Morgunblaðið - 14.12.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.12.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 SAMAVERÐ fyrir alla jólapakka hvert á land sem er Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3 Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is 790 kr.SKOSKA jólasveinahlaupið fór fram í Edinborg í gærog sem fyrr hlupu mörg þúsund manns, en allur ágóði fer í að láta óskir langveikra barna rætast. Jólasveinabúningur til þess að hlaupa í er innifalinn í 10 punda þátttökugjaldinu (um 2.000 kr.) en 12 ára og yngri greiða fimm pund og fá jólasveinahúfu. JÓLASVEINAR STYRKJA BÖRNIN Reuters SAMKVÆMT útgönguspám er bú- ist við því að Sebastian Pinera hafi fengið flest atkvæði í forsetakosn- ingunum í Chile í gær og hann á mikla möguleika á því að verða fyrsti forseti hægri manna í landinu í hálfa öld. Ekki er samt talið að hann hafi fengið yfir 50% atkvæða og því verði kosið á ný milli tveggja efstu manna 17. janúar nk. Í skoðanakönnun fyrir kosning- arnar mældist Sebastian Pinera með 44% og Eduardo Frei með 31%, en Marco Enriquez-Ominami og Jorge Arrate voru með minna fylgi. Frei er fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Ominami er óháður og Arrate er sósíalisti, sem hefur boðið Frei stuðning í seinni umferðinni og þáði hann stuðninginn. Sebastian Pinera tapaði í kosning- unum á móti sósíalistanum Michelle Bachelet, fyrrverandi varn- armálaráðherra, fyrir fjórum árum og þar með varð hún fyrst kvenna til þess að verða forseti landsins. Lögin banna henni að halda áfram annað kjörtímabil. Hún nýtur mikils stuðn- ings en henni hefur ekki tekist að yf- irfæra hann á Frei, sem var forseti 1994-2000. Pinera er 60 ára og með efnaðri mönnum Chile. Hann hefur lofað 6% hagvexti á ári næstu fjögur árin nái hann kjöri. steinthor@mbl.is Snúningur frá vinstri til hægri Reuters Keppni Barnabarnið á undan Pin- era en hann líklegur sigurvegari. Pinera sigurstranglegastur í Chile LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn hafði í nógu að snúast um helgina vegna mótmælaaðgerða í tengslum við aðildarríkjaþing loftslagssamn- ings Sameinuðu þjóðanna. Alls voru um 1.200 mótmælendur teknir úr umferð, en aðeins örfáir voru ákærðir fyrir lagabrot. Fáir ákærðir Á laugardag voru 968 manns handteknir og þrír þeirra ákærðir fyrir brot á lögum. Af 233 hand- teknum í gær voru átta manns ákærðir. Mótmælendur, sem handteknir voru, gagnrýndu lögregluna fyrir aðgerðirnar, en þeim var gert að sitja á köldu malbikinu í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru færðir til yfirheyrslu. Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram en einhverjir mótmælendur brutu rúð- ur og aðrir skutu upp flugeldum. Lögreglan sagði að fjölmennur hópur mótmælenda hefði verið með grímur og það væri ólöglegt í mót- mælum í Danmörku. Margir hefðu verið handteknir og tíma hefði tekið að færa þá til yfirheyrslu. Reuters Fjölmenni Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Kaupmannahöfn. Um 1.200 tekn- ir úr umferð Mótmælaaðgerðir í Kaupmannahöfn SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, var í gærkvöldi fluttur á sjúkrahús í Míanó til næturdvalar að minnsta kosti eftir að ráðist var á hann að loknum stjórnmálafundi í ítölsku borginni. Ítalska fréttastofan Ansa sagði að tvær tennur hefðu brotnað í for- sætisráðherranum auk þess sem hann skarst á vör og í nefi. Árásarmaðurinn náðist þegar og var sagt að hann ætti við geðræn vandamál að stríða, en sagt var að hann hefði slegið Berlusconi með þungri afsteypu af dómkirkjunni í Mílanó þegar forsætisráðherrann gaf nærstöddum eiginhandaráritun. Reuters Blóðugur Berlusconi eftir árásina. Ráðist á Silvio Berlusconi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.