Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 25

Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 ✝ Þórey Sigurð-ardóttir fæddist á Skúfsstöðum í Hjalta- dal, Skagafirði, 12. mars 1924. Hún and- aðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð 30. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóns- son, fæddur í Ytri- Hofdölum í Skaga- firði 4.11. 1882, d. 7.4. 1965, og Anna Sig- urðardóttir, fædd í Viðvík í Skagafirði, 2.9. 1885, d. 30.11. 1943. Systkini a) Jón, f. 9.2. 1905, d. 13.1. 1991, b) Guðrún, f. 25.3. 1907, d. 29.11. 1988, c) Haraldur, f. 11.10. 1909, d. 3.6. 1993, d) Marteinn, f. 3.8. 1914, d. 25.6. 1969. Systkinabörn Þóreyjar eru Bragi, Inga, Sveinn og Anna, börn Guðrúnar og Þórleifur Har- aldsson. Þórey ólst upp á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Nítján ára gömul, við lát ár og þar af formaður í 19 ár. Þórey vann alla tíð við þjón- ustustörf, á FSA, Sólborg og hjá Akureyrarbæ í heimaþjónustu. Sér- staka unun hafði Þórey af því að vinna í kristilegu starfi með börn- um og unglingum. Þórey var mat- ráðskona og umsjónarkona með stúlknastarfi í Sumarbúðum á Hóla- vatni í 30 ár, frá 1966-1996. Bar hún alla tíð hag Hólavatns fyrir brjósti og var það Þóreyju mikil gleði þegar hún var sæmd heið- ursviðurkenningu KFUM og KFUK á Íslandi í febrúar á þessu ári. Þórey eignaðist ekki börn en Þorvaldur, Björg og Anna, börn Lilju og Sigurðar, nutu alla tíð um- hyggju hennar og væntumþykju og litu börn þeirra á Þóreyju sem eina af ömmum sínum. Einnig bar hún hag systkinabarna sinna fyrir brjósti og naut samveru við þau og fjölskyldur þeirra fram á síðasta dag. Enn fleiri voru börnin hennar mörg sem hún bar á bænarörmum fram fyrir auglit Guðs. Útför Þóreyjar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, mánudaginn 14. desember 2009, og hefst athöfn- in kl. 13.30. móður sinnar, gekk hún í störf hennar og sinnti húsfreyjustörf- um á Skúfsstöðum meðan faðir hennar lifði. Þórey var ráðs- kona við Barnaskóla Rípurhrepps frá 1965 þar sem Lilja Sigurð- ardóttir vinkona hennar var skóla- stjóri og styrktist þá ævilöng vinátta Þór- eyjar við fjölskyld- una. Með þeim Lilju og Sigurði Jónassyni og börnum flutti Þórey til Akureyr- ar og saman keyptu þau Möðru- vallastræti 1 sem varð heimili Þór- eyjar eftir það nema síðasta eina og hálfa árið sem hún bjó á Hlíð. Þórey var einn af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornsins í Skagafirði. Á Akureyri gekk hún til liðs við Kristniboðsfélag kvenna, var þar gjaldkeri í rúm 20 ár, og KFUK þar sem hún var í stjórn í 25 Elsku Þórey okkar er dáin. Hún hefur verið órjúfanlegur hluti tilveru okkar nánast frá upphafi. Hún flutti til okkar í Hróarsdal haustið 1965 þegar hún gerðist ráðskona við heimavistarskóla sem þar var og mamma var skólastjóri. Árið 1969 fluttumst við svo öll til Akureyrar og þar bjó Þórey alla tíð með pabba og mömmu, meðan þeim entist líf og heilsa. Á Akureyri vann Þórey ýmis störf, en flest tengdust þau því að gera öðr- um lífið auðveldara. Má til dæmis nefna heimilishjálp sem hún vann við marga vetur og eignaðist í því starfi marga góða vini sem hafa reynst henni vel síðan. Á sumrin var hins vegar hægt að ganga að Þóreyju á Hólavatni. Þar starfaði hún í að minnsta kosti 30 sumur að meira eða minna leyti.