Morgunblaðið - 14.12.2009, Qupperneq 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Walter Helgi Jónsson
✝ Walter HelgiJónsson hús-
gagnabólstrari
fæddist í Reykja-
vík 21. september
1933. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 1. des-
ember sl. For-
eldrar hans voru
Jón V. Guðvarðarson, f. 17.6. 1905, d.
15.3. 1990, og Þuríður Guðmunds-
dóttir, f. 26.12. 1893, d. 14.4. 1981, og
bjuggu þau í Reykjavík. Hálfsystur Wal-
ters eru, Guðmunda, f. 1924, d. 22.2.
2007, Jónheiður, f. 1926, d. 5.12.
1908, og Guðjóna, f. 1927.
Hinn 28. maí 1955 kvæntist Walter
Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 18.6.
1933, d. 20.4. 1974, frá Böðmóð-
stöðum í Laugardal, eignuðust þau
þrjú börn, þau eru: 1) Jón Þorvaldur, f.
10.12. 1954, sambýliskona Jolanta
Tomaslewska, börn hans eru fimm og
eitt barnabarn. a) Margrét Lára, f.
13.7. 1972, d. 27.12. 1972. b) Guðrún, f.
24.8. 1976, maki Stefán Sturluson,
barn þeirra, Sturla Már, f. 26.3. 2002.
c) Tara Lind, f. 12.6. 1986. d) Karólína
Íris, f. 1.10. 1990. e) Walter Hannibal, f.
6.4. 1993. 2) Hrönn, f. 23.10. 1962,
maki Kristján Helgi Lárusson, börn
þeirra eru fjögur og þrjú barnabörn. a)
Lárus Helgi, f. 25.8. 1982, maki Ragn-
heiður Magnúsdóttir, barn þeirra
Magnús, f. 25.9. 2008. b) Rúnar Karl,
f. 27.9. 1983, maki Linda Jóhanns-
dóttir, barn þeirra Ísak Kristófer, f.
16.7. 2008. c) Sonja Ósk, f. 13.4. 1989,
maki Egill Egilsson, barn þeirra Díana
Rós, f. 5.7. 2009. d) Guðjón Óskar, f.
13.4. 1989. 3) Ólöf Birna, f. 12.11.
1963, maki Kristján Einarsson, börn
þeirra eru fjögur og tvö barnabörn. a)
Róbert Elvar, f. 15.2. 1984, maki Emilia
Christina Gylfadóttir, börn þeirra Krist-
ján Kári, f. 10.3. 2004, Júlía Guðrún
Linnéa, f. 8.7. 2007. b) Walter Fannar,
f. 6.9. 1989. c) Mikael Rúnar, f. 13.7.
1993. d) Daníel Sigmar, f. 30.10. 2002.
Einnig eignaðist Walter son, 4) Auðun
Helga, f. 23.7. 1981, maki Gerda
Christine Waltersson. Barnsmóðir er
Lára Sigrún Helgadóttir.
Walter hlaut hefðbundna skóla-
göngu í Reykjavík og útskrifaðist sem
meistari í húsgagnabólstrun 1959 og
starfaði við það fag mest alla starfsæfi
sína. Walter bjó á Blönduósi síðustu
misserin þar sem hann undi hag sín-
um vel.
Útför Walters fór fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík, í kyrrþey að ósk hins
látna.
Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.
Meira: mbl.is/minningar
Helga Þorbjörg Jónsdóttir
✝
Helga Þor-
björg Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 19.
febrúar 1933.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans, Landakoti
1. desember sl.
Hún var dóttir
hjónanna Jóns Gunnarssonar fv. skrif-
stofustjóra, f. 1895, og Ásu Þorsteins-
dóttur frá Vík í Mýrdal, f. 1909. Syst-
ur Helgu eru Erna Jónsdóttir, f. 1938,
maki 1 Magnús Marteinsson, maki 2
Þórður Gröndal, börn; Jón Magn-
ússon, Marteinn Magnússon, Ása
Magnúsdóttir og Edda Jónsdóttir, f.
1941, maki Ólafur Briem, börn; Ólafur
Briem, Kristín Briem og Ása Briem.
