Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 34
Svínið Pétur
Guðmundur Steingrímsson
Sögur
bbbbn
Svínið Pétur er stórundarlegt í augum
Sigga snáks og félaga í Dýrabæ. Pétur er
sáttur við það sem hann hefur og segist
ekki þurfa neitt meira, sama hvað honum
er boðið. Hin dýrin ætla að sýna þessu
ógráðuga svíni hverju það er að missa af og halda stórt
„góðæris“-partí. Auðvitað, eins og gengur og gerist, fá þau
leið á allsnægtunum og leita aftur í faðm Péturs og látlauss
lífernis hans. Enda þarf maður bara að eiga vinkonur og vini
svo veröldin ljómi í glaðasólskini.
Þetta er fyrsta barnabók alþingismannsins Guðmundar
Steingrímssonar og fær hann Halldór Baldursson til að
myndskreyta. Er það góð samvinna, myndir Halldórs eiga
vel við grallaralegan texta Guðmundar.
Sagan sjálf er skemmtileg og boðskapurinn góður, sér-
staklega eftir að græðgi kom þjóðinni í koll og börn sem
fullorðnir verða að rifja upp hamingjuna sem felst í nægju-
seminni. Rímaður texti Guðmundar heppnast vel, er stór-
góður á köflum en stundum fær maður á tilfinninguna að
hann hafi lent í smávandræðum með rímið.
Bókin gæti komist í uppáhald hjá mörgum krökkum, sér-
staklega ef foreldrarnir lesa hana upphátt fyrir þau með
leikrænum tilþrifum, en textinn býður upp á það.
Svínið Pétur er góð frumraun höfundar sem mætti alveg
huga að því að setja í aðra barnabók.
Og þau lifðu hamingjusöm allt til
æviloka … eða hvað?
Huginn Þór Grétarsson
Óðinsauga
bbbmn
Hér er á ferðinni klassískt ævintýri í
gamla stílnum … eða hvað?
Sagan hefst þar sem flest ævintýri enda.
Haraldur er bóndasonur sem, eins og í
klassískum ævintýrum, tekst að bjarga
prinsessunni og hlýtur hana og konungsríkið að launum.
Lífið í konungshöllinni er samt enginn dans á rósum, hjóna-
kornin hrúga niður börnum, prinsessan er algjört skass og
gömlu konungshjónin ætla aldrei að hrökkva upp af svo
Haraldur fái krúnuna. Aumingja Haraldur á ekki sjö dagana
sæla, þvælist hálfpartinn fyrir í höllinni og gerir ekkert rétt.
Einn daginn sparkar prinsessan honum og Haraldur fer á
vergang en allt er gott sem endar vel og prinsinn og prins-
essan ná saman aftur, verða kóngur og drotting og lifa
(hamingjusöm) saman allt til æviloka.
Þetta er mjög sniðug bók og skemmtileg saga hjá Hugin
Þór.
Bókina myndskreytir Phil Nibbelink og eru myndir hans
mjög fínar, fullar af lífi og smáatriðum, og eiga vel við sög-
una.
Og þau lifðu hamingjusöm allt til æviloka … eða hvað? er
tilvalin fyrir aðeins eldri krakka, svona um tíu ára, sem geta
skilið grínið í henni. Þeim á eflaust eftir að finnast bókin
mjög áhugaverð, því hver er ekki forvitinn um hvað gerist
eftir að ævintýrinu lýkur?
Úlfur, Uggi og Skuggi í
ævintýraferð
Skúli Bjarnason og Sigríður Lillý
Baldursdóttir
Málstaður
bbnnn
Úlfabræðurnir Úlfur, Uggi og Skuggi
búa á Úlfasteini, sem er í Svíþjóð, með
foreldrum sínum. Á lengsta degi ársins
fá þeir að fara í bæjarferð og lenda þar í miklu ævintýri;
verða vitni að bankaráni og enda í æsilegum eltingaleik við
ræningjann.
Sagan um úlfafjölskylduna er góð, klassísk saga um þá
sem eru óvinsælir en ná vinsældum með því að vinna afrek
og eru teknir í sátt í samfélaginu í framhaldinu, en það vant-
ar ákveðinn léttleika í textann sem verður heldur alvarlegur
og langdreginn á köflum, t.d. þegar útskýrt er fyrir litlu úlf-
unum af hverju mönnunum er illa við þá. Ég hefði líka viljað
sjá úlfana lenda í öðrum ævintýrum en að elta bankaræn-
ingja, það er einhvern veginn of mikið Disney.
