Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00
föstudaginn 18. desember 2009.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu-
leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á
heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010.
Heilsa og
lífsstíll
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
heilsu og lífstíl mánudaginn
4. janúar 2010.
Meðal efnis verður:
Hreyfing og líkamsrækt.
Hvað þarf að hafa í ræktina.
Vinsælar æfingar.
Heilsusamlegar uppskriftir.
Andleg vellíðan.
Bætt heilsa.
Ráð næringarráðgjafa.
Umfjöllun um fitness.
Jurtir og heilsa.
Hollir safar.
Ný og spennandi námskeið
á líkamsræktarstöðvum.
Skaðsemi reykinga.
Ásamt fullt af
fróðleiksmolum og
spennandi viðtölum.
NÚ FER í hönd sá
tími sem við fögnum
fæðingu Frelsarans, þá
er hollt að muna eftir
þakklætinu. Hverjum
Íslendingi ætti að vera
skylt að krjúpa í þögulli
auðmýkt og þakka
drottni fyrir þá náð, að
hafa fæðst á Íslandi. Ég
nenni ekki að blanda
mér í deilur um trúar-
brögð, á Íslandi ríkir trúfrelsi, þannig
að ef einhverjum sem er byrjaður að
lesa þessa grein líkar ekki kristileg
umræða, þá getur viðkomandi rennt
augunum framhjá og lesið eitthvað
sem betur hentar. En aftur að kjarn-
anum. Um þessar mundir telja margir
að við göngum í gegnum miklar hörm-
ungar. Þeir sem kynnt hafa sér kristna
trú vita að við búum í ófullkomnum
heimi þar sem allt getur gerst. Vissu-
lega er margt sem mætti betur fara,
en að tala um hörmungar, það er of-
mælt. Við höfum ágætt heilbrigð-
iskerfi, allflestir hafa mat og húsaskjól,
við búum hvorki við stríð né skoð-
anakúgum af hálfu stjórnvalda. Ég
hvet þá sem þetta lesa til að velta fyrir
sér ástæðunni fyrir því, að við fædd-
umst hér á Íslandi, þar sem friður rík-
ir, en ekki í Palestínu, þar sem enginn
er öruggur um líf sitt eða ástvina
sinna. Víða í hinum stóra heimi vofir
sú hætta yfir að börn séu skotin. Það
er óþekkt hér á landi. Yfir hverju er þá
verið að kvarta? Jú við göngum í gegn-
um tímabundna peningaerfiðleika. Ef
við hittum einhvern frá stríðshrjáðu
landi og færum að bera okkar vanda-
mál á torg fyrir hann, þá væri það eins
og að sitja á líknardeild, við sjúkrabeð
deyjandi manns, og barma sér yfir
þrálátu kvefi. Okkar vandamál eru
léttvæg í hnattrænu tilliti. En nöldur
er Íslendingum á tungunni tamt, hver
kannast ekki við að vera fúll eftir góða
sumardaga þegar fer að
rigna. Við búum við
óstöðugt veðurfar, þann-
ig að langt tímabil góð-
viðris er ekki sjálfgefið.
Einnig er augljóst mál,
að peningalegt góðæri
getur ekki varað að ei-
lífu, sérstaklega ekki hjá
þjóð, sem er nýskriðin út
úr moldarkofum inn í
nútímann. En meðan
góðærið var og hét töp-
uðu menn sér gjör-
samlega, tóku lán fyrir
öllu mögulegu og skuldsettu sig í botn.
Menn gleymdu því að lán þarf að
borga til baka og þótt menn hafi góðar
tekjur, þá er ekkert sem segir hve
lengi það varir. Heilsuleysi getur kom-
ið fyrirvaralaust og ýmislegt annað,
sem verður til þess að menn lækka í
tekjum. Þess vegna þarf að sýna fyr-
irhyggju og eyða ekki um efni fram.
Margt hefði mátt betur fara í lands-
stjórninni, eftir á að hyggja. Maðurinn
er í eðli sínu ófullkominn, það vita
flestir. En ef stjórnmálamenn gera
mistök verður allt vitlaust! Ég tilheyri
þeim hópi manna, sem hafa tilhneig-
ingu til mistaka, sökum minna bresta,
þannig að ég get skilið stjórn-
málamenn. Þeir eru mannlegir eins og
ég. Ég er fús til að fyrirgefa útrás-
arvíkingum og stjórnmálamönnum sín
mistök, því það er skylda kristinna
manna. „Fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.“ Ég vona nefnilega að
enginn erfi það við mig, þótt ég geri
eitthvað rangt, „Allt sem þér viljið að
aðrir menn menn geri yður, það skul-
uð þér og þeim gera.“ Framanrituð
orð voru sögð af eina manni sögunnar,
sem var fullkominn og gerði aldrei
mistök. Ég ætla líka í tilefni jólanna að
fyrirgefa ríkisstjórninni skattahækk-
anir og önnur afglöp, minnugur orða
Krists: „Faðir fyrirgef þeim, því þeir
vita ei hvað þeir gera.“ Reiði gerir
engum manni gott, við skulum muna
að sýna öllum mönnum kærleika. Við
getum þakkað drottni að við getum
þolað tímabundna vinstristjórn, þjóð-
félagið hefur svo sterka innviði. Í ljósi
sögunnar endast þær sjaldan lengi.
