Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 Sudoku Frumstig 8 8 5 1 1 6 7 2 3 4 5 4 2 6 1 4 4 3 8 2 6 8 5 7 3 8 9 2 9 3 8 1 9 4 7 1 3 1 6 6 2 7 1 4 6 2 3 8 6 7 8 5 3 5 2 7 9 1 5 2 7 4 2 9 6 4 1 8 5 2 3 7 8 1 2 4 3 6 9 5 7 9 6 4 5 7 8 1 3 2 5 3 7 1 2 9 4 8 6 4 2 5 9 8 3 7 6 1 1 7 3 6 5 4 2 9 8 6 9 8 2 1 7 5 4 3 7 8 9 3 4 1 6 2 5 2 4 1 8 6 5 3 7 9 3 5 6 7 9 2 8 1 4 6 9 4 5 1 8 2 7 3 3 8 1 7 2 6 9 4 5 2 7 5 9 3 4 1 6 8 1 5 3 6 4 7 8 9 2 7 2 8 3 9 1 4 5 6 4 6 9 8 5 2 3 1 7 9 1 6 2 7 3 5 8 4 5 3 7 4 8 9 6 2 1 8 4 2 1 6 5 7 3 9 2 1 4 8 3 7 9 6 5 3 5 9 1 4 6 2 8 7 6 8 7 9 5 2 1 4 3 1 9 2 5 8 3 4 7 6 8 6 3 2 7 4 5 1 9 7 4 5 6 9 1 8 3 2 5 2 6 3 1 8 7 9 4 9 7 8 4 6 5 3 2 1 4 3 1 7 2 9 6 5 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 14. desember, 348. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.) Fortíðin hefur verið Víkverja hug-leikin að undanförnu og jafnvel auglýsing í Morgunblaðinu um upp- byggingu rifjar upp gömlu, góðu dag- ana. x x x Faxaflóahafnir auglýstu tiltekiðrými í verbúðunum við Granda- garð til leigu í helgarblaði Moggans. Fram kom að í skipulagi væri gert ráð fyrir verslun og þjónustu á lóðum verbúðanna og stefna Faxaflóahafna væri að þarna yrði starfsemi sem drægi að fólk og stuðlaði að fjöl- breyttu mannlífi. x x x Eftir stúdentspróf frá MR tvístr-aðist annars samhentur bekkur og harður kjarni fór til útlanda í nám. Þegar menn komu sprenglærðir aft- ur heim var rætt um hvernig best mætti samnýta þekkinguna og reynsluna frá meginlandi Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Þetta var á tímum bjórbannsins en fram- sýnir strákar á þrítugsaldri töldu að hann yrði fljótlega leyfður. Því lægi framtíðin í börum. Félagarnir höfðu farið um marga flugvelli og Víkverja þótti fyr- irkomulagið í flugstöðinni í Minnea- polis sérlega sniðugt, en þar eru raf- drifnar beltagöngubrautir í öllum tengibyggingum og hægt að ganga beint af þeim inn á veitingastaði skammt frá brottfararhliðum. x x x Hugmynd Víkverja og félaga hansvar sem sagt að opna lengsta bar í heimi með rafdrifnum belta- göngubrautum frá enda til enda, bar í hverri verbúð og eldhús með jöfnu millibili, þar sem boðið yrði upp á mat frá ólíkum heimshornum. Hús- næðið var til, Verbúðirnar við Grandagarð, en það var ekki á lausu fyrir rúmlega 30 árum og því sneru menn sér að því sem þeir höfðu lært. En nú er tækifæri til athafna í Ör- firisey, eins og segir í auglýsingunni. Víkverji hittir þessa félaga sína um helgina og gera má því skóna að þeir dusti rykið af hugmyndinni góðu, en láti nægja að fá sér bjór. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 menn, 4 liprar, 7 gömul, 8 kynið, 9 lyfti- duft, 11 lengdareining, 13 bæta, 14 grenja, 15 viðlag, 17 hirslu, 20 nátt- úrufar, 22 mynnið, 23 viðurkennir, 24 atvinnu- grein, 25 gabba. Lóðrétt | 1 skóf í hári, 2 óheflaður maður, 3 vit- laus, 4 skordýr, 5 fót- þurrka, 6 rás, 10 bætir við, 12 klettasnös, 13 tíndi, 15 konungur, 16 vafinn, 18 glaður, 19 hluta, 20 flanið, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fárveikur, 8 flóki, 9 núlli, 10 tei, 11 skapa, 13 nýrna, 15 fræða, 18 fasta, 21 púa, 22 rolla, 23 leiti, 24 snillings. Lóðrétt: 2 ámóta, 3 veita, 4 iðnin, 5 Ullur, 6 ofns, 7 hita, 12 peð, 14 ýsa, 15 forn, 16 ætlun, 17 apall, 18 falli, 19 sting, 20 akir. