Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
SAMKVÆMT
upplýsingum The
Art Newspaper
hefur aðsókn á
listasöfn í Banda-
ríkjunum aukist
á sama tíma og
efnahagskreppa
skekur und-
irstöður efna-
hagslífsins.
Dagblaðið fékk aðsóknartölur hjá
20 listasöfnum víðsvegar um landið
og í ljós kom að á síðustu þremur
árum hefur aðsókn aukist hjá
tveimur af hverjum þremur og víða
umtalsvert.
Meðal þess sem kemur fram er
að metaðsókn hafi verið á yfirlits-
sýningu á verkum Ólafs Elíassonar
í The Museum of Contemporary
Art í Chicago, en 164.946 gestir sáu
sýninguna. Safnstjórinn þar þakkar
nokkrum þáttum aukninguna; auk
vinsæls sýnanda var miðaverð
lækkað, kosning Obama, sem er frá
Chicago, varpaði kastljósi á borg-
ina, og þá voru margir spenntir að
skoða nýja álmu safnsins fyrir sam-
tímalist.
Mest er aukningin hjá söfnum
sem leggja áherslu á samtímalist.
Aðgangurinn að Museum of Mod-
ern Art í New York kostar 20 dali,
en engu að síður var síðasta ár það
besta í sögu safnsins: 2,8 milljónir
gesta. Metaðsókn var líka á Gugg-
enheim-safnið í New York, rúmlega
miljón gestir, og þar af komu
372.000 á yfirlitssýningu á verkum
arkitektsins Frank Loyd Wright.
Met á sýn-
ingu Ólafs
Aukin aðsókn að söfn-
um í Bandaríkjunum
Ólafur Elíasson
ÚKRAÍNSKUR
auðjöfur og
myndlistarsafn-
ari, Victor Pinc-
huk, hefur stofn-
að til nýrra
myndlist-
arverðlauna og
hefur heims-
kunna listamenn
og safnara í liði
með sér, þar á meðal Damiel Hirst
og Jeff Koons.
Verðlaunin eiga að styðja lista-
menn framtíðarinnar, fólk sem er
yngra en 35 ára, og nefnast Future
Generation Prize. Verðlaunaféð
nemur 100.000 dölum. Safnstjórar
Guggenheim, Tate og MoMA sitja í
valnefndinni sem veitir verðlaunin.
Hirst segist taka þátt þar sem
„listin þurfi á stuðningi að halda.“
Verðlaun
auðmanns
Jeff Koons
MATTHÍAS Jochumsson á
fjölmarga sálma í sálmabók Ís-
lendinga. Þeir eru mörgum
kunnir enda má heita að hann
hafi ort sálm fyrir hvern af
helstu merkisdögum manns-
ævinnar. Sálmar Matthíasar
boða einnig bjartsýni, trú og
von til þjóðar sem á hans tíma
var að rísa upp eftir erfiða
tíma. Matthíasar verður
minnst á tónleikum í Sval-
barðskirkju í kvöld kl. 20.30 þar sem tólf sálmar
hans verða fluttir. Á milli sálma verða flutt trúar-
leg verk eftir Mozart, Händel og Bach. Flytjendur
eru Gerður Bolladóttir sópran, Victoría Tarevska-
ia selló og Hilmar Örn Agnarsson, orgel.
Tónlist
Syngja sálma
séra Matthíasar
Gerður
Bolladóttir
JÓLATÓNLEIKAR Óp-
hópsins í Íslensku óperunni
verða í hádeginu á morgun,
þriðjudag kl. 12.15. Fram
koma allir meðlimir hópsins, en
sérstakur gestur á tónleik-
unum er Gissur Páll Giss-
urarson tenórsöngvari. Á efn-
isskrá eru jólalög úr ýmsum
áttum, eins og Maria Wiegen-
lied, Ave Maria, Panis angeli-
cus, Ó, helga nótt, Hin fyrstu
jól og Kveikt er ljós við ljós. Miðaverð er þúsund
krónur, en tónleikarnir taka um 40 mínútur í
flutningi. Gestir geta keypt samlokur, sælgæti og
drykki í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir
tónleikana.
Tónlist
Gissur Páll syngur
með Óp-hópnum
Gissur Páll
Gissurarson
ALLIR í leik – söngvaleikir
barna, heitir nýútkomin bók
eftir útvarpskonuna góðkunnu
Unu Margréti Jónsdóttur. Una
Margrét hefur á liðnum árum
safnað söngvaleikjum barna
víða, bæði hér heima og erlend-
is. Þarna eru leikir eins og
Fram, fram fylking, Meyjanna
mesta yndi og Tramp, tramp,
trúrí. Una Margrét rekur sögu
leikjanna og birtir með bæði
lög og texta. Hún fjallar um hringleiki, söngva-
leiki fram komna fyrir 1950, eltingaleiki, dansa,
sippleiki, klappleiki og orðaleiki. Una Margrét
styðst við frásagnir ótal heimildamanna á öllum
aldri, auk innlendra og erlendra heimilda.