Teikningar Sigríðar eru fínar en bókina skortir eitthvað
til að teljast heillandi þótt hún hafi alla burði í það. Ég
myndi alveg vilja sjá fleiri ævintýri um Úlf, Ugga og
Skugga því þeir eru áhugaverðir úlfar.
Bakkabræður
Skrudda
bbbnn
Ég veit ekki hvort krakkar í dag
þekkja sögurnar af Bakkabræðrum, hin-
um einu sönnu. Nú hefur bókaútgáfan
Skrudda endurútgefið sögurnar af þeim
bræðrum, sem eru byggðar á þjóðsögum
Jóns Árnasonar, og fengið Kristínu Arn-
grímsdóttur til að myndskreyta.
Bakkabræður eldast vel og sögurnar af
þessum klaufabárðum ættu að höfða til allra krakka. Það er
líka skemmtilegt fyrir krakka að lesa gamlar íslenskar sög-
ur til tilbreytingar. Sögurnar um köttinn sem étur allt, fóta-
baðið þar sem allt fer í flækju og sólina sem Bakkabræður
reyna að bera inn í bæinn eru alltaf jafnskemmtilegar og
vekja eflaust mikla furðu og forvitni hjá börnum. Mynd-
skreytingar Kristínar eiga vel við og nær hún að draga upp
fína mynd af þeim bræðrum sem eru heldur ófrýnilegir aul-
ar.
Raggi litli og snjómaðurinn ógurlegi
Haraldur S. Magnússon
Óðinsauga
bbnnn
Þetta er ellefta bókin um Ragga litla og
nú kemst hann í kynni við snjómanninn óg-
urlega þegar hann dvelur ásamt fleira fólki
í sæluhúsi uppi í fjöllum. Raggi lendir í
smáhættu á snjóþotunni sinni, snjómað-
urinn kemur honum til bjargar og upp frá því verða þeir
vinir.
Þótt sagan hafi alla burði til að vera skemmtileg skemmir
textavinnan fyrir, textinn er oft á tíðum óþjáll og illa unn-
inn, það hefði mátt liggja meira yfir honum og jafnvel stytta
aðeins. Ævintýri Ragga og snjómannsins er líka heldur
dauft, það hefði mátt gera meira úr þeirra kynnum.
Bókin er myndskreytt af Karli Jóhanni Jónssyni og halda
myndir hans bókinni uppi. Myndirnar eru fallegar og draga
upp mynd af áhugaverðum persónum, snjómaðurinn er vina-
legur en líka hæfilega óhugnanlegur og Raggi litli er sætur
gutti sem hefði mátt fá sterkari persónuleika í sögunni.
Raggi litli og snjómaðurinn eru áhugaverðir félagar sem
hefði mátt liggja meira yfir, myndskreytingin í bókinni gerir
það þó að verkum að hún vel þess virði að skoða.
Barnabækur
Ingveldur Geirsdóttir | ingveldur@mbl.is
Yfirlit yfir nýútkomnar
íslenskar barnabækur.
Svínið Pétur
Refurinn gráðugi
reynir að lokka
hann út í vitleysu.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Spennumynd af bestu gerð þar sem
Nicolas Cage fer á kostum í hlutverki spillta
lögreglumannsins Terence McDonagh.
SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
HHHH
Roger Ebert - Chicago Sun-Times
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í REGNBOGANUM
HHHH
„Taugatrekkjandi og
vægast sagt óþægileg”
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
Meistarar svarta húmorsins,
Coen-bræður er mættir aftur
með frábært meistarverk.
Í HÁSKÓLABÍÓI
Snillingarnir Woody
Allen og Larry David
snúa saman bökum
og útkoman er „feel-
good” mynd ársins
að mati gagnrýnenda.
HHH
„Frammistaða leikara er í
heildina sannfærandi og einlæg...
stendur fyllilega fyrir sínu“
-H.J., MBL
SÝND Í BORGARBÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Bad Lieutenant kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára
Julie and Julia kl. 5:20 - 8 - 10:35 LEYFÐ
2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára
Paranormal Activity kl. 10:30 B.i.16 ára
Love Happens kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
Anvil kl. 6 - 8 - 10 B.i.7 ára
Whatever Works kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára
A Serious Man kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára
Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára
Capitalism: A Love Story kl. 8 B.i. 7 ára
The Box kl. 10:15 B.i.16 ára
2012 kl. 8 B.i.10 ára
Love Happens kl. 6 LEYFÐ
9 kl. 6 B.i.10 ára
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K