Hinn algóði himnafaðir hefur miklar
mætur á þessari þjóð, af ástæðum sem
ég ekki þekki. En ég er honum þakk-
látur mjög og þakka honum í öllum
mínum bænum fyrir að hafa fæðst á
Íslandi. Ég er frjáls til að gera það
sem ég vil, ég hef nóg að borða og ég
þarf ekki að óttast um líf mitt eða fjöl-
skyldu minnar, hér er enginn byssu-
glaður her. Við skulum muna að vera
þakklát fyrir það sem við höfum, í stað
þess að vera sífellt að nöldra yfir því
sem við höfum ekki. Góð og guðhrædd
kona sagði eitt sinn við mig: „Það sem
þú ert er gjöf frá Guði til þín, það sem
úr þér verður er gjöf frá þér til Guðs.“
Notum jólin til að gefa hvert öðru kær-
leik, horfum til þeirra sem minna
mega sín og sendum þeim í það
minnsta fallegar hugsanir. „Allt sem
þér gerðuð einum minna minnstu
bræðra, það hafið þér gert mér,“ sagði
Kristur forðum.
Við skulum einnig nota þennan tíma
til að líta yfir farinn veg og sjá hvað við
höfum það gott. Horfum í tær augu
barnanna okkar því þar býr fegurðin
og Guð. Við skulum ekki fjargviðrast
yfir peningamálunum, peningarnir
koma aftur, en ekki hrunin heilsa eða
látnir ástvinir. Til eru þeir sem standa
verulega illa að vígi fjárhagslega, sum-
ir eru búnir að missa heimili sín og
tapa miklu fé. Þá reynir oft á hjóna-
böndin. Við þá vil ég segja; ræktið ást-
ina, því enginn getur tekið hana frá
ykkur, hlúið að börnunum, leyfið ykk-
ur að gráta saman því það hreinsar
sálina og munið umfram allt, að ef
heilsan er í lagi, þá bjargast allt á end-
anum.
Þakklæti
Eftir Jón Ragnar
Ríkarðsson
» Vissulega er margt
sem mætti betur
fara, en að tala um
hörmungar, það er
ofmælt.
Jón Ragnar Ríkarðsson
Höfundur er sjómaður.
ÉG HEF lengi átt
bágt með að sjá hvers
vegna ungt fólk ætti
að vilja ganga í Evr-
ópusambandið og
hvað það hefur að
sækja þangað. Því
meira sem ég les um
ESB, því erfiðara á
ég með að sjá að sam-
bandið þjóni hags-
munum ungs fólks
sérstaklega. Reyndar
er ég þeirrar skoðunar að það
skipti afar litlu máli hvað maður
er gamall, það er alltaf jafn-
ömurlegt að búa í ríki innan ESB.
Fyrir tilviljun rakst ég á grein
um daginn, undir fyrirsögninni
„ESB fyrir unga fólkið“. Undir
þessa grein skrifa Sema Erla
Serdar og Ingvar Sigurjónsson
en þau eru formaður og varafor-
maður ungra Evrópusinna. Ég las
þessa grein í von um að þau
Sema og Ingvar gætu svarað
spurningunni minni – hvers
vegna í ósköpunum ungt fólk ætti
að vilja ganga þarna inn?
Því miður var fátt um svör.
Þau minntust á Ungmennaáætlun
Evrópusambandsins – sem við er-
um reyndar þegar þátttakendur í
– og svo lægri skólagjöld. Ekki er
fleiri rök að finna í þessari grein.
Og fyrst lág skólagjöld eru efst
í huga ungra Evrópusinna, mætti
í því samhengi rifja upp að Ísland
myndi alltaf borga meira til sam-
neyslu og styrkjakerfis ESB en
það fengi frá ESB, væri Ísland
þar inni. Þetta er vegna þess að
framlög miðast við þjóðartekjur á
mann – og á Íslandi eru þær
langt yfir meðallagi innan ESB.
Ef við ætlum að niðurgreiða
skólagjöld íslenskra námsmanna í
útlöndum – væri þá ekki vel til
fundið, þegar við réttum úr kútn-
um að íslenska ríkið styrkti ís-
lenska stúdenta til náms erlend-
is? Það væri að minnsta kosti
miklu hagkvæmara en að greiða
ESB morð fjár til þess svo að
niðurgreiða nám fyrir íslenska
stúdenta.
Ég hef endrum og sinnum velt
því fyrir mér hvernig það væri að
búa á Íslandi ef sjónarmið Evr-
ópusinna verða ofan á og við
hreinlega göngum inn í ESB.
Lítum aðeins til framtíðar,
kannski tíu, tuttugu ár fram í
tímann og ímyndum okkur Ísland
innan ESB.