Hugvísindi
Söngvaleikjabók
Unu Margrétar
Allir í leik –
söngvaleikir barna
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Sigrún Eldjárn, rithöfundur og
myndlistarmaður, hefur ekki setið
auðum höndum og á þrjár barna-
bækur á markaði þetta árið. Í vor
komu út tvær bækur um Kugg og
þær mæðgur, Málfríði og mömmu
hennar. Þær heita Blómkál og Úti-
lega. Nú fyrir jólin kom síðan bókin
Finnur finnur Rúsínu sem ætluð er
börnum frá tveggja ára aldri.
„Þessi bók er nokkuð dularfull,
það má eiginlega segja að sagan sé
svolítið súrrealísk,“ segir Sigrún.
„Rúsína er stelpa eða álfur eða
kannski er hún bara eitthvað allt
annað. Kannski er hún einfaldlega
bara rúsína. Bókin gerist í sveit og
upp um fjöll og firnindi á Íslandi og í
henni koma fyrir ýmis dýr, til dæmis
hefðbundin húsdýr eins og kýr, kind-
ur, hænur og svín. Finnur er svolítið
að velta fyrir sér þeirri staðreynd að
maðurinn borði þessi dýr og þá er
spurningin hvort það megi leika sér
við dýr sem maður ætlar síðan að
borða. Má maður leika við matinn
sinn? Svo er svolítill aukabónus í
bókinni að á hverri opnu er einn ís-
lenskur fugl og hjá honum stendur
hvað hann heitir og hvernig hljóð
hann gefur frá sér.“
Finnur, sem finnur Rúsínuna, er
brúnn á hörund og með blá augu.
Sigrún segir enga sérstaka ástæðu
fyrir því. „Ég hef verið með krakka
af ýmsum litum í bókunum mínum
en hörundsliturinn skiptir engu máli
upp á söguna að gera og það er held-
ur aldrei neitt sérstaklega minnst á
hann. Fólk er einfaldlega af ýmsu
tagi og hefur ekki allt sama hörunds-
lit. Það fá allir pláss í sögunum mín-
um og á myndunum.“
Bók á hverju ári
Þú myndskreytir barnabækur þín-
ar sjálf. Sérðu söguna fyrir þér í
myndum eða kemur textinn fyrst?
„Þetta er misjafnt því ég geri bæði
myndabækur með litlum texta og svo
bækur með lengri og flóknari sögum
fyrir eldri krakka. En í öllum til-
fellum er það þannig að myndirnar
skipta mjög miklu máli. Í þessari bók
urðu myndirnar kveikjan að sögunni.
Oft er það þannig að þegar ég er að
byrja að skapa nýjar persónur, þá
rissa ég þær upp, horfi á þær og
skoða þær í krók og kring. Svo sé ég
á þeim hvað þau ætla að gera. Þann-
ig að myndirnar eru stór hluti af öllu
sköpunarferlinu. Mér finnst í raun-
inni ekki að ég sé að skreyta sög-
urnar heldur eru myndirnar full-
komlega jafnmikilvægar og textinn.
Alveg jafnmikill partur af sögunni.
Ég hóf minn bókaferil á því að
myndskreyta bækur annarra höf-
unda. Svo einn góðan veðurdag lang-
aði mig að prófa hvort ég gæti skrif-
að sögu sjálf. Mig langaði að fá að
ráða öllu, vera ekki alltaf að eltast við
sögur og persónur sem aðrir höfðu
gert heldur hafa alla þræði í mínum
höndum. Út úr þessu kom bókin Allt
í plati en hún kom út 1980. Á næsta
ári á ég því 30 ára rithöfund-
arafmæli. Síðan þá hef ég verið með
bók nánast á hverju ári og stundum
fleiri en eina.“
Óttalega mikið barn
Hvað er svona skemmtilegt við
það að vinna fyrir börn?
„Ætli það skemmtilegasta sé ekki
að í barnabókum er hægt að láta allt
gerast. Svo er ég líklega óttalega
mikið barn í sjálfri mér, kannski hef
ég aldrei almennilega orðið fullorðin.
Ég er nú bara þakklát fyrir það. Auk
þess finn ég til mikillar ábyrgðar.
Það er svo mikilvægt að börn venjist
góðum bókum nánast alveg frá fæð-
ingu. Það skiptir miklu máli að þau
byrji snemma að handleika og skoða
bækur og barnabókahöfundar búa
auðvitað til lesendur sem síðar meir
munu lesa bækur fyrir fullorðna.
