Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009
Björn Bjarnason hefur birtmerkilegt yfirlit yfir fram-
gang Icesave-málsins. Það er
ótrúleg lesning. Framganga for-
ráðamanna þess er lyginni lík-
ust.
Tökum dæmi af Steingrími J.Hann sagði í mars á þessu
ári: „Ég treysti
Svavari Gests-
syni. Ég veit að
hann er að gera
góða hluti og ég
lofa þér því að
það er í sjón-
máli að hann
landi, og hans
fólk glæsilegri
niðurstöðu fyrir
okkur.“
Steingrímur „veit“ og hann„lofar því“.
Hinn 3. júní spyr formaðurFramsóknarflokks, Sig-
mundur Davíð, Steingrím J. Sig-
fússon í þinginu um stöðu máls-
ins. Steingrímur svarar:
„Ég held ég geti fullvissað hv.
þingmann að það standi ekki til
að ganga frá einhverju sam-
komulagi í dag eða einhverja
næstu daga og áður en til þess
kæmi yrði að sjálfsögðu haft
samráð við utanríkismálanefnd.“
Daginn eftir lá fyrir samn-ingur, gerður án samráðs
við utanríkismálanefnd.
Er að undra að málið komi áafturfótunum fyrir þing og
þjóð? Steingrímur „veit“, hann
„lofar“, hann „fullvissar“ um að
eitthvað verði „að sjálfsögðu“
gert. Og ekkert stenst.
Steinrímur J. Sigfússon getursagt eins og karlinn: „Ég
viðurkenni að ég hef ekki alltaf
rétt fyrir mér en á móti kemur
að mér hefur aldrei skjátlast.“
Steingrímur J.
Sigfússon
Lítil stoð í Steingrími J.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík -3 skýjað Lúxemborg 1 skýjað Algarve 18 þoka
Bolungarvík -3 skýjað Brussel 3 léttskýjað Madríd 8 súld
Akureyri -8 léttskýjað Dublin 2 skúrir Barcelona 13 léttskýjað
Egilsstaðir -18 léttskýjað Glasgow -4 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -2 snjókoma London 3 heiðskírt Róm 11 skýjað
Nuuk 2 skafrenningur París 5 léttskýjað Aþena 14 léttskýjað
Þórshöfn -2 skýjað Amsterdam 4 léttskýjað Winnipeg -19 heiðskírt
Ósló -11 léttskýjað Hamborg 4 léttskýjað Montreal -1 snjókoma
Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Berlín 2 léttskýjað New York 4 alskýjað
Stokkhólmur 2 skýjað Vín 6 léttskýjað Chicago -3 alskýjað
Helsinki 1 skýjað Moskva -4 heiðskírt Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
29. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.08 3,6 10.32 1,1 16.32 3,3 22.44 0,9 11:22 15:39
ÍSAFJÖRÐUR 0.00 0,5 6.17 1,9 12.43 0,5 18.36 1,8 12:07 15:04
SIGLUFJÖRÐUR 2.02 0,3 8.24 1,1 14.41 0,2 21.09 1,1 11:52 14:45
DJÚPIVOGUR 1.18 1,7 7.39 0,5 13.36 1,5 19.40 0,4 11:01 14:59
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á miðvikudag, fimmtudag
(gamlársdagur)
og föstudag (nýársdagur)
Hæg norðlæg eða breytileg átt,
en norðanstrekkingur við aust-
urströndina um tíma. Víða létt-
skýjað sunnan- og vestanlands,
en annars skýjað með köflum
og sums staðar él við strönd-
ina. Frost 0 til 10 stig, mildast
syðst.
Á laugardag og sunnudag
Hægviðri, víða bjart og áfram
kalt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðan 8-15 og dálítil snjó-
koma eða él, hvassast með SA-
ströndinni, en skýjað með köfl-
um og þurrt að mestu S- og SV-
lands. Dregur heldur úr vindi í
kvöld. Frost 1 til 8 stig, mildast
syðst, en 10 til 16 stig í inn-
sveitum á Norður- og Austur-
landi.
Seyðisfjörður | Hollvinasamtök
Sjúkrahússins á Seyðisfirði (HSSS)
bættu aðstöðuna til muna nýverið
þegar þau afhentu lyftibað ásamt
lyftibaðstól með innbyggðri vog.
Búnaðurinn er af fullkomnustu
gerð og bætir verulega baðaðstöðu
stofnunarinnar, bæði fyrir sjúk-
lingana og vinnuaðstöðu starfs-
fólksins, þar sem auðvelt er að stilla
hæðina á baðkerinu og lyftu-
stólnum. Einnig voru stofnuninni
gefnar 4 salernisstoðir. Garðar Ey-
mundsson byggingameistari styrk-
ir samtökin sem nemur helm-
ingnum af verði stoðanna.
Verðmæti þessara gjafa er um 3,5
milljónir króna.
Við sama tækifæri voru Hollvina-
samtökunum afhentar 500 þúsund
kr. að gjöf frá slysavarnadeildinni
Rán. Fyrr á árinu gaf Austurlands-
deild VR 1 milljón til HSSS og
stjórn Smyril Line gaf nefndarlaun
sín, 600 þúsund.
Stjórn HSSS hefur ákveðið að
endurnýja stóla í borðstofu ann-
arrar deildar sjúkrahússins. Heild-
arverð er rúmlega 800 þúsund
krónur. Magnús Pálsson mun
leggja fram veglegan styrk til
þeirra kaupa.
Sjúkrahúsið fékk bún-
að fyrir um 4 milljónir
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Bað Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði afhentu formlega lyftibað.
NÁKVÆMAR tölur um jólaversl-
unina eru ekki væntanlegar fyrr en
um 10. janúar en að sögn Andrésar
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Samtaka verslunar og þjónustu, hef-
ur verslunin farið fram úr björtustu
vonum kaupmanna.
„Jólaverslunin 2008 var mjög döp-
ur. Menn eru miklu kátari með hana
núna,“ segir Andrés. Í fyrra dróst
verslunin saman um 18%, en árið þar
á undan nam aukningin um 7% á
milli ára.
„Þetta er mun betra en í fyrra og
það má raunar segja að í ljósi alls þá
hafi þetta farið fram úr björtustu
vonum,“ segir Andrés. Hann segir að
verslunin hafi farið hægt af stað í ár
en verslunarmenn séu hins vegar
sammála um að jólaverslunin í ár
hafi gengið betur en þeir hefðu þorað
að vona.
Skattahækkanir eru framundan
og Andrés segir að leiða megi að því
líkum að þær hafi ýtt undir kaup á
varanlegum neysluvörum, s.s. dýr-
um raftækjum.
Rannsóknarsetur verslunarinnar
mun birta tölur um jólaverslunina í
næsta mánuði sem fyrr segir.
Jólaverslun fór fram
úr björtustu vonum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STARFSMENN Sorphirðu Reykjavíkur ætla sér að tæma tunnurnar við
heimilin í borginni áður en nýtt ár gengur í garð og biðja því fólk um að
kanna aðgengi að sorptunnunum eftir ofankomuna í gær. „Gott er að moka
frá tröppum og tunnum og færa þær nær götunni til að stytta skrefin sem
oft verða þung á þessum árstíma. Aðstæður til sorphirðu geta orðið slæm-
ar í myrkri, kulda og snjó,“ segir í tilkynningu frá borginni.
Biðja fólk að moka frá sorptunnunum