Ýmist sem ráðskona eða flokksstjóri í stúlknaflokkum. Við fengum öll að njóta nærveru hennar í sumarbúðunum. Seinna fórum við systurnar að starfa með henni í eldhúsinu þar. Það reyndist okkur hinn besti hús- stjórnarskóli. Hún var skipulögð og vandvirk, þannig að betri kennara var ekki hægt að hugsa sér. Alla tíð bar hún hag Hólavatns mjög fyrir brjósti. Líklega hefur því engum, nema Þóreyju sjálfri, komið á óvart þegar hún var beðin að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu þar fyrir rúmu ári síðan. Sú stund gladdi hana og þakkaði hún fyrir að hafa haft þá heilsu sem þurfti, til að það tækist. Það var okkur og fjölskyldum okk- ar mikið gleðiefni að geta notið sam- veru við Þóreyju á Hólavatni á kaffi- sölunni þar í sumar.Veðrið var yndislegt og við gátum setið úti og hitt fólk og spjallað. Þórey hafði mjög gaman af því að ferðast og oft reyndi hún að sinna þessu áhugamáli sínu eftir að starfinu á Hólavatni lauk á haustin. Ein ferð var henni of- arlega í huga og hún talaði oft um. Það var ferðin yfir Kjöl og Sprengi- sand sem hún fór með einu okkar (Björgu), löngu áður en það varð eins algengt og nú er. Landslagið stór- kostlegt og veðrið eins og best gerist á fjöllum. Einnig naut hún þess vel að fara með okkur í styttri ferðir um ná- grenni Akureyrar og jafnvel þaðan inn á hálendið.Á seinni árum fór hún með Félagi aldraðra á Akureyri í ýmsar ferðir og valdi þá helst óbyggðaferðir sér til yndisauka. Ferðirnar á mótin í Vatnaskógi voru henni líka afar dýrmætar. Þangað var stefnan tekin á hverju sumri í mörg ár. Þar var átti hún kristilegt samfélag sem hún mat mikils og það gladdi hana líka þegar farið var að halda slík mót á Löngu- mýri í Skagafirði, þar var starfið far- ið að bera ávöxt. Þórey fylgdist alltaf vel með því hvað við tókum okkur fyrir hendur og bar mikla umhyggju fyrir okkur öllum. Sú umhyggja hélt áfram þeg- ar við stofnuðum fjölskyldur. Makar okkar og börn, sem aldrei kölluðu Þóreyju annað en Þóreyju ömmu, til aðgreiningar frá hinum ömmum sín- um, fengu að njóta þessarar sömu umhyggju og athygli, frá upphafi og allt til loka. Okkur öll bar hún á bæn- arörmum sínum. Fyrir það og allt það sem hún var okkur viljum við þakka henni hér og nú. Hvíli hún í Guðs friði. Þorvaldur, Björg, Anna og fjölskyldur. Nú höfum við kvatt Þóreyju okkar í síðasta sinn en minningin dvelur með okkur. Minning umvafin gleði og þakklæti. Ég sé hana fyrir mér eins og hún var þegar ég kynntist henni fyrst. Þá dvaldi ég, stelpukrakki, vikutíma hjá henni, föður hennar og bræðrum á Skúfsstöðum. Stelpukrakkinn fylgdi henni hvert fótmál dagana langa þar sem hún vann heimilisstörf þess tíma af natni og hlýju. Sérstaklega eru mjaltatímarnir minnisstæðir. Þá var enn mjólkað með höndunum og kyrrð og ró í fjósi. Hún sat á skemli og mjólkaði og stelpukrakkinn á öðr- um í sömu hæð svo þær væru nærri hvor annarri. Þá var sungið, hvert lagið eftir annað við falleg ljóð sem Þórey kunni svo mörg. Stelpan reyndi að raula með og naut þess svo vel. Og þá var oft brosað og hlegið að léttu gríni hversdagsins. Þessari ljúfu kátínu hélt Þórey alla tíð. Ég sé hana fyrir mér í heimsókn á heimili systur sinnar sem var móðir mín og þar var henni ávallt vel fagn- að af öllum, sérstaklega okkur Ingu og mömmu. Alltaf var hún hlý og gefandi, trú sinni eigin persónu. Ég sé og heyri í huga mínum Þór- eyju þegar hún starfaði í sumarbúð- unum á Hólavatni. Hún sameinaði þær svo vel systurnar Mörtu og Maríu, vini Jesú. Sívinnandi og þjón- andi jafnfram því sem hún sat við fætur Jesú og hlustaði. Þannig var hún. Hversu gott var að vita hana á Hólavatni þegar börnin mín dvöldu þar fjarri foreldrum sínum. Hún hughreysti svo vel þegar á þurfti að halda. Öll sumarbúðabörnin fengu að njóta hlýju hennar og umhyggju. Það hefur af og til gerst