Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, hefur fyrirskipað endur- skoðun á lista yfir fólk sem ekki má ferðast til Bandaríkjanna eftir mis- heppnaða tilraun 23 ára Nígeríu- manns til að sprengja farþegaþotu í loft upp yfir Detroit. Bresk yfirvöld hafa staðfest að Nígeríumaðurinn Umar Farouk Ab- dulmutallab hafi verið settur á bann- lista þeirra í maí síðastliðnum. Hann hafði stundað háskólanám í London. Abdulmutallah var settur á gát- lista í síðasta mánuði eftir að faðir hans skýrði bandaríska sendiráðinu í Abuja, höfuðborg Nígeríu, frá því að hann hefði áhyggjur af trúarofstæki sonar síns. Alls eru um 550.000 manns á gátlistanum. Abdulmutallah er þó ekki á lista yfir 18.000 manns sem notaður var til að velja þá sem bannað er að ferðast til Bandaríkjanna. Nígeríu- maðurinn var með gilda vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna og fór með flugvél frá Lagos til Amsterdam á jóladag og þaðan til Detroit daginn eftir. Hermt er að sprengiefnið hafi ver- ið saumað í nærfatnað mannsins en kveikibúnaðurinn ekki virkað, þann- ig að farþegar hafi getað yfirbugað manninn. Endurskoða bannlista NÝ TÆKNI VIÐ ÖRYGGISGÆSLU Á FLUGVÖLLUM Búnaður til að tryggja öryggi dyra stjórnklefans Ber kennsl á fingraför flugmanna og flugþjóna, myndavél til að fyrirbyggja að aðrir komist inn Búnaður er metur hættu og stjórnar viðbrögðum við henni Safnar gögnum og leggur til hvernig bregðast eigi við ef hætta skapast. Flugmaður sér tillögurnar á tölvuskjá Búnaður til að greina hættu inni í vélinni Myndavélar og hljóðnemar til að greina afbrigðilega hegðun farþega Evrópska verkefnið SAFEE (Security of Aircraft in the Future European Environment) hefur þróað kerfi til að tryggja öryggi í flugi Nýir skannar hafa verið teknir í notkun til reynslu á flugvöllum í Bandaríkjunum Heimildir: AS&E, TSA, SAGEM Defense Securite Búnaður til að vernda fjarskipti Tryggir örugg fjarskipti milli stjórnklefa og flugumferðarstjóra Búnaður til að afstýra hugsanlegum árekstrum Breytir stefnu vélar ef hún fer af heimilaðri braut Merki með tölvukubba Tengir saman farþega og farangur hans, tryggir að hvort tveggja sé í vélinni Manngreinimyndavélar Sannreyna hvort sá sem fer inn í vélina sé sá sami og skráði sig inn „Rafrænt nef" Á að nema lykt af hugsanlegum sprengiefnum Svæðin sem tvístra geislum eða taka þá í sig eru dregin fram Plastsprengi- efni og lyf eða vímuefni tvístra geislunum Byssur eða vírar taka röntgen- geislana í sig Lokaútlínur myndar Tækið finnur bæði lífræn og ólífræn efni Hlutir innan klæða Röntgen-geislar sem endurkastast nást á nemum á stórum fleti Aðeins lítið svæði verður fyrir geislum í einu Föt verða ósýnileg þar sem röntgen- geislarnir fara í gegnum þau Röntgen- geislar Röntgen- nemi Þannig virka nýjustu skannarnir Óhætt er að nota tækið á barnshafandi konur Geislunin frá tækinu er mjög lítil Andófsmenn handteknir  Öryggissveitir í Íran láta til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum eftir að minnst átta manns biðu bana í götumótmælum  Vestræn ríki fordæma ofbeldið ÖRYGGISSVEITIR í Íran handtóku á annan tug andófsmanna í gær eftir að minnst átta manns biðu bana í hörðum átökum milli lögreglumanna og mótmælenda í Teheran og fleiri borgum. Á meðal þeirra sem voru handteknir í gær voru fjórir aðstoðarmenn Mohammads Khatamis, fyrr- verandi forseta Írans, og stjórnarandstöðuleiðtog- ans Mirs Hosseins Mousavis. Öryggissveitirnar handtóku einnig andófsmanninn Ebrahim