Morgunblaðið - 14.12.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.12.2009, Qupperneq 23
Umræðan 23BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 DAGUR rauða nefsins var haldinn föstudaginn 4. desember. Var þetta í annað skiptið sem deginum er fagnað hérlendis en hugmyndin á rætur sín- ar að rekja til Bretlands þar sem hóp- ur grínista vildi nota hæfileika sína til góðra verka. Markmiðið er að fá sem flesta til að gera sér glaðan dag um leið og stutt er við verðugt málefni. Hérlendis lagði fjöldi listafólks til hæfileika sína og vinnu með afar óeig- ingjörnum hætti til að gera dag rauða nefsins að veruleika. Föstudaginn 4. desember fengu landsmenn að njóta allra þeirra bestu grínhliða í söfn- unarþætti fyrir Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna (UNICEF). Fyrir alla þá mikilsverðu vinnu erum við sem stöndum að UNICEF á Íslandi afar þakklát. Íslendingar gjafmildir í skugga efnahagsþrenginga Söfnunin þann 4. desember gekk von- um framar og fóru framlög frá ís- lenskum almenningi fram úr björt- ustu vonum skipuleggjenda. Enn og aftur sannaðist að Íslendingar láta sig réttindi og neyð barna varða – bæði á Íslandi sem og í fjarlægum löndum. Drifkrafturinn hér að baki er sú sannfæring að öll börn eigi rétt á mannsæmandi lífi; að hvert einasta barn eigi rétt á heilsuvernd, menntun og vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Það gera sér ekki allir grein fyrir hve miklu UNICEF getur áorkað fyrir framlög frá fámennri þjóð eins og hinni íslensku. Til að varpa á það örlitlu ljósi nefnum við sem dæmi að vegna örlætis Íslendinga á degi rauða nefsins getur UNICEF útvegað bóluefni gegn mislingum fyrir rúma sjö og hálfa milljón barna, en þessi skelfilegi sjúkdómur leggur tæplega tvö hundruð þúsund börn í valinn á hverju ári. Það er því ljóst að með framlagi sínu hafa Íslendingar snert og bjargað lífum ótal bágstaddra barna í fátækari ríkjum heims. Stærri gjöf er ekki hægt að veita. Fyrir hönd þeirra barna sem njóta góðs af framlagi Íslendinga þakkar UNICEF á Íslandi landsmönnum kærlega fyrir og óskar þeim gleði- legra jóla. ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR stjórnarformaður UNICEF STEFÁN INGI STEFÁNSSON, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Gleði á degi rauða nefsins Frá Þórunni Sigurðardóttur og Stefáni Inga Stefánssyni Stefán Ingi Stefánsson Þórunn Sigurðardóttir ÁSTAND þjóðfélagsins þá mánuði sem liðnir eru frá hruni einkabank- anna og reyndar flestra fjár- málastofnananna á sér engan sam- anburð í Íslandssögunni. Kröftug mótmæli enduðu með stjórnarslitum þeirra flokka sem stóðu hina marg- umtöluðu vakt í aðdraganda og eft- irleik hrunsins. Síðan birtust Icesave skuldirnar smám saman sem og aðr- ar skuldir. Á líkan hátt og borgarís sem rekur að landi, fyrst sést mein- laus toppurinn í fjarska, en við ströndina er hann orðinn risavaxinn, ógnvekjandi og óviðráðanlegur. Kannski má líkja þessu við Sturl- ungaöld, nema að nú flýtur ekki blóð. Höfðingjar bárust þá á banaspjót um yfirráðin og að endingu gekk þjóðin Noregskonungi á hönd. Kannski fyrst og fremst til að koma í veg fyrir meira mannfall. Síðan eru liðnar sjö og hálf öld og höfum við haldið friðinn að mestu. Í staðinn var stundað þrætubókarlist hvers konar og valda- brölt. Eftir að frelsi og lýðræði var komið á urðu átökin á pólitíska svið- inu eins hatrömm og hugsast getur. Persónuleg, óvægin og ætíð háð í ná- vígi