á síðari árum að við Þórey höfum saman hitt gamla Hólvetninga og mætt hlýju þeirra og þakklæti í Þóreyjar garð. Það gladdi okkur báðar, mig fyrir þakklæti þeirra, hana fyrir hlýju þeirra og að sjá þau aftur. Ég hugsa um Þóreyju eins og hún var síðustu mánuðina á Hlíð. Hún fékk að halda hugarró sinni þótt lík- aminn gæfi sig. Sumarið var henni gjöfult. Hún naut þess að ganga úti með grindina sína og njóta sköpun- arinnar. Veðrið var alltaf svo gott, loftið tært og yndislegt. Skýin svo falleg, og það var alveg dásamlegt að fá dálitla rigningu. Já, hún gat notið þess alls. Og þegar hún fékk heim- sókn var henni að orði að nú væri besti tíminn að fá heimsókn. Mikið væri gott að sjá okkur einmitt núna. Þannig var hún Þórey móðursystir mín. Blessuð sé minning hennar. Anna Ingólfsdóttir. Nú hefur Þórey Sigurðardóttir lokið göngu sinni hér á jörð og er komin til Drottins. Hún hefur verið einn af þessum tryggu þátttakend- um í starfi KFUM og KFUK á Ak- ureyri um langt árabil og tók áður mikinn þátt í sumarbúðastarfi fé- lagsins á Hólavatni. Hún var enn- fremur mikill kristniboðsvinur. Þór- ey var Skagfirðingur, úr Hjaltadalnum, í nágrenni hins sögu- fræga biskupsseturs á Hólum. Hún komst ung til trúar á Drottin Jesú og var tryggur lærisveinn hans til dauðadags. Þórey var góðum gáfum gædd og þó að hún væri hlédræg kom það fyrir að hún sté í stólinn á samkomum og vitnaði afar skipulaga um trú sína og bað til Guðs. Okkur er það mörgum minnisstætt þegar hún á hvítasunnudegi fyrir löngu hóf mál sitt á þessum orðum: „Það er mikil birta yfir orðinu hvítasunna“. Lík- lega höfðum við ekki áttað okkur á þessum augljósu sannindum sem tengjast því þegar lærisveinar Jesú fylltust heilögum anda. Þórey þekkti vel heilagan anda og þá birtu sem honum fylgir. Það væri ekki í anda Þóreyjar að vera hér með langt mál um þessa hógværu konu. Við viljum að leiðar- lokum þakka henni fyrir samfylgd- ina og þá uppbyggingu sem hún veitti okkur samferðamönnunum, ekki síst með lífi sínu. Það á vel við nú þegar skammdegið er sem mest að minnast hvítasunnubirtunnar sem Þórey benti okkur á. Blessuð veri minning Þóreyjar Sigurðardóttur. Fyrir hönd KFUM og KFUK á Akureyri, Bjarni E. Guðleifsson. Þórey var lifandi trúuð kona og áhugasöm um allt kristilegt starf en hún var einstaklega virk á þeim vett- vangi á Akureyri, Hólavatni og víð- ar. Þar skipti þátttaka Þóreyjar í kristniboðsfélögunum miklu máli en hún var lykilmanneskja frá upphafi í Frækorninu í Skagafirði og í áratugi í Kristniboðsfélagi kvenna á Akur- eyri. Hún lagði starfinu lið með margvíslegum hætti, með beinni þátttöku í fjáröflun og fundum, með fyrirbænum, fjárframlögum og gjaldkerastörfum. Hún mætti trúfastlega á aðalfundi Kristniboðssambandsins meðan hún gat með góðu móti. Fyrir það skal nú þakkað og sérstaklega þakka ég höfðinglega gjöf hennar til kristni- boðsins fyrr á þessu ári. Trúfesti hennar og fórnfýsi er til eftirbreytni og öflugur vitnisburður um trú henn- ar. Fyrir mér var afar mikilvægt að fá að kynnast Þóreyju á kristniboðs- fundum bæði í Skagafirði og á Ak- ureyri og vita að hún var í hópi trú- fastra fyrirbiðjenda meðan við fjölskyldan vorum við kristniboðs- störf í Keníu. Drottinn blessi minn- ingu Þóreyjar og gefi okkur margar aðrar slíkar. Ragnar Gunnarsson. Það er sárt að kveðja en þó ljúft að geta kvatt með hjartað fullt af þakk- læti og geta litið til baka yfir ótal góðar minningar. Ég kynntist Þóreyju fermingarár- ið mitt, þá var venja hjá KFUM og K að senda unglingum á Akureyri boðsbréf á fund í