Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 21
Umræðan 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Neyðarkall
frá Fjölskylduhjálp Íslands
Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem
minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að-
stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar.
Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti
haldið gleðileg jól.
Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4
í Reykjavík þriðjudaga kl. 9-13, miðviku-
daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar
Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892
9603. Einnig er tekið á móti framlögum á
reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr.
101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang:
fjolskylduhjalp@simnet.is
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is
Pantaðu tíma í fría
heyrnarmælingu í síma
568 6880
Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja
frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg
bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en
nokkrun tímann fyrr.
Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni.
Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og
heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni.
Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum.
Heyrðu betur
með vönduðu
heyrnartæki
www.heyrnartækni . is
NÚ LÍÐUR senn
að jólum og hafinn sá
tími, þegar fólk
sleppir fram af sér
beislinu og fyllist
kaupæði, því ekkert
má vanta til hátíð-
arinnar, af gjöfum,
skreytingum, fötum,
mat og drykk. Og
alltof margir skuld-
setja sig svo með
Vísa og yfirdrætti, að þeir verða
vart borgunarmenn. Og ekki dreg-
ur kreppan úr kaupæðinu þetta
árið, því spáð er sömu jólaverslun
í ár eins og var í fyrra. Enda er
hvorki hægt að horfa á sjónvarp
eða lesa blöðin fyrir auglýsingum,
sem hvetja fólk til að taka þátt í
kaupæðinu. Og Hagkaup býður
allan jólapakkann upp á krít. Og
sænska verslunarkeðjan auglýsir
tveimur mánuðum fyrir jól: Jólin
byrja í IKEA.
Það er líka skrítið að sú hátíð
sem kennd er við fæðingu frels-
arans, skuli ganga út á þetta. Sem
er ekkert annað en Mammons-
dýrkun. Og sagði ekki frelsarinn
að við gætum ekki bæði þjónað
Guði og Mammon, því við yrðum
að velja. Og hann sagði einnig, að
við ættum ekki að safna okkur
fjársjóði á jörðu. En
samt rembast menn
við það, að reyna að
auðgast og tilbiðja
þannig Mammon í
stað Frelsarans, en
segjast svo vera
kristnir.
Maður einn fullyrti
við mig, er við rædd-
um þetta, að við Ís-
lendingar hefðum
breyst úr nægjusömu
alþýðufólki, sem lét
hvern dag hafa sína
þjáningu, í harða kapítalista, þeg-
ar kaninn kom hingað í stríðslok
og bauð kotbændum og sjóurum
vinnu, sem svo var greidd með
peningum, en ekki með vöruskipt-
um eins og þá var oftast háttur.
Og þá fundu Íslendingar pen-
ingalyktina enda með fulla vasa af
dollurum. Ekki var það nóg, því
einmitt þá kynntust Íslendingar
kapítalismanum og hvernig hann
virkaði. Síðan hafa Íslendingar
verið kapítalistar, að und-
anskildum nokkrum kommum sem
hér hafa búið. Og síðan apað allt
eftir kananum, hvort sem það hef-
ur verið gott eða illt. Enda var
það upphaf bankahrunsins, að
ungir bankastjórar á ofurlaunum
lærðu af kananum, hvernig menn
eiga að plata viðskiptavininn. og
ná af honum hverjum eyri og síð-
an að láta þjóðina borga brúsann.
Og þeirra stærsti kennari í því var
Enron svikamyllan. Ekki skal ég
mótmæla þessu.
Margur verður af aurum api
segir máltækið. Og það hefur líka
verið staðfest í bankahruninu.
Sem svo þýðir að flestir menn
hafa ekki skynsemi til að eiga
mikið af peningum, né að eiga
möguleika á endalausum lánum, til
að kaupa hús eða bíla. Að ég tali
nú ekki um að fá yfirdrátt á reikn-
inginn. Hann virðist þá missa alla
mannlega skynsemi og hverfur til
upphafsins og verður api, sem
skilur svo ekki hvort hann er að
tapa eða græða. En þó finnst hon-
um alltaf að hann sé að græða,
þangað til hann er gerður gjald-
þrota.
