Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Ástkær maður minn, faðir okkar, sonur, bróðir,
fósturfaðir og vinur.
BIRGIR ÆVARSSON
Rafvélavirki
Veiði- og verslunarmaður
Lést miðvikudaginn 9. desember. Útförin fer fram
frá Kópavogskirkju þann 18. desember kl. 13.00.
Vala Björg Guðmundsdóttir,
Birgir Daníel Birgisson,
Bjarki Einar Birgisson,
Anja Honkanen,
Katrín Ævarsdóttir, Ástþór Jóhannsson,
Hjálmar Ævarsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Ævar Oddur Honkanen,
Arnar Ævarsson, Sunna Björg Sigurjónsdóttir,
Tinna Ævarsdóttir, Örn Eldjárn,
Hrafnhildur Baldvinsdóttir,
Guðmundur Borgar Ingólfsson,
Jón Eiríkur Guðmundsson.
Elskuleg mágkona
og kær vinkona kvaddi
þennan heim 1. desem-
ber síðastliðinn. Ung
kona í blóma lífsins hrifin burt frá eig-
inmanni, ungum dætrum og upp-
komnum stjúpsyni sem eyddi miklum
tíma hjá þeim í uppvextinum. Mig
vantar orð til að lýsa harmi mínum
vegna þessa. Lóló kynntist Guðmundi
á 25 ára afmælisdegi hans. Enda seg-
ist hann hafa fengið hana í afmælis-
gjöf. Daginn eftir fæddist yngsta dótt-
ir mín, Margrét Fríða, á 35 ára
afmælisdegi pabba hennar, þannig að
þetta var viðburðarík helgi. Okkur
Lóló varð strax vel til vina og komu
Arnhildur H.
Arnbjörnsdóttir
✝ Arnhildur Hall-dóra, Lóló, fædd-
ist í Keflavík 13.
ágúst 1962. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 1. desem-
ber sl.
Útför Arnhildar fór
fram frá Keflavík-
urkirkju 11. desem-
ber 2009.
þau Guðmundur mikið
í heimsókn til okkar.
Lóló fékk að dúllast
með Fríðu, hún var
mjög hrifin af börnum
enda hændust þau
fljótt að henni. Lóló var
mjög fróð, metnaðar-
gjörn og dugleg. Hún
kláraði stúdentspróf og
var byrjuð í hjúkrunar-
fræði þegar veikindin
herjuðu á. Hún var að
vinna hjá hernum og
keyra leigubíl í auka-
vinnu á þeim tíma sem
við kynntumst. Hún dreif mig ásamt
vinkonum sínum meðal annars með
sér á námskeið einn veturinn. Einnig
fórum við ásamt Kristínu vinkonu
hennar í innkaupaferð til Frankfurt
fyrir jól. Vorum við svo ákveðnar í að
koma heim með osta að við byrjuðum
ferðina á ostakaupunum. Það reyndist
ekki eins góð hugmynd eftirá þar sem
við þurftum að geyma þá undir rúm-
unum okkar alla ferðina og lyktin var
eins og gefur til kynna. Lóló var m.a.
kölluð upp í flugstöðinni í Frankfurt
og látin gefa skýringu á innihaldi far-
angursins. Þetta var afar skondið.
Þegar heim var komið höfðum við
ekki samvisku í að gefa vel lyktandi
ostana og því enduðum við á því að
henda þeim í ruslið fyrir utan flug-
stöðina í Keflavík. Árið 1995 fluttum
við fjölskyldan í Kópavog og þá hitt-
umst við sjaldnar en töluðum því oftar
saman í síma, lágmark klukkustund í
einu. Lóló og Guðmundur hafa gert
það að árlegum viðburði að bjóða fjöl-
skyldum sínum til sín í grill á Ljósa-
nótt. Síðastliðið sumar var Lóló orðin
mjög veik en hún lét það ekki aftra sér
að taka á móti okkur öllum. Ég gæti
skrifað mikið meira um þessa hetju
því í huga okkar allra var hún algjör
hetja. Hetja sem barðist fyrir lífi sínu
síðastliðin þrjú og hálft ár og trúði því
allan tímann með mætti læknavísind-
anna að henni myndi batna. Ég veit að
hún vonaðist til þess að komast heim
um jólin og fá að eyða tíma heima með
dætrum sínum og eiginmanni og
heilsa upp á kisu og hundinn Myrru
sem saknar hennar sárt. Ég trúi því
að hennar hafi verið þörf á æðri stöð-
um. Ég bið guð að gefa elskulegri fjöl-
skyldu hennar styrk á þessum erfiðu
tímum.
Sigurbjörg Björnsdóttir.