unglingadeildinni. Þegar leið að fyrsta fundi kom í ljós að eitt bréf hafði misfarist og þá kom til umræðu hvort það skipti nokkru máli á móti öllum hinum sem rötuðu rétta leið. Í Möðruvallastrætinu var eitt víst, það kæmi ekki til greina að skilja einn akureyrskan ungling út- undan og þannig fékk ég bréfið mitt. Þetta atvik lýsir samviskusemi, um- hyggju og trúfesti og hafði þau áhrif að næstu árin var Zíon mitt annað heimili. Fljótleg fékk ég að aðstoða Þóreyju við yngrideildastarfið, bæði í Glerárskóla og í Lundarskóla. Hún var einstök í því starfi, gekk í öll verk og sinnti þeim af alúð og rósemi. Smám saman fékk aðstoðarmaður- inn meiri ábyrgð og stærri verkefni og þar kom að hann fékk að fylgja Þóreyju í það verkefni sem var henni hvað hjartfólgnast, sumarbúðirnar á Hólavatni. Þar var Þórey forstöðu- maður stúlknaflokka en ráðskona þess á milli í 30 ár. Þar sá ég hana verða fósturmóður ótal stúlkna sem sumar langaði heim og Þórey skildi og huggaði. Hún vakti yfir þeim á nóttunni og sagði þeim frá Jesú á daginn, rétt á milli þess sem hún greip í eldhússtörfin eða þrifin. Líf Þóreyjar var varðað litlum verkum og stórum sem öll voru unn- in af hæglæti og án þess að mikið bæri á þeim. Hún var mikill kennari, að minnsta kosti man ég fleira sem hún kenndi mér en aðrir og af henni lærði ég að standa frami fyrir öðrum og segja skoðun mína, að hafa yf- irsýn yfir þarfir allra og ekki síst þeirra sem ekki kalla á athyglina, að taka á hverju máli af ró og gleyma svo ekki að skemmta sér með börn- unum. Fyrst og fremst kenndi hún mér þó að byrja og enda hvern dag á bæn og muna að Guð er eins, sama hvað mætir. Þórey var staðfastari en nokkur sem ég þekki og vann fyrir Hólavatn allt fram á síðsta dag, óþreytandi að starfa fyrir þann Guð sem hún treysti svo vel. Þórey bar virðingu fyrir fólki, hún var víðsýn og útsjón- arsöm og þó að verkin hennar hafi sjaldan farið hátt lifa þau áfram í starfinu á Hólavatni og í fólki eins og mér, okkur sem fengum að vera börnin hennar um styttri eða lengri tíma, á Hólavatni eða í deildarstarf- inu. Þórey var líka vinur minn, bak- hjarl og fyrirmynd. Það verður aldr- ei neinn eins og hún og ég sakna hennar mikið. Það er erfitt að vita að aðventan mun líða án þess að hún komi í kaffi og það verður líka tóma- rúm á Hólavatni næsta sumar. Fjölskyldu Þóreyjar sendi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur með orð- um sem Þórey var óþreytandi að minna mig á: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Anna Elísa Hreiðarsdóttir, formaður stjórnar sum- arbúðanna á Hólavatni. Þórey Sigurðardóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁRNÍNA SIGURVEIG GUÐNADÓTTIR, Löngumýri 8, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 8. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 13.30. Sóley Sigdórsdóttir, Davíð Kristjánsson, Rósa Sigdórsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Laxakvísl 31 lést á Landspítalanum við Hringbraut, föstudaginn 11 desember. Jón Kr. Friðgeirsson, Margrét K. Frímannsdóttir, Þórður Gíslason, Ragnheiður Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Una Guðlaugsdóttir, Lýður Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, GUÐSTEINN MAGNÚSSON Fyrrv. Bifreiðastjóri Hæðargarði 33 Reykjavík. Lést 4. des á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna Ragnar Heiðar Guðsteinsson, Magnea Guðrún Guðsteinsdóttir, Henný Rós Guðsteinsdóttir, Svanur Fannar Guðsteinsson, Þórey S Erlingsdóttir, Barnabörn og barnabarnabarn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.