún ekki að kröf- um þeirra. Dollarinn styrktist nokkuð í vik- unni sem leið og hafði það áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu. Hefur olían ekki verið ódýrari, í dollurum talið, í tvo mánuði eftir að hafa lækkað um 11 prósent og endaði í tæpum 70 tölum á fatið. Gull hefur einnig fallið umtalsvert og er nú í um 1.115 dölum á únsuna eftir að hafa farið yfir 1.200 dali fyrir skömmu. Þá eru einnig merki um að fjárfestar telji að hrávörur eins og olía og gull hafi verið of dýrar og verðið ekki í samræmi við raun- verulega eftirspurn. Undanfarinn mánuð hefur gengi evrunnar fallið um 2,5 prósent gagnvart dollaranum. Ástæðan fyr- ir styrkingu dollarans er sú að nú gera margir ráð fyrir því að seðla- banki Bandaríkjanna fari fljótlega að hækka stýrivexti sína. Spáð er töluverðum hagvexti á fjórða árs- fjórðungi og þykir það benda til þess að rétt sé að herða peningastefnuna. Vilja auka heimildir til skuldsetningar ríkisins  Myndi hækka heimildina í 14 billjónir dala  Fjárlagahallinn er 1.400 milljarðar Washington Bandaríkjaþing ræðir tillögu um auknar lántökuheimildir rík- isins. Ef hún verður samþykkt munu heimildirnar nema 14 billjónum dala. Reuters Í vikunni verður tekin um það ákvörðun í bandaríska þinginu hvort leyfa eigi þarlendum stjórnvöldum að auka enn skuldir ríkisins. Í HNOTSKURN »Fjárlagahalli Bandaríkj-anna er nú í kringum 1.400 milljarða dala. »Búist er við því að sam-anlagður halli á næstu ár- um verði 9.000 milljarðar dala. »Vegna væntinga um stýri-vaxtahækkun vestra hefur gengi dalsins hækkað gagn- vart evru. Á FÖSTUDAGINN var haldið útboð á þeim ríkisbréfum sem enn voru eft- ir af stabbanum sem lagður hafði ver- ið til tryggingar veðlánum hjá Seðla- bankanum og kom að lokum í hlut ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins í fyrra. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að stýrivaxtalækkunin frá því á fimmtudaginn hafi væntanlega komið sér vel fyrir ríkissjóð, „enda lækkaði krafa RIKB13-flokksins strax við opnun markaðar í gær [á fimmtudag] og stóð í 7,32% í dagslok“. Í boði voru RIKB13-bréf að nafnverði 1,1 ma.kr. og reyndist eftirspurn eftir þeim nærri áttföld sú upphæð. ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Golli Vextir Krafa á ríkisbréf lækkaði við stýrivaxtalækkunina. Áttföld eftirspurn Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa lækkaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.