En samt þráir hann velgengni,
án þess að gera sér grein fyrir því
að leyndardómurinn við velgengni
er nægjusemi. Það er, að vera
sáttur með það sem maður hefur
og á. Og sá sem það kann, biður
ekki um meira, né reynir að ná
sér í það, sem hann þarf ekki á að
halda. Og því til stuðnings get ég
fullyrt að ef við hefðum kunnað að
lifa í nægjusemi, þá hefði aldrei
orðið hér bankahrun. Því það var
græðgin sem varð okkur að falli.
Græðgi þeirra sem stjórnuðu.
Græðgi bankastjóranna, sem
sköpuðu sér ofurlaun og fannst
þeir eiga það skilið. Og kannski
vegna þess hvernig þeim tókst að
plata Breta og Hollendinga með
Icesave reikningunum, sem við
þurfum nú að borga. Græðgi pen-
ingamannanna sem fóru í víking á
einkaþotum að kaupa á ofurverði
verslanakeðjur og flugfélög. Og
nú eru flestir þeirra flúnir til út-
landa.
Páll postuli sagði hinum unga
trúbróður sínum, Tímóteusi, að
nægjusemin væri mikill gróðaveg-
ur, vegna þess að við hefðum ekk-
ert flutt með okkur inní þennan
heim, og gætum heldur ekki flutt
neitt með okkur út aftur. Það sé
því tilgangslaust að safna auði hér
á jörðu, því við förum tómhent yf-
ir í eilífðarlandið. Þetta segir mér
að það fara engir gámar né verð-
bréf með kistunni. Páll sagði líka,
að ef við höfum fæði og klæði þá
látum það nægja, því að þeir sem
ríkir vilja verða falla oftast í
freistni og snöru og alls kyns
óviturlegar og skaðlegar fýsnir,
því fégirndin er oftast rót þess
sem illt er. og vitna ég enn í
bankahrunið. Það var einmitt fé-
girndin, og hún er systir græðg-
innar, sem rak menn til þess að
gera þá hluti, sem síðan kom okk-
ur um koll. Og það sem verra er,
þá breytist fégirndin oftast í fíkn.
og þegar hún svo ræður ríkjum,
þá verða menn stjórnlausir, sem
svo leiðir til þess, fyrr en síðar,
að þeir valda sjálfum sér og öðr-
um mörgum harmkvælum. Þetta
er því eins og alkóhólismi og eit-
urlyfjafíkn.
Nú fer þetta ár að líða í ald-
anna skaut og kemur vonandi
aldrei til baka. Allavega þurfum
við Íslendingar að standa vörð um
það að svona hlutir gerist ekki
aftur. Við þurfum að hverfa til
baka til að læra af forfeðrum okk-
ar og hvernig á að stjórna land-
inu. Og hvernig á að lifa góðu lífi
í nægjusemi og sjálfstjórn. Við
þurfum því að forðast pen-
ingagræðgi, en stunda réttlæti,
kærleika, stöðulyndi og hógværð.
og kenna börnunum okkar það,
því þau eiga að erfa landið. Þá
mun Ísland blómstra á ný.
Margur verður af aurum api
Eftir Hafstein
Engilbertsson » Því það var græðgin
sem varð okkur að
falli. Græðgi þeirra sem
stjórnuðu. Græðgi
bankastjóranna, sem
sköpuðu sér ofurlaun og
fannst þeir eiga það
skilið.
Hafsteinn Engilbertsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
ENN RÆÐST
Birna Lárusdóttir
bæjarfulltrúi á
Ísafirði gegn okk-
ur talsmönnum
Samtaka um betri
byggð í Morg-
unblaðsgrein 4.
desember sl. fyrir
að verja hagsmuni höfuðborgarbúa
og mikils meirihluta annarra lands-
manna. Verðmæti lands í Vatnsmýri
er a.m.k. 100.000.000.000 kr. ef
byggt er þar fyrir 45.000 íbúa og
störf. Ríkisrekinn Reykjavík-
urflugvöllur hefur aldrei greitt lóð-
arleigu en sé reiknað með lágu gjaldi
líkt og þegar sumarhúsalönd eru
leigð út ódýrt á 3% á ári af verðmæti
lands sést að Reykjavíkurborg, sem
á 2⁄3, lætur hjá líða að rukka
2.000.000.000 kr. af flugvallarrekstr-
inum. Um 9% landsmanna nota inn-
anlandsflug einu sinni eða oftar á ári
og er eðlilegt að ríkissjóður rukki
flugreksturinn í Vatnsmýri um lóð-
arleigu vegna síns þriðjungshlutar
eða um 1.000.000.000 kr á ári því það
er ósanngjarnt að 91% Íslendinga,
sem fljúga sjaldan eða aldrei, greiði
niður flugið fyrir þá fáu, sem fljúga.