Helga lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1953,
innritaðist síðan í Háskóla Íslands þar
sem hún lagði stund á frönsku og
þýsku. Hún stundaði framhaldsnám í
Grenoble, Frakklandi og Heidelberg,
Þýskalandi. Helga var gædd góðum
gáfum og listrænum hæfileikum en
rúmlega tvítug veiktist hún á geði og
settu veikindin mark sitt á líf hennar
upp frá því. Hún vann um tíma við
skrifstofustörf, en eftir dauða móður
sinnar hélt hún heimili með föður sín-
um. Helga var afar ljóðelsk, hafði
gaman af að skrifa ljóð sjálf og birt-
ust nokkur þeirra í Lesbók Morg-
unblaðsins. Helga tók kaþólska trú ár-
ið 1973.
Útför Helgu fór fram í kyrrþey frá
Kristskirkju, Landakoti, 8. desember
2009.
Meira: mbl.is/minningar
✝ Katrín Káradóttirljósmyndari
fæddist í Reykjavík
þann 9. ágúst 1933.
Hún lést 1. desember
sl. á Landspítala í
Fossvogi.
Foreldrar Katrínar
voru Kristín Elín
Theódórsdóttir hús-
freyja, f. 10. sept-
ember 1914, d. 14.
júlí 2002 og Kári
Þórðarson rafveitu-
stjóri, f. 3. nóvember
1911, d. 30. janúar
1998. Þau voru síðast búsett í
Keflavík. Systkini Katrínar eru: 1)
Theódóra Steinunn, f. 31. mars
1935. 2) Elín, f. 23. júlí 1942. 3)
Hlíf, f. 28. október 1943. 4) Þórunn,
f. 1. júlí 1947. 5) Kristín Rut, f. 21.
desember 1950. 6) Þórður, f. 1.
apríl 1955. 7) Theódór, f. 4. júní
b) Eiríkur Örn, f. 13. maí 1988. c)
Nína Katrín, f. 15. september 1991.
3) Þóra, f. 2. janúar 1963, maki
Ómar Guðjónsson, f. 16. september
1954, börn þeirra eru: a) Særún, f.
9. nóvember 1987. b) Erna, f. 23.
september 1989. c) Guðjón Valur, f.
26. júlí 1994. Katrín stundaði nám
við Flensborgarskóla í Hafnarfirði
og fór svo til Danmerkur, fyrst á
húsmæðraskóla og seinna í iðn-
skóla til að læra ljósmyndun. Þeg-
ar heim var komið vann hún á ljós-
myndastofu Vigfúsar
Sigurgeirssonar og hlaut hún
meistaragráðu í ljósmyndasmíði
1964. Á sínum starfsferli vann
Katrín m.a. sem fréttaljósmyndari
á Sjónvarpinu og sem ljósmyndari
á Landspítala við Hringbraut.
Á árunum 1966 til 1972 bjuggu
Katrín og Svavar ásamt dætrum
sínum í Lúxemborg. Starfaði Svav-
ar þar hjá Loftleiðum.
Útför Katrínar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík, mánudaginn
14. desember 2009, og hefst at-
höfnin kl. 15.
1957. Hinn 14. apríl
1956 giftist Katrín
Eiríki Svavari Eiríks-
syni, f. 1. apríl 1930.
Foreldrar hans voru
Guðbjörg Eiríks-
dóttir húsfreyja, f.
20. desember 1903, d.
20. nóvember 1982 og
Eiríkur Snjólfsson,
vörubifreiðastjóri, f.
31. janúar 1893, d. 1.
desember 1972. Börn
Katrínar og Svavars
eru: 1) Guðbjörg
Kristín, f. 6. október
1958, maki Dirk Lubker, f. 25. nóv-
ember 1962, sonur þeirra er Mark-
ús Svavar, f. 18. janúar 1996. 2)
Steinunn, f. 15. maí 1960, maki
Þorsteinn Lárusson, f. 31. janúar
1960, börn þeirra eru: a) Berglind,
f. 24. ágúst 1982, samb.m. Sævar
Þór Rafnsson, f. 8. september 1981.
Elsku hjartans amma mín.
Amma, sem söngst og spilaðir fyrir
mig, kenndir mér svo margt og varst
mér svo góð. Það var gaman að vera
þar sem þú varst. Þú varst svo ótrú-
lega skemmtileg, kunnir fullt af
bröndurum og alls konar sögur og
vissir svo margt. Þú varst svo góð að
hlusta og maður þurfti jafnvel ekkert
að segja þér ef eitthvað amaði að, þú
bara vissir það og vissir hvað var
hægt að segja til að láta manni líða
betur. Ég átti eftir að læra svo mikið
af þér og það var fullt sem ég átti eftir
að spyrja þig um. Ég held áfram að
skoða allar fallegu myndirnar af þér
og tala við þig, þó þú heyrir kannski
ekki í mér.