til þess að skapa sínum flokki sem besta stöðu sem og hans stefnu- málum. Við höfum blessunarlega að langmestu verið laus við bein hern- aðarátök en ef við sækjum samlík- ingu við þau má segja að við stöndum í stríði. alla vega fjárhagslegu við aðr- ar þjóðir. Á meðan ríkir hér borg- arastyrjöld innanlands, alla vega leit að sökudólgum og ábyrgðarmönnum hrunsins sem og þeim sem fóru á svig við lög og reglur. Og meðan vill rúm- ur þriðjungur þjóðarinnar draga okk- ur okkur langleiðina inn í Evrópu- sambandið þar sem býður okkar 500 miljóna manna ríkjasamband. Þetta sama samband, sem við, með aðild okkar að EES í bland við eigin sof- andahátt og aðgátsleysi, kom okkur í þessa stöðu sem við erum nú í. Meðan á þessu stendur er gengið í hvers annars skrokk í sölum Alþingis og þá helst í nafni og með hag sins flokks að markmiði. Ekki þarf mikinn hern- aðarfræðing til að sjá að þetta er von- laus vígstaða sem við Íslendingar er- um komnir í. Við þurfum því að breyta henni okkur í vil hið fyrsta. SIGURÐUR INGÓLFSSON, sjálfstætt starfandi. Að standa sig fyrir sinn flokk Frá Sigurði Ingólfssyni Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson efstir hjá BR Cavendish tvímenningi Brids- feálgs Reykjavíkur lauk með sigri Jóns Baldurssonar og Þorláks Jóns- sonar. Lokastaðan var þessi Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson 1732 Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 1413,5 Sveinn R Eiríksson - Ómar Olgeirss. 1401 Kristinn Þórisson - Ómar F. Ómarss.. 1032,5 Símon Símonars. - Birkir Jónsson 1006 Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldurss. 639 Næst verður jólasveinatvímenn- ingur BR Bridsfélag Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar hófst mánudaginn 7. desember með þátttöku 14 sveita. Sveit Guðlaugs Sveinssonar var óstöðvandi fyrsta kvöldið og er með fullt hús stiga eftir 2 leiki. Efstu sveitir: 50 Guðlaugur Sveinsson 41 Högni Friðþjófsson 36 Sæblik 36 María Haraldsdóttir 35 Ingimundur 1 og 8 Spilmennska hefst kl. 19 í Flata- hrauni 3 Hafnarfirði. Tveir 16 spila leikir á kvöldi. Tvö kvöld fyrir ára- mót og áframhald á nýju ári. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni í Ásbyrgi í Stangarhyl fimmtudag 10. des. Spilað var á 11 borðum Meðalskor 216. Úrslit í N-S Magnús Oddson - Oliver Kristóferss. 251 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnss. 231 Sigurður Jóhannss. - Siguróli Jóhannss 228 Ægir Ferdinandss. - Þröstur Sveinss. 222 A-V Örn Ingólfsson - Örn Ísebarn 276 Hilmar Valdimarsson - Óli Gíslason 274 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 246 Helgi Hallgrímss. - Jón Hallgrímss. 242 Guðrún og Haukur unnu minningarmótið í Gullsmára Spilað var á 13 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 10. desember. Úrslit í N/S: Guðm.Magnúss. - Leifur Kr.Jóhanness. 344 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 326 Þorsteinn Laufdal - Jón Stefánsson 321 A/V Ernst Backman - Hermann Guðmss. 329 Bent Jónsson - Garðar Sigurðsson 316 Díana Kristjánsd. - Ari Þórðarson 302 Og efstu pör í Minningarmóti um Guðmund Pálsson, sem lengi var forvígismaður félagsins, urðu: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 1283 Þorsteinn Laufdal - Jón Stefánsson 1236 Ármann J.Láruss. - Sævar Magnúss. 1226 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 1196 Guðm. Magnúss. - Leifur Jóhanness. 1181 Spilað í næstu viku að venju. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bænin er and- ardráttur trúarinnar. Án bænarinnar deyr trúin, líf hennar fjarar út. Því er bænin lykil- atriði í trúarlífi sér- hvers manns. Til þess að trúin nái að vaxa og þroskast með ein- staklingnum verður hún að vera lifandi. Og lifandi verður hún að- eins ef við eigum sjálf samfélag við Guð, mót við hann og samtal. Þar er bænin svo mikilvæg. Bænin er líf í sjálfu sér, lífgefandi fyrir sálina, fyrir trúna. Mikilvægt er að bænin sé í takt við líf mannsins, að hún falli að hrynjanda lífsins. Því er svo gott að biðja morgunbænar, kvöldbænar, borðbænar o.s.frv. og vera í takt við það sem gerist í iðu dagsins. Bænin þarf ekki að taka langan tíma, enda er það afstætt hvað er „langur tími“. Mikilvægt er þó að sá tími sem þú gefur þér til bæna sé notaður til bæna en ekki ein- hvers annars. Bænin er samfélag og samtal við Guð, við erum ekki að tala við einhvern annan á meðan, við gefum Guði alla athygli okkar í bæninni. Þegar ég bið með börnunum mín- um þá notum við bæði bænir sem aðrir hafa samið og hafa lifað með þjóðinni og okkar eigin bænir, bæn- ir frá eigin brjósti. Við höfum not- ast við lítið kerfi fyrir þessar per- sónulegu bænir okkar, kerfi sem í raun er fjórskipt og ég veit að margir aðrir notast við eins eða svipað kerfi, en engu að síður vil ég fá að deila þessu með ykk- ur: Að lokinni signingu og bænaversi þá íhug- um við fyrst hvað það er sem við viljum biðja Guð um. Hvað vilja börnin að Guð gefi þeim eða geri fyrir þau? Þetta getur t.d. verið: góð heilsa, að ganga vel á íþróttamóti, að hjálpa þeim í einhverjum tilteknum að- stæðum o.s.frv. Þegar börnin hafa nefnt hvað það er sem þau vilja biðja Guð um, þá biðjum við saman um það og gjarnan leiða börnin sjálf bænina, biðja með sínum eigin orðum. Því næst íhugum við hvað við viljum biðja Guð um að taka burtu frá okkur. Oft nefna börnin að þau vilji biðja Guð um að taka burtu hræðslu (t.d. við myrkrið), leiða, reiði o.s.frv. Þegar þetta hef- ur verið rætt og íhugað er beðið til Guðs og hann beðinn um að taka í burtu það sem nefnt var. Á eftir þessu veltum við því fyrir okkur hvern við viljum biðja Guð um að passa. Það er að biðja fyrir ein- hverjum. Þarna nefna börnin gjarn- an foreldra sína, systkini, ömmur, afa, vini og ættingja. Síðan er bæn- in beðin og eins og áður leiða börn- in gjarnan sjálf bænina. Að lokum eru börnin beðin um að íhuga hvað það er sem þau vilja þakka Guði fyrir. Þá koma upp orð eins og; líf- ið, gleðina, að við erum frísk, fyrir mömmu og pabba o.s.frv. Þau fá svo að biðja þessarar þakkarbænar. Þegar þessi fjórskipta bæn er búin þá biðjum við saman Faðir vor og endum bænastundina. Þetta form hefur gefist vel á mínu heimili og nota ég það ýmist með börnunum sitt í hvoru lagi eða saman. Með þessu móti tel ég að við hjálpum börnunum að útvíkka bænalíf þeirra. Að það er mikilvægt að átta sig á því að við getum beðið Guð um að hjálpa okkur með alla hluti. Að það er mikilvægt að biðja fyrir öðrum og ekki síst mikilvægt að þakka fyrir. Á þennan hátt verð- ur bænin meira lifandi (a.m.k. fyrir mínum börnum) og um leið sterkari fyrir trúarlífið. Fyrir utan það að verja tíma með börnunum sínum eru það bara svo óendanlega dýr- mætar og svo nærandi stundir. Fá að heyra hvað þessir litlu englar eru að hugsa og íhuga og hvað þau eru að fást við. Það er ekkert eins gott og að liggja uppi í rúmi á kvöldin með barninu sínu, vera