Þannig að í rauninni ætti að hampa
barnabókahöfundum alveg sér-
staklega í rithöfundaheiminum.“
Langaði að fá að ráða
Sigrún Eldjárn á þrjár bækur á markaði þetta árið Tvær bækur um Kugg og
bókin Finnur finnur Rúsínu Sigrún á 30 ára rithöfundarafmæli á næsta ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigrún Eldjárn „Ætli það skemmtilegasta sé ekki að í barnabókum er hægt
að láta allt gerast. Svo er ég líklega óttalega mikið barn í sjálfri mér.“
McDonagh er ekki
aðeins óttalaus
rugludallur heldur skít-
seiði. 36
»
Grafalvarlegir hlutir verðaSölva Birni Sigurðssyni aðyrkisefni í metnaðarfullriskáldsögu sem hann nefnir
daga efnahagslegs blómaskeiðs Ís-
lendinga sem reyndist byggt á sandi.
Allt er látið reka á reiðanum, fjár-
málin, tilfinningarnar, lífið sjálft og
sagan er í reynd neyslu og drykkju-
fyllerí frá upphafi til enda. Fjármála-
glæframönnum bregður fyrir og alls
konar annarri siðferðisóáran. Það má
því auðveldlega túlka hana sem tákn-
sögu um hrun hins íslenska hag-
kerfis.
Mér þykir Sölva hafa heppnast hér
vel að bregða upp mynd af íslenskri
2008 tilveru, tilveru í hvörfum þess
sem var, er og verður. Þetta er vel
skrifuð saga, byggð á góðum megin-
hugmyndum, sennilega besta verk
höfundar. Ef til vill má þó segja að
sumar fylleríslýsingarnar verði held-
ur endurtekningarsamar. En kald-
hæðnin og kímnin er aldrei fjarri.
ar ágætu persónu. Hér höfum við því
tvennt sem undirstrikar satýrueðli
sögunnar því að saga Toole nærðist
einmitt á slíku sambandi mæðgina og
saga Petróníusar var saga siðferð-
islegs hruns Rómaríkis.
Það má líka skoða þessa skáldsögu
sem einhvers konar uppgjör við
hrunið. Augljósar eru samsvaranir
síðustu daga móðurinnar og síðustu
dauðastofnun og svo geta menn
ímyndað sér framhaldið.
Ýmislegt má segja um bókmennta-
leg einkenni þessarar sögu. Mér sýn-
ist hún kallast sterklega á við tvö
verk. Sú veröld sem þau mæðginin
ganga inn í í Hollandi er ótrúlega
sviplík þeirri veröld sem lýst er í Sa-
tyricon Petróníusar enda nefnist ein
hljómsveitin sem leikur fyrir dansi í
þeim fjölmörgu partíum sem þau
mæðginin sækja heim Satyricon líkt
og heimiliskötturinn nefnist Ignatius
líkt og þekkt persóna í Aulabandalagi
Johns Kennedy Toole. Dáti Willysson
hefur býsna margt af dráttum þeirr-
Síðustu dagar móður minnar. Líkt og
aðrir höfundar tekur Sölvi útgangs-
punkt í efnahagshruninu hér á landi.
Bókin er samt kannski fyrst og
fremst skopádeila á neysluhyggju og
kæringarleysi í framvindu lífs og
lima.
Sagan hefst á því að Dáti Willysson
kemst að því að móðir hans er með
krabbamein í fæti sem leiða muni til
dauða hennar því að hún neitar að
láta taka af sér fótinn. Við þessar
fréttir detta þau mæðginin í það svo
ærlega að varla rennur af þeim fyrr
en í lok bókar. Þau halda til Hollands
á einhvers konar lækningar- og líkna-
Þegar leiknum er lokið
Skáldsaga
Síðustu dagar móður minnar
bbbmn
eftir Sölva Björn Sigurðsson,
Sögur útgáfa 2009 – 221 bls.
SKAFTI Þ.
HALLDÓRSSON
BÆKUR
Sölvi Skopádeila á neysluhyggju.
Sigrún Eldjárn er fædd árið 1954
í Reykjavík. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík og fór að því loknu í
Myndlistar- og handíðaskóla Ís-
lands og útskrifaðist þaðan úr
grafíkdeild. Sigrún hefur starfað
sem myndlistarmaður frá 1978.
Hún hefur haldið einkasýningar
og tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum bæði hérlendis og erlendis.
Sigrún hefur sent frá sér fjölda
bóka fyrir börn, en fyrsta bók
hennar, Allt í plati, kom út árið
1980. Sigrún myndskreytir allar
sínar bækur sjálf en hún hefur
auk þess myndskreytt fjölda bóka
annarra höfunda.
Sigrún hefur hlotið fjölda við-
urkenninga fyrir ritstörf sín.
Ritlist og myndlist