Ég sakna þín svo óskaplega mikið.
Minningarnar um þig hugga mig og
það tekur enginn þær í burtu. Þú átt
sérstakan stað í hjarta mínu um alla
eilífð.
Þín,
Berglind.
Elsku amma mín.
Daginn sem þú dóst þá fór ég heim
til þín og afa að skoða gömul mynda-
albúm. Ég fór þá að rifja upp öll þessi
ár sem ég átti með þér og allar þessar
góðu stundir sem við áttum saman.
Ég er líka svo ótrúlega ánægður hvað
þú varst dugleg að taka myndir við öll
tilefni því núna mun ég eiga þessar
minningar að eilífu.
Þú varst svona ekta amma, þú
varst alltaf að baka og kunnir svo
ótalmörg lög. Þú ert líka eina mann-
eskjan sem ég hef kynnst sem kunni
að jóðla.
Það var alltaf jafn gaman að koma í
heimsókn til ykkar afa og þá sérstak-
lega um helgar þegar ég var yngri og
fékk að gista hjá ykkur í Hlíðar-
byggðinni. Ég fékk alltaf eitthvert
góðgæti og síðan fékk ég að vaka
langt fram eftir og horfa á sjónvarpið.
Síðan fórum við alltaf daginn eftir í
sund.
Þú varst alltaf svo góð við mig og
alla í kringum þig. Það var svo gott að
tala við þig og maður gat talað við þig
um allt. Þú varst svo góðhjörtuð og
það var alltaf svo gaman að hitta þig.
Ég sakna þín svo ótrúlega mikið og
ég á svo erfitt með að átta mig á því
að þú sért farin.
Ég elska þig, amma.
Kveðja,
Eiríkur Örn.
Elsku amma mín. Það er svo sárt
að þurfa að kveðja þig svona snögg-
lega. Ég sakna þín svo mikið, amma
mín. Ég sakna að þess að láta þig
syngja fyrir mig Yndið mitt yngsta
og besta og kalla mig litlu músina
þína.
Ég sakna þess þegar þú hringdir
heim bara til þess að segja mér
brandara.
Við áttum mjög góðar stundir sam-
an, amma, og ég er svo þakklát fyrir
þær. Það var svo gott að koma til þín
og afa og mér leið alltaf svo vel hjá
ykkur. Manni leiddist aldrei með þér
því þú stakkst alltaf upp á svo snið-
ugum hlutum til að gera. Við byggð-
um til dæmis fjölmörg teppahús úti í
garði saman og spiluðum oft
Scrabble.
Þú kenndir mér svo mikið, þú
kenndir mér meðal annars að sauma
og ég saumaði fyrstu flíkina mína
með þér.
Það var svo gaman að hlusta á sög-
urnar þínar, hvernig þú kynntist afa í
Húsafelli, allar sögurnar af mömmu,
Diddu og Þóru þegar þær voru litlar
og seinna sögur af mér.
Ég gleymi aldrei þegar ég fór út í
garð og tíndi fullt af rifsberjum og við
bjuggum til sultu saman og ég var
svo spennt að gefa mömmu hana að
ég missti sultukrukkuna í gólfið og
braut hana.
Það var líka svo gaman að gista hjá
ykkur afa í Hlíðarbyggðinni, þá var
sko komið fram við mann eins og
drottningu. Við kúrðum okkur svo oft
saman uppi í rúmi og settum sængina
yfir haus eins og við værum í tjaldi og
þú sagðir mér búkollusöguna og lést
hendurnar þramma á sænginni eins
og það væru beljur að fara yfir fjallið.
Jólaboðin í Hlíðarbyggðinni voru
svo skemmtileg þegar jólasveinninn
kom og gaf öllum gjafir og þú settist
við hljómborðið og spilaðir jólalög og
söngst hástöfum á meðan allir krakk-
arnir dönsuðu í kringum jólatréð.
Þetta verða tómleg jól án þín, elsku
amma mín.
Þú varst svo fyndin, amma mín og
ég skellihlæ í hvert skipti sem ég
hugsa til allra afmælisdaganna minna
þegar þú hringdir í mig og söngst af-
mælissönginn og hættir ekki fyrr en
lagið var búið, þetta gerðir þú í öll
mín 18 ár.
Þú hvattir mig svo mikið áfram í
lífinu, ég varð alltaf svo stolt þegar ég
sýndi þér eitthvað sem ég hafði gert í
skólanum og er glöð að hafa náð að
sýna þér peysuna sem ég prjónaði um
daginn.