bú- in að biðja með því og finna hvernig kyrrðin og róin færist yfir barnið og það sofnar vært og rótt. Og er það ósjaldan sem maður sofnar þar líka sjálfur. Verum dugleg að biðja með börn- unum okkar. Beðið með börnunum Eftir Vigfús Þór Árnason » Verum dugleg að biðja með börnunum okkar. Vigfús Þór Árnason Höfundur er sóknarprestur í Grafarvogssókn. BANKAR og verð- bréfamarkaðir hrundu. Verða þá samskonar bankar reistir úr rústunum eða ætlum við að læra af reynslunni? Fyrir einkavæðingu voru bankarnir hefð- bundnir viðskipta- bankar. Einkavæddu bankarnir voru líka fjárfestingarbankar, sem utan við hefðbundin banka- viðskipti kaupa fyrirtæki, hlutabréf o.fl og lána svo öðrum fyrir kaup- um, jafnvel með veði í eigninni. Bankarnir höfðu þá mikla trú á nýjungum eins og erfðatækni og netfyrirtækjum og gengu viðskipti banka og fjármálamarkaða með þess konar fyrirtæki og hlutabréf hratt fyrir sig. Þegar tæknibólan svo sprakk höfðu bankarnir lánað stórar fjárhæðir í allskonar loft- bólufyrirtæki en fengu lítið til baka. Þeir hætta þá að lána og pen- ingaflæðið stoppar. Eina leiðin út úr þeirri lánsfjárkreppu var að finna raunverulegar eignir sem hægt væri að lána út á. Þeir litu í kringum sig, leituðu og fundu. Það voru skuldlaus verðmæti allt í kringum þá. Fólk bjó í íbúðum sem hægt var að veðsetja, menn höfðu byggt upp fyrirtæki sem voru jafn- vel skuldlaus og fyrirtæki í al- mannaeigu og auðlind- ir var einnig hægt að veðsetja ef eignarhald væri fært til ein- staklinga. Áróðursvélin fór í gang og sérfræðingar fóru að tala um dautt fjármagn sem þyrfti að virkja og bundið fé sem þyrfti að losa, svo það gæti leitað hæstu ávöxtunar á verð- bréfamörkuðum. Þessi hugmynd, að rétt væri að ná út þeim fjár- munum sem bundnir voru í eignum landsmanna og auðlindum, varð síðan allsráðandi. Stjórnmálamenn veittu skattaafslátt á hlutabréf og lækkuðu fjármagnstekjuskatt og bankarnir fóru aftur að lána. Með einkavæðingu og skuldsettri yf- irtöku var virði eigna breytt í pen- inga og veðið sett á fyrirtækin. Með framsali kvóta var hægt að veðsetja aflaheimildir og ná í pen- inga út á fiskinn í sjónum. Allt átti að veðsetja, húsin okkar, bíla, fyr- irtæki og tónlistarmenn voru jafn- vel farnir að veðsetja lögin sín. Til að auka veðhæfni var síðan beitt bókhaldsbrellum eins og að skrá tilvonandi hagnað fyrirtækis sem eign og endurskoðendur færðu við- skiptavild upp svo braskarar gátu keypt sömu eignina fram og til baka og endurskuldsett. Þó að þessar eignir hafi verið að þvælast á milli manna og grúbbuskelja þá er rangnefni að kalla það eigna- bólu. Það eina sem bólgnaði var veðið, sem þandist út meir og meir þangað til bankamenn og endur- skoðendur urðu uppiskroppa með hugmyndir um hvernig hægt væri að kreista út meiri peninga úr þessum löngu yfirskuldsettu eign- um. Bankar hætta þá að lána en sjá helst vonarglætu í veðsetningu náttúruauðlinda, loftslagskvóta, virkjana o.fl. Lærdómurinn hlýtur að vera að þessa ólíku starfsemi innan bank- anna þurfi að aðskilja. Fjárfesting- arbankar eru fyrir þá sem stunda verðbréfaviðskipti og spákaup- mennsku. Viðskiptabankar eiga að standa sér, óháðir flokkum og hagsmunasamtökum, og þjóna efnahagslífinu, einstaklingum og fyrirtækjum. Endurreisn á sandi ? Eftir Guðmund Guðfinnsson Guðmundur Guðfinnsson » Það þarf að læra af reynslunni þegar bankar hrynja. Höfundur er bakari. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.