Hversu miklu þurftum við að
fórna fyrir inngönguna í „fyr-
irheitna landið“ sem Eiríkur
Bergmann og félagar lofuðu okk-
ur? Fiskurinn í sjónum er ekki
lengur okkar – heldur kvóti í eigu
sjómanna í Bretlandi, Portúgal,
Spáni og víðar, allar landbún-
aðarvörur koma aðsendar frá
Evrópu því það eru engir bændur
á Íslandi lengur, Alþingi er að
mestu leyti valdalaust og við er-
um ennþá að bíða eftir evrunni
þar sem við uppfyllum ekki ennþá
Maastricht-skilyrðin. Og hvað
fengum við í staðinn?
Unga fólkið greiðir lægri skóla-
gjöld en áður en það skiptir engu
máli því það fær enga vinnu. At-
vinnuleysið er 8,3%, tvöfalt hærra
hjá ungu fólki en samt er það
undir meðaltali innan Evrópu-
sambandsins. Við eigum þrjú at-
kvæði af 350 í ráðherraráðinu
sem er innan við 1% og 5 atkvæði
af 750 á Evrópuþinginu í Brussel
sem er um 0,6% atkvæða. Við er-
um langminnsta ríkið í Evrópu-
fjölskyldunni – en við erum ekki
einu sinni litli bróðir heldur bara
litli puttinn á litla bróður.
Við hugsum kannski oft til þess
hvernig það væri að vera komin
út úr sambandinu en leiðin þang-
að út er svo torveld og löng að
við nennum því ekki.
Að auki hefur ríki
sem segir sig úr sam-
bandinu enga milli-
ríkjasamninga og það
tekur mörg ár að
koma þeim á aftur.
Við einfaldlega þor-
um ekki.
Hver er svo staðan
í dag? Það er stað-
reynd að fjöldi ungs
fólks íhugar land-
flótta – ef það er ekki
farið nú þegar. Með
öðrum orðum er gríð-
arlegur spekileki yfirvofandi. Ef
þetta burðuga unga fólk flýr land
í unnvörpum er okkur mikill
vandi á höndum.
Til eru stjórnmálamenn – æðstu
ráðamenn þessa lands – sem
halda því fram að aðild að Evr-
ópusambandinu sé lausnin á
vandamálum okkar og muni
tryggja að unga fólkið haldist
heima. Þeir ýta undir ýmsar mýt-
ur sem eiga sér litla stoð í raun-
veruleikanum.
Þeir vilja halda því fram að Ís-
land muni ná góðum samningum
við sambandið – að viðræðurnar
verði bara eins og hlaðborð sem
hægt er að velja girnilegustu rétt-
ina og sleppa hinum. Í sögu ESB
hefur engin þjóð hlotið heiðurs-
aðild að bandalaginu nema
kannski gamla Kola- og stál-
bandalagið (sem við tilheyrum að
sjálfsögðu ekki).
Engin smáríki hafa fengið að
beygja, hvað þá brjóta reglur
ESB og það er óskhyggja að
halda að Ísland fengi varanlegar
undanþágur frá sameiginlegu
fiskveiðistefnunni, landbún-
aðarstefnunni, tollastefnunni eða
öðru reglugerðafargani. Það verð-
ur ekki samið – ESB er heil-
steyptur pakki sem þjóðir taka
við í heild sinni eða sleppa með
öllu.
Ástæðurnar fyrir því að ganga
ekki í ESB eru svo margar og
veigamiklar að hvorki evrurökin,
lág skólagjöld né loforð jafn-
aðarmanna um ódýrar kjúklinga-
bringur duga til að réttlæta aðild.
Erum við virkilega tilbúin að
fórna fullveldinu, fæðuöryggi,
samningsfrelsi og umráðum yfir
auðlindunum fyrir þetta ? Ég á
mjög bágt með að trúa því.
Ef það er einlægur ásetningur
ráðamanna okkar að ganga inn í
Evrópusambandið, myndi ég held-
ur vilja vera níræð en nítján ára
svo ég þyrfti að horfa sem styst
upp á Ísland sem sjávarþorp í
Evrópu.
Framundan er löng og ströng
barátta. Lýðræðislega kjörnir
fulltrúar okkar kusu að sækja um
aðild að Evrópusambandinu,
þvert á þjóðarvilja; við töpuðum
kannski orrustunni en stríðið en
ennþá í fullum gangi. Sjáum nú til
þess að þjóðin kjósi rétt loksins
þegar samningurinn verður lagð-
ur fyrir hana. Það gerum við með
upplýstri umræðu því vel upplýst
þjóð kýs gegn ESB-aðild. Gerum
það fyrir unga fólkið og komandi
kynslóðir því það eru þau sem
erfa landið.
Unga fólkið
og ESB-aðild
Eftir Brynju Björgu
Halldórsdóttur
» Ástæðurnar fyrir því
að ganga ekki í ESB
eru svo margar og
veigamiklar að hvorki
evrurökin, lág skóla-
gjöld né loforð jafn-
aðarmanna um ódýrar
kjúklingabringur duga
til að réttlæta aðild.
Brynja Björg
Halldórsdóttir
Höfundur er laganemi og
stjórnarmaður í Heimssýn.