Takk fyrir allt, elsku amma. Ég
elska þig svo mikið, amma Katý.
Þín,
Nína Katrín.
Katrín Káradóttir, eða Katý eins
og ég kallaði hana alltaf, var elsta
dóttir Stínu systur mömmu minnar.
Gunna mamma eins og Katý sagði.
Ég var unglingur þegar Katý var
daglega á mínu heimili á Bergþóru-
götu 59. Á þeim tíma var Katý að
læra ljósmyndun hjá Vigfúsi Sigur-
geirssyni á Miklubraut og kom oft í
hádeginu til okkar. Þessi tími er mér
mjög minnisstæður.
Þegar Katý kom settist hún gjarn-
an við hljóðfærið heima og spilaði og
söng. Hún var alltaf kát og glöð. Mér
finnst alltaf svo gaman í kringum
hana. Ég man hvað mér unglingnum
varð oft starsýnt á hendurnar á Katý.
Neglurnar voru svo flottar. Ég var
alltaf að reyna að herma eftir þeim.
Handsnyrting er nokkuð sem segir
svo margt um persónu fólks. Svo var
það eitt hádegið að ég var að leita
mér að vinnu. Það var auglýst í
Mogganum eftir aðstoðarstúlku hjá
tannlækni. Ég var að lesa þetta fram
og aftur þegar Katý tók upp símann
og hringdi og hún sannfræði tann-
lækninn um að ég væri sú eina rétta í
þessa vinnu. Það gekk allt mjög vel
fyrir sig og ég fékk vinnuna. Þetta
var mín fyrsta vinna og sú eina þar til
ég gifti mig. Þannig var Katý. Hún
var ekki að velta þessu mikið fyrir
sér. Það var mikill samgangur á milli
systranna Stínu og mömmu minnar.
Ég var mikið í Stekk en það hét húsið
fyrir ofan Hafnarfjörðinn sem for-
eldrar Katý bjuggu í ásamt börnun-
um 7. Þau fluttu svo til Keflavíkur þar
sem Kári faðir þeirra var rafveitu-
stjóri. Svo flutti Katý með manni sín-
um Svavari til Lúxemborgar og
dætrunum Diddu, Steinunni og Þóru.
Eftir heimkomuna til Íslands
fluttu þau í Garðabæinn. Þar áttum
við frænkurnar margar góðar stundir
í sundlaug Garðabæjar. Þar var Katý
fastagestur í mörg, mörg ár. Með
þessum fátæklegu orðum langar mér
að þakka Katý fyrir öll árin góðu.
Svavari og fjölskyldu bið ég góðan
Guð að veita styrk í sorg sinni.
Anna Lóa Marinósdóttir.
Í dag kveðjum við góða og yndis-
lega vinkonu. Við kveðjum hana Katý
vinkonu okkar úr saumaklúbbnum.
Sumum finnst 60 ár ef til vill langur
tími, en okkur vinkonunum sem
þekktum Katý finnst nú, þegar við
kveðjum hana, að hann hafi liðið afar
fljótt og söknum þess að geta ekki
lengur haft hana hjá okkur. Við mun-
um Katý fyrst á Hverfisgötunni. Hún
var elst systkina sinna og var þar af
leiðandi alltaf að passa yngri systur
sínar en þeim fjölgaði furðu fljótt og
urðu að lokum fimm. Við munum
hana akandi þeim í barnakerrum og
reiðandi þær á hjólinu sínu. Tvo
bræður eignaðist hún svo síðar. Við
vorum allar nágrannakonur af Lin-
netsstígnum og Hverfisgötunni og
þekktumst vel, en kunningsskapur-
inn óx þegar við hófum að starfa sam-
an á unglingsárunum í skátafélaginu
„Hraunbúinn“ í Hafnarfirði og fórum
saman á landsmót skáta á Þingvöll-
um 1948. Einnig fórum við oft í úti-
legur með skátafélaginu, bæði í ská-
taskálann við Kleifarvatn og í
tjaldútilegur í Helgadal fyrir ofan
Kaldársel. Þá naut Katý þess að spila
á gítarinn sinn og syngja skátalögin,
því hún var mjög músíkölsk og hafði
góða rödd. Eftir það varð sauma-
klúbburinn til og hefur kunnings-
skapurinn haldist æ síðan. Til að
byrja með, þegar við vorum enn ung-
ar og höfðum nægan tíma, hittumst
við vikulega til skiptis heima hjá hver
annarri eins og gengur og gerist, en
síðar þegar alvara lífsins tók við og
allar stofnuðu heimili og við eignuð-
umst okkar eigin fjölskyldur fór að
líða lengra á milli saumaklúbbanna.