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O- O-O Be7 9. f3 O-O 10. g4 b5 11. g5 Re8 12. Rxc6 dxc6 13. Bf4 Da5 14. Kb1 b4 15. Re2 e5 16. Be3 Be6 17. Rc1 c5 18. Df2 c4 19. Bb6 Da4 20. h4 Rd6 21. Bc7 Rb5 22. Bxe5 c3 23. b3 Da3 24. Rd3 Hfd8 25. Bf4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Belgrad í Serbíu. Nikola Potpara (1952) frá Svartfjallalandi hafði svart gegn Snorra G. Bergssyni (2348). 25… Hxd3! 26. cxd3 Bxb3! 27. Hc1 Hc8 28. Hh2 c2+ 29. Hxc2 Bxc2+ og hvítur gafst upp. Snorri fékk 5 1/2 vinning á mótinu eins og Jón Árni Halldórsson og lentu þeir í 44.-62. sæti af 208 kepp- endum. Dagur Arngrímsson, Róbert Lagerman og Jón Viktor Gunnarsson lentu í 17.-43. sæti með 6 vinninga. Sig- urður Ingason fékk 3 vinninga og lenti í 163.-184. sæti. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vangaveltur Rigals. Norður ♠K764 ♥Á832 ♦62 ♣DG4 Vestur Austur ♠G93 ♠D1085 ♥D ♥KG1074 ♦DG1074 ♦9853 ♣K1082 ♣-- Suður ♠Á2 ♥965 ♦ÁK ♣Á97653 Suður spilar 3G. Bridspenninn Barry Rigal bar sig aumlega þegar hann rifjaði upp of- anritað spil í mótsblaði haustleikanna í San Diego. Rigal er Breti að uppruna, en hefur dvalið í Bandaríkjunum mörg undanfarin ár og spilar þar á hverju einasta stórmóti. Út kom ♦D og Rigal gekk að spilinu eins og hverju öðru handverki: fór inn á blindan á ♠K til að svína ♣D. En nú er engin leið að ráða við laufin fjögur í vestur. Eftir á að hyggja sá Rigal hvar hann hafði farið út af sporinu. Hann átti að byrja á því að spila smálaufi að litlu hjónunum. Vestur dúkkar væntanlega og þá þarf að ferðast heim til að spila laufi aftur að blindum. En það ferðalag verður að vera í boði tígulássins! Ef sagnhafi fer heim á ♠Á, stíflar vestur litinn með ♣K og tekur af suðri tíg- ulinnkomuna. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ef þú reynir að stytta þér leið í ákvarðanatöku áttu á hættu að gera afdrifarík mistök. Þú færð góðan stuðning frá fjölskyldunni ef þú biður mjög vel um hann. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vinir þínir gætu valdið þér von- brigðum í dag. Ekki láta það á þig fá, haltu þínu striki. Einhver leysir frá skjóðunni varðandi leyndarmál. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu það eftir þér að staldra við og njóta ávaxta erfiðis þíns. Gættu þess bara að ganga ekki á annarra rétt í leiðinni. Góðar fréttir gætu borist í kvöld. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú fer að sjá fyrir endann á því álagi sem þú hefur búið við síðustu vikur og þá máttu búast við umbun erfiðis þíns. Góður vinur segir þér fréttir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú átt þér draum. Gerðu allt til að láta hann rætast. Þú ert á báðum áttum varðandi breytingar heima fyrir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vertu til skiptis áhorfandi og skemmtikraftur. En mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þótt hæfileikum þínum sé ekki tekið opnum örmum skaltu samt halda áfram. Vertu á varðbergi í umferðinni. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er engu líkara en ann- ar hver maður í veröldinni vilji ná tali af þér. Sýndu hugmyndum þínum til- hlýðilega virðingu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Tafir á ferðaáætlun fara í taugarnar á þér. Góð gönguferð stuðl- ar að heilbrigðri sál í hraustum líkama. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Aðstæður heima fyrir eru kannski ekki eins og best verður á kos- ið en þeim má breyta ef vilji er fyrir hendi. Settu markið hátt og sinntu tómstundaiðjunni betur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Að stinga höfðinu í sandinn flækir málin bara enn frekar þegar til lengri tíma er litið. Notaðu tímann í skapandi verkefni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Skrifaðu niður tvær hugmyndir sem bæta aðstæður á vinnustað eða upplifun þína í vinnunni. Ferðalag gæti verið framundan. Stjörnuspá 14. desember 1877 Konungur staðfesti fyrstu lög- in um tekjuskatt. Af eigna- tekjum átti að greiða 4% skatt en 1-4% af atvinnutekjum. Svonefndir bjargræðisvegir voru undanþegnir. „Sá sem fæst við landbúnað eða hefur sjávarútveg skal eigi greiða skatt þennan,“ sagði í lög- unum. 14. desember 1910 Útgáfa „Vísis til dagblaðs í Reykjavík“ hófst. Blaðið átti að vera „sannort fréttablað en laust við að taka þátt í deilu- málum“. Vísir var sameinaður Dagblaðinu 26. nóvember 1981. 14. desember 1923 Íslensk spil komu á markað, sennilega þau fyrstu. „Spilin eru ljómandi falleg útlits og vel vönduð,“ sagði í Morg- unblaðinu. Þau seldust upp „á svipstundu“. 14. desember 1934 Fyrsta ljóðabók Steins Steinarr, „Rauður loginn brann,“ kom út. Karl Ísfeld sagði í rit- dómi í Alþýðublaðinu: „Þessi ljóð sýna, að minni hyggju, svo ótvíræða hæfileika höfund- arins að við höfum engin ráð á því að þegja hann í hel.“ 14. desember 1977 Sjávarflóð og ofviðri olli tjóni víða á suðurströndinni. Bátar skoluðust á land á Stokkseyri og í Grindavík. Þetta voru ein- hver mestu flóð á öldinni. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Nei, það verður enginn Elton John hjá mér,“ sagði Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MPbanka, þegar hann var spurður hvort það yrðu mikil veisluhöld hjá honum, en Gunnar er fimm- tugur í dag. Gunnar sagðist ekki hafa staðið fyrir miklum af- mælisveislum í gegnum tíðina, enda desem- bermánuður erilsamur. „Oft hef ég sjálfur gleymt þessum degi og ég myndi sennilega enn sjaldnar eftir honum ef ekki væri fyrir þá staðreynd að dóttir mín á afmæli daginn eftir og að þetta var jafnframt afmælisdagur ömmu minnar.“ Gunnar starfaði lengi hjá Skeljungi og var forstjóri félagsins í nokkur ár. Fyrr á þessu ári tók hann við starfi forstjóra MPbanka. „Það eru mikil tækifæri fyrir MPbanka í dag og við erum mjög þakk- lát fyrir þær góður viðtökur sem við höfum fengið bæði hjá ein- staklingum og fyrirtækjum á viðskiptabankamarkaðnum. Frá opnun útibúsins í Borgartúni í maí hefur bankinn vaxið mikið, sem er sér- staklega ánægjulegt og óvenjulegt á þessum markaði. Við munum snemma á nýju ári flytja í nýtt og mun stærra húsnæði í Ármúla 13a og þar getum við haldið áfram að vaxa, dafna og eldast.“ egol@mbl.is Gunnar Karl Guðmundsson fimmtugur í dag Enginn Elton John hjá mér Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.