Yazdi, sem var utanríkisráðherra Írans fyrstu mánuðina eftir íslömsku byltinguna árið 1979, og blaða- manninn Emadeddin Baghi sem hefur barist fyrir mannréttindum í Íran. Líklegt þykir að handtökurnar magni spennuna og leiði til frekari mótmæla. Andstæðingar Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, hafa notað hvert tækifæri sem gefst til að efna til fjöl- mennra götumótmæla frá því að hann var endur- kjörinn í umdeildum kosningum í júní. „Fyrirlitlegu ofbeldi“ mótmælt Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Íran hafði eftir emb- ættismanni Þjóðaröryggisráðs Írans að átta manns hefðu beðið bana í átökunum á sunnudag. Áður hafði íranska ríkissjónvarpið sagt að minnst fimmtán manns lægju í valnum í höfuðborginni einni, þeirra á meðal tíu félagar í „andbylting- arsinnaðri hreyfingu hryðjuverkamanna“. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Mehdi Karroubi fordæmdi „þetta fyrirlitlega ofbeldi“ og sakaði stjórnina um að hafa valdið blóðsúthellingum með því að „gefa hópi villimanna lausan tauminn“. Harðlínumenn í klerkastjórninni kröfðust hins vegar þess að yfirvöld gripu til harðra aðgerða gegn stjórnarandstöðunni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi, Kanada og Þýskalandi mótmæltu ofbeld- isverkum öryggissveitanna. Rússneska utanríkis- ráðuneytið kvaðst hafa áhyggjur af atburðunum í Íran síðustu daga og hvatti til þess að fundin yrði málamiðlunarlausn til að afstýra enn meiri blóðs- úthellingum. bogi@mbl.is FÓLK leikur sér í snjó við baðkofa á bílkerru í þorpinu Bobrovka í Síberíu. Eigandi skógar- höggsfyrirtækis í þorpinu lét setja upp baðkofa á bílkerruna til að gera fólki kleift fara í rúss- neskt sána, eða banja, á meðan það er flutt á milli staða. Mörgum Rússum finnst gott að kæla sig í snjónum á milli þess sem þeir liggja í gufu- baðinu. KÆLA SIG EFTIR GUFUBAÐIÐ Reuters RANNSÓKN ástralska sálfræði- prófessorsins Joe Forgas bendir til þess að það geti verið gott fyrir menn að vera í vondu skapi þegar þeir taka ákvarðanir. Rannsóknin bendir til þess að þeir sem eru í vondu skapi ráði betur við erfiðar aðstæður en geðgott fólk, þeir hugsi skýrar, séu athugulli og ekki eins auðblekktir. Glaðværð ýtir hins vegar undir sköpunargáfu, sveigjanleika og samvinnuvilja manna, að því er fram kemur í tímaritinu Austral- ian Science. Önnur rannsókn sálfræðipró- fessorsins bendir til þess að drungalegir rigningardagar bæti minni fólks en menn hneigist til þess að vera gleymnir á björtum sólskinsdögum. Er vonda skapið gott? Skarpur og skap- vondur maður. FYRIRTÆKI í Los Angeles býður viðskiptavinum sínum upp á þá þjón- ustu að leigja þeim lifandi jólatré sem geymd eru í pottum og hægt er að skila eftir jólin. Trén eru gróð- ursett aftur með rafræn merki til að viðskiptavinurinn geti fengið sama tré aftur að ári liðnu. Eigandi fyr- irtækisins segir þessa þjónustu njóta mikilla vinsælda meðal fólks sem hafi áhyggjur af skógareyðingu og sé andvígt því að tré séu höggvin en vilji samt ekki gervijólatré. Leigja lifandi jólatré VERSLUNARMIÐSTÖÐ í kín- versku borginni Shijiazhuang hefur opnað bílageymslu þar sem kvenbíl- stjórum er boðið upp á sérstök bíla- stæði. Rýmið sem konurnar fá fyrir bílana er breiðara og munar um það bil metra á hvern bíl. Talsmaður verslunarmiðstöðvarinnar segir að þetta hafi verið ákveðið vegna þess að konur séu með „öðruvísi fjar- lægðarskyn en karlar“. Konur fá stærra stæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.