Minna var saumað af púðum og dúk-
um, en við saumuðum í staðinn vin-
áttu sem hefur haldist alla tíð og hef-
ur verið okkur mikils virði. Katý var
mjög listhneigð og var lærður ljós-
myndari. Hún vann á ljósmyndastofu
um árabil og einnig að ljósmyndun
fyrir Sjónvarpið og Landspítalann.
Seinast hittumst við í sumar í kaffi-
stofu Norræna hússins og áttum þar
saman ánægjustund.
Við þökkum nú Katý samfylgdina
og vottum Svavari, dætrum þeirra og
öðrum ættingjum samúð okkar.
Saumaklúbburinn,
Edda, Hólmfríður, Sigrún
og Þórunn.
Katrín Káradóttir
Brynja Jónína Pálsdóttir
✝ Brynja JónínaPálsdóttir var
fædd þann 26.
desember árið
1935, að Þingeyri
við Skólaveg í
Vestmannaeyjum.
Hún lést á
lungnadeild Land-
spítalans 19. nóv-
ember sl.
Foreldrar Brynju voru Páll Jóhannes
Guðmundsson frá Fáskrúðsfirði og
Þuríður Guðmundsdóttir frá Stokks-
eyri. Þau hjón áttu 10 börn og var
Brynja Jónína fimmta í aldursröðinni í
systkinahópnum stóra. Nöfn þeirra
eru í aldursröð, Pétur Ólafur, Valdís
Viktoría, látin, Már Guðlaugur, látinn,
drengur er lést í frumbernsku, svo
kom Brynja, Kristinn Viðar, Einar Sæv-
ar, látinn, Guðmundur, Snjólaug og
yngst var Jóhanna. Fjölskyldan fluttist
í Héðinshöfða í Vestmannaeyjum, þeg-
ar Brynja var ung að árum og var fjöl-
skyldan ávallt kennd við það hús.
Brynja Jónína tók snemma þátt í
störfum heimilisins og aðstoðaði
Brynja móður sína við að ala upp
yngri systkinin, eftir ótímabært andlát
heimilisföðurins árið 1955, eftir alvar-
leg veikindi.
Brynja gekk í barnaskólann í Vest-
mannaeyjum og lauk þaðan barna-
skólaprófi. Hún byrjaði ung að vinna
hin ýmsu störf utan heimilis, svo sem
fiskvinnu og verslunarstörf. Brynja var
eftirsóttur starfskraftur og ávallt vel
liðin af samstarfsfólki sínu. Brynja
kastaði heimdraganum og fór til
starfa í Reykjavík sem vinnukona og
reyndist það gæfuspor. Þar kynntist
hún tilvonandi eiginmanni sínum
Heiðari Marteinssyni. Felldu þau hugi
saman og hófu búskap sinn saman í
Stórholti í Reykjavík og bjuggu þar um
tveggja ára skeið. Fluttust þau síðan
til Vestmannaeyja og giftu sig þann
17. mars árið 1957. Þau eignuðust
einkason sinn, Martein Unnar Heið-
arsson, 14. janúar 1962.
Marteinn á tvær stúlkur, Þórhildi, f.
14.5. 1998, með Ingibjörgu Eiríks-
dóttur og Sæunni Heiðu, f. 25.7. 1993
með Sigurlaugu Helgadóttur.
Þau Brynja og Heiðar fluttust á
Snæfellsnes 1963 vegna vinnu Heiðars
og bjuggu þar um sex ára skeið.
Lífsfley þeirra Brynju og Heiðars
þurfti að taka á sig ágjöf og mótbyr
og svo fór að leiðir þeirra skildi um
tíma. Áttu þau síðasta sameiginlega
heimili sitt á Skeljagranda 2, í Reykja-
vík og fluttu síðan þaðan í Hjúkrunar-
og dvalarheimilið Seljahlíð í Breiðholti.
Þá var heilsu Brynju farin að hraka.
Vegna alvarlegs lungnasjúkdóms
þurfti Brynja ítrekað að fara á Land-
spítala Háskólasjúkrahús þar sem hún
lést.
Útför Brynju Jónínu fór fram í kyrr-
þey, að hennar ósk, frá Fossvogskap-
ellu 27. nóvember 2009.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is