Miðað við að 400.000 farþegar komi
eða fari um Reykjavíkurflugvöll á
ári þarf að rukka hvern þeirra um
7.500 kr. (5.000 kr. til borgar, 2.500
kr. til ríkis) til að standa undir eðli-
legri lóðarleigu í Vatnsmýri. Við
mælum ekki með því að flugvöllur
verði áfram í Vatnsmýri og að rekst-
urinn borgi svona lóðarleigu heldur
að lóðin fari í eðlilega notkun undir
þétta og blandaða miðborgarbyggð.
Ljóst er að um leið og rukkuð er lóð-
arleiga verður flugstarfsemin sam-
stundis flutt á annan þjóðhagslega
arðsamari stað. Birna Lárusdóttir
stærir sig af því, líkt og ýmsir aðrir
flugvallarsinnar, að einhver könnun
sýni meirihlutastuðning við þeirra
málstað, reyndar eftir mikla
áróðursherferð, en hún gleymir einu
marktæku viðhorfskönnuninni. Árið
2001 samþykktu Reykvíkingar í al-
mennri kosningu að völlurinn færi
úr Vatnsmýri eigi síðar en 2016.
Völlurinn svipti Reykvíkinga sjálf-
stæði sínu í skipulagsmálum. Hann
olli stjórnlausri útþenslu byggðar,
bílasamfélagi án hliðstæðu og jók
vægi stofnbrauta á höfuðborg-
arsvæðinu. Stofnbrautir, vegafé,
flugvöllur og lofthelgi yfir borginni
eru á valdi samgönguráðherra, sem
ræður þannig öllu sem máli skiptir
um þróun höfuðborgarinnar.
Við endurskoðun aðalskipulags
Reykjavíkur þarf að marka nýja
stefnu inn á við. Með 45.000 íbúum
og störfum í Vatnsmýri stöðvast
stjórnlaus útþensla byggðar, víta-
hringur bílasamfélagsins rofnar og
skilyrði skapast fyrir skilvirka
menningarborg. Akstur á höfuð-
borgarsvæðinu minnkar um allt að
40% á 20 árum og munar um minna,
hann kostar nú röska 200 milljarða
kr. á ári. Of oft hafa samgöngu-
yfirvöld sóað fé og tækifærum, m.a. í
flugvöll í Vatnsmýri 2002, í færslu
Hringbrautar 2004 og í Héðinsfjarð-
argöng 2009. Nú áforma þau nýja
flugstöð í Vatnsmýri fyrir milljarða
kr., flugstöð, sem þau kalla sam-
göngumiðstöð, til þess eins að breiða
yfir þann augljósa tilgang að festa
flugvöllinn í
sessi. Borgaryf-
irvöldum ber að
hindra þetta
skemmdarverk.
Kjósendur
munu fylgjast
vel með stjórn-
málaflokkunum
í aðdraganda
borgarstjórn-
arkosninga til
þess m.a. að
kanna hvernig
þeir standa sig í
þessu stóra máli við gerð nýs aðal-
skipulags Reykjavíkur á næsta ári.
Borgin niðurgreiðir innan-
landsflugið stórlega
Eftir Einar
Eiríksson,
Gunnar H.
Gunnarsson og
Örn Sigurðsson
» Við mælum ekki með
því að flugvöllur
verði áfram í Vatnsmýri
og að reksturinn borgi
svona lóðarleigu heldur
að lóðin fari í eðlilega
notkun undir þétta og
blandaða miðborg-
arbyggð.
Örn Sigurðsson
Einar Eiríksson er framkvæmda-
stjóri, Gunnar H. Gunnarsson verk-
fræðingur og Örn Sigurðsson arki-
tekt. Höfundar eru í framkvæmda-
stjórn Samtaka um betri byggð.
Gunnar H. Gunnarsson Einar Eiríksson