Fallin er frá langt fyrir aldur fram
mágkona mín Arnhildur eða Lóló,
eins og hún var ávallt kölluð. Það var
fyrir um 20 árum sem Guðmundur,
bróðir minn, kom með Lóló í jólaboð í
Hvassabergið og kynnti hana þá fyrir
stórfjölskyldunni. Mér er það minn-
isstætt hve róleg og afslöppuð hún var
yfir því að hitta tengdafjölskylduna
alla í fyrsta skipti. Hún sat og spjallaði
eins og hún hefði þekkt okkur öll alla
tíð. Við kynntumst fljótt helstu eig-
inleikum hennar sem einkenndust af
trygglyndi og trausti og var hún ávallt
tilbúin til að hjálpa þegar til hennar
var leitað. Við Lóló áttum alla tíð góð
samskipti og gátum spjallað um allt á
milli himins og jarðar. Það var gott að
leita til hennar með hin ýmsu mál og
kom hún þá með álit sem varpaði öðru
ljósi á hlutina. Hún var dugleg í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur og sýndi
metnað í því sem hún gerði, meðal
annars að ljúka stúdentsprófi úr öld-
ungadeild ásamt því að vera í fullri
vinnu og sjá um heimili. Síðar hóf hún
fjarnám í hjúkrunarfræðum við H.A.
en varð fljótt að hætta náminu, senni-
lega vegna þess meins sem hún
kenndi síðar. En það var fyrir tæpum
fjórum árum að Lóló greindist með
krabbamein, sem sigraði hana að lok-
um. Baráttan var strembin og hörð en
hún gafst aldrei upp og sýndi ótrúlegt
æðruleysi í sínum veikindum. Það var
aðdáunarvert að fylgjast með hve
dugleg og hugrökk hún var og áfram
um að fjölskyldan lifði sem eðlilegustu
lífi þrátt fyrir margar spítalavistir og
fjarveru frá sínum nánustu. Jafnframt
var aðdáunarvert að sjá þann stuðn-
ing og hvatningu sem Guðmundur
veitti henni og stóð hann sem klettur
við hlið hennar í veikindunum. Ég er
þakklát fyrir þær góðu stundir sem
við áttum saman og þakka Lóló sam-
fylgdina í gegnum árin. Ég kveð með
söknuði yndislega mágkonu um leið
og ég votta Guðmundi bróður mínum,
Bryndísi, Eydísi, Einari og Gunnhildi
móður Lólóar mína innilegustu sam-
úð, svo og öðrum ástvinum.
Soffía Björnsdóttir.
Elsku Lóló frænka, það er mikill
missir að missa svona einlæga og góða
frænku. Mun meiri missir en nokkur
getur útskýrt. Okkur langar til að
þakka þér fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Þá eru efst í
huga fjöruferðirnar, veiðiferðirnar,
áramótin og öll þau skipti sem þú
bjóst um mig fyrir svefninn. Okkur
Eddu langar að þakka sérstaklega
fyrir Eurovision-partíið sem var í
sumar, að ógleymdu ljósa-
næturfjörinu en það eru stundir sem
eru ógleymanlegar. Þakka þér fyrir
alla þá umhyggju og ástúð sem þú
veittir okkur alla tíð. Þín verður ávallt
saknað. Megi Guð varðveita þig, Lóló
mín.
Arnar Bjarki og Edda Rún.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
ÁRNI JÓHANNSSON
bóndi
Teigi II, Fljótshlíð
verður jarðsunginn frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð, miðvikudaginn
16. desember kl. 14. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en stuðningur við
Krabbameinsfélagið er vel metinn.
Jónína Björg Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Árnadóttir, Páll P. Theódórs,
Guðbjörn Árnason, Hlín Hólm,
Árni Björn Pálsson, Sylvía Sigurbjörnsdóttir,
Fannar Pálsson,
Hlynur Pálsson,
Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir,
Helga Hólm Guðbjörnsdóttir,
Hugi Hólm Guðbjörnsson.
Elsku afi minn.
Þá ertu kominn á sjó-
inn aftur og það er engin skítabræla
hjá þér núna, algjör rjómablíða eins
og hún gerist best.
Það rifjast upp margar góðar
minningar nú þegar þú hefur látið úr
höfn og höfum við nafnarnir brallað
ýmislegt þennan tíma sem við höfum
átt saman.
Ég var ekki gamall þegar ég fór
með þér fyrst á „andaveiðar“, þetta
var snemma að vorlagi og fékk ég að
gista á loftinu í Bakkastígnum nóttina
fyrir veiðarnar. Þú last sögu fyrir mig
áður en ég fór að sofa. Svo um morg-
uninn var haldið af stað fyrir birtingu
út sveitina á rauða pallbílnum og út að
Flesjum þar sem við félagarnir kom-
um okkur fyrir, biðum eftir bráðinni
og horfðum á sólina koma upp.
Ekki var ég hár í loftinu þegar ég
beitti með þér mína fyrstu línu, smá
pjakkur með allt of stóra svuntu og
með plastkassa undir fótunum til að
vera í þokkalegri hæð við balann. Síð-
an fórstu að taka mig með þér á sjóinn
Guðjón Anton Gíslason
✝ Guðjón AntonGíslason fæddist á
Kömbum í Helgustað-
arhreppi við Reyð-
arfjörð, 23. maí 1927.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 28. nóv-
ember síðastliðinn.
Útför Guðjóns fór
fram frá Eskifjarð-
arkirkju laugardag-
inn 12. desember sl.
á litla Blika og ætli það
hafi ekki verið þá sem
þú smitaðir mig af þess-
ari bakteríu sem sjó-
mennskan er og ég hef
ávallt verið með, þó svo
að ég hafi lofað henni
ömmu að ég yrði aldrei
sjómaður.
Þú passaðir alltaf
upp á okkur krakkana
þegar við vorum að
veiða á bryggjunni hjá
þér, fylgdist með okkur
út um gluggann þar
sem þú stóðst við
stampinn og er ég alveg viss um að þú
hefðir stokkið á eftir okkur, ef eitt-
hvert okkar hefði dottið í sjóinn þótt
þú hafir alla tíð verið ósyndur.
Seinna fór hugur okkar strákanna
að leita lengra út heldur en bryggju-
sporðurinn náði, svo einn daginn var
mér litið út um stofugluggann, varst
þú þá mættur með þennan fína litla
árabát, sem þú gerðir við, þannig að
við strákarnir gætum farið að róa.
Ég var undir þinni leiðsögn þegar
ég skaut mína fyrstu rjúpu og voru
það ófáar ferðirnar sem við nafnarnir
fórum í fjallið eftir skólatíma til að ná
okkur í jólamatinn. Voru þessar ferðir
mér mjög lærdómsríkar og skemmti-
legar.
Ófáar sögurnar er ég búinn að
heyra frá þínum yngri árum, sem ég á
aldrei eftir að gleyma.
Ég sakna þess að hafa þig ekki leng-
ur á Bakkastígnum. Ég á eftir að
sakna þess að geta ekki fært þér veiði-
fréttir, hvort sem er af sjó eða landi.
Ég vil þakka þér fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
(Úlfur Ragnarsson.)
Ég kveð þig, nafni minn, með sökn-
uði.
Guðjón Anton Gíslason.
Afi minn var fyrir mér sannur mað-
ur og alltaf tilbúinn til að hjálpa okkur
krökkunum ef eitthvað var og leyfa
okkur að vera með sér ef við vildum.
Því þykir mér nær ómögulegt að
hugsa til þess að í næstu heimsókn
minni á Bakkastíginn muni enginn afi
sitja í horninu sínu og fletta blöðunum.
Það var alltaf stutt í húmorinn og
prakkarasvipurinn sem kom þegar
hann náði að kítast í ömmu gleymist
seint, auðvitað tók maður undir og hló
með honum.
Þegar ég fer austur er það yfirleitt
eitt af mínum fyrstu verkum að fara til
ömmu og afa og knúsa þau aðeins.
Einnig hefur það verið síðasta sem
maður gerir áður en farið er úr bæn-
um, að kveðja þau. Aldrei hefur verið
hægt að skreppa bara í heimsókn til
þeirra því alltaf er jafn notalegt að
vera hjá þeim og heimsókn sem átti að
taka nokkrar mínútur verður að
nokkrum klukkustunum, efast ég að
það muni breytast þó svo það taki
mann sjálfsagt smá tíma að venjast því
að enginn afi sé á staðnum.
Ég mun alltaf hugsa með hlýju og
söknuð í hjarta til afa með von um að
hann hafi fundið friðinn og hvíldina
sem hann verðskuldar.
Lognið hefur loks þér náð
Og losað þínar kvalir.
Boð um gleði hefur þáð
Nú þú hefur þínar svalir.
Þar þú sérð við söknum þín
En þó gleði við finnum.
Það er einlæg skoðun mín
Að saman á sorginni við vinnum
Ingibjörg Þuríður Jónsdóttir.
Elsku afi.
Það er svo óraunverulegt að hugsa
til þess að þú sért farinn frá okkur, það
er bara eins og þú hafir skroppið í
burtu og munir koma aftur.
Það er svo margs að minnast og
margs að sakna sem orð fá ekki lýst
yfir. Ég minnist þess sem lítil stelpa
hvað mér fannst gaman að sniglast í
kringum þig á sjóhúsinu og hversu
góða nærveru þú hafðir, alltaf svo ró-
legur og geðgóður. Dugnaður þinn og
góðmennska verður okkur sem eftir
lifum fyrirmynd. Minning þín mun lifa
í hjörtum okkar og hjálpar okkur að
takast á við sorgina.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa notið
þeirra forréttinda að hafa átt þig sem
afa og í gegnum minningarnar munu
börnin mín fá að kynnast þér.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
:,:veki þig með sól að morgni:,:
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
:,:Þú vekur hann með sól að morgni.:,:
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
:,:vekja hann með sól að morgni:,:
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svefnsins draumar koma fljótt.
:,:svo vöknum við með sól að morgni:,:
(Bubbi Morthens.)
Þín sonardóttir,
Kamma Dögg.
Minningar á mbl.is
Helga Þorbjörg
Jónsdóttir
Höfundar: Edda
Kristín Briem
Walter Helgi
Jónsson
Höfundur:Guðrún
Meira:
mbl.is/minningar
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður
hún að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur ver-
ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn-
um, www.mbl.is/minningar. Æviá-
grip með þeim greinum verður birt
í blaðinu og vísað í greinar á vefn-
um.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin lengd-
armörk eru á greinum sem birtast
á vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan
og klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar