Morgunblaðið - 29.12.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 29.12.2009, Síða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 ✝ Júlía Svava Elías-dóttir fæddist í Hólshúsum Gaul- verjabæjarhreppi í Árnessýslu 20. jan- úar 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 11. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar Svövu voru Elías Árnason f. 31.12. 1884, d. 25.9. 1966, og Guðrún Þórðardóttir, f. 29.8. 1885, d. 9.3. 1969. Systkini Svövu sem öll eru látin voru: Margrét, f. 1914, d. 2003, Þórður, f. 1915, d. 2003, Árni, f. 1917, d. 1995, Guð- rún Júlía, f. 1918, d. 2005, Elín, f. 1920, d. 1992, Guðrún, f. 1923, d. 1990, Bjarni, f. 1926, d. 1927, Guð- laug, f. 1928, d. 2000. Svava giftist hinn 9. desember 1944 Indriða Jóni Gunnlaugssyni, f. 16.1. 1915, d. 2.7. 1972. For- eldrar hans voru Gunnlaugur Torfason, f. 29.1. 1878, d. 25.12. 1937, og Þuríður Ólafsdóttir, f. 10.7. 1881, d. 23.9. 1930. Börn Hlíf, f. 1977, og Elva Brá, f. 1983. Með Petru Ingvadóttur eignaðist Jens dótturina Ingu Birnu f. 1998. 5) Guðrún, f. 8.2. 1956. Maki Jón Eyjólfsson, f. 16.3. 1959. Sonur þeirra er Eyjólfur, f. 1996. Lang- ömmubörn Svövu eru 30 talsins og eitt langalangömmubarn. Sam- býlismaður Svövu frá 1993 er Sig- tryggur Þorsteinsson, f. 30.1. 1929. Svava sleit barnsskónum í Fló- anum en fluttist í Mosfellssveit ár- ið 1943 og bjó fyrst á Laugabóli í Mosfellsdal og svo á Æsustöðum en síðan byggðu þau Indriði sér hús í dalnum sem þau nefndu Víði- gerði og fluttu þangað 1949. Þar bjó Svava allt til ársins 2007, er hún vegna veikinda flutti í hjúkr- unarheimilið Víðines. Svava var heimavinnandi hús- móðir eins og tíðkaðist í þá daga en fór að vinna úti er hún missti mann sinn Indriða, þá aðeins fimmtug að aldri, og starfaði hún lengst á Reykjalundi. Hún var í Kvenfélaginu í Mosfellssveit til margra ára og var á seinni árum mjög virk í félagsstarfi aldraðra. Útför Svövu verður í Lágafells- kirkju í dag, 29. desember, kl. 11 og jarðsett verður á Mosfelli í Mosfellsdal. Svövu og Indriða eru: 1) Hrefna, f. 21.10. 1942. Maki Ragnar Jónsson, f. 13.1. 1934. Börn Hrefnu og Jóns Björnssonar fyrri manns hennar eru Indriði, f. 1962, Helga, f. 1963, og Guðleif, f. 1965. 2) Ásgeir, f. 27.6. 1945. Maki Sigrún B. Gunnarsdóttir, f. 1.8. 1944. Dóttir þeirra er Svava Björk, f. 1980. Fósturbörn Ásgeirs eru Hjörtur, f. 1963, Anna Silfa, f. 1968, og Gunnar Reynir, f. 1973. 3) Bjarni f. 2.11. 1948, d. 27.12. 1999. Maki Aðalheiður V. Stein- grímsdóttir, f. 6.4. 1948, d. 18.2. 2006. Synir þeirra eru Stein- grímur, f. 1967, Gunnlaugur Indr- iði, f. 1970, og Eyþór Már, f. 1974. 4) Jens, f. 10.5. 1954. Sambýlis- kona Sveinbjörg Hrólfsdóttir, f. 15.9. 1959. Fyrri kona Jens var Guðlaug Snæfells og eru börn þeirra Guðmundur, f. 1974, Áslaug Nú er ég kveð þig elsku mamma mín kemur fyrst upp í hugann hversu ljúf, blíð og góð þú varst og sérlega skapgóð en afar viðkvæm. Þú varst sterk eins og klettur þar til yfir lauk og ég veit að nú ertu laus við allar þrautir og komin til allra ástvina þinna sem eru farnir. Þessi síðustu ár voru þér erfið að geta ekki tjáð þig né talað og þú varst orðin þreytt og hvíldin kær- komin. Mamma er síðust systkina sinna sem kveður. Bernskuár hennar voru góð og það var alltaf mannmargt í Hólshúsum og oft glatt á hjalla. Mamma flutti í Mos- fellsdalinn 1943 með pabba og byggðu þau sér hús þar er þau nefndu Víðigerði. Komu þau sér upp smá hænsnabúi og voru seld egg í Víðigerði til margra ára. Mamma undi sér vel í fallega bragganum sínum í Víðigerði og bjó þar alls í 58 ár og man ég ekki eftir öðru en að mamma væri alltaf heima. Mamma hafði yndi af blómum og útbjó fallegan garð í kringum húsið og naut þess að stússa við það. Nú þegar hópurinn hennar stækkaði og ömmubörnin komu var samt alltaf nóg pláss í Víði- gerði og alltaf fengu þau eitthvað í búrinu hennar góða. Eyjólfi mín- um fannst líka alltaf vera til ótelj- andi kökur þar og góðgæti. Árið 1972 deyr pabbi og það var áfall en hún hélt áfram og fór að vinna úti. Þá kom sér vel að hafa eggja- söluna. Hún var alltaf heilsuhraust og oft gekk hún heim úr vinnunni frá Reykjalundi, þá yfir Skamma- dal. Henni var Víðigerði afar kært og okkur öllum og það er ljúft að hugsa til þess að nú sé það nafna hennar Svava sem býr þar og heldur hennar nafni á lofti í daln- um. En þótt mamma væri búin að vera ein svo lengi þá fann hún hamingjuna á ný er hún kynntist honum Didda sínum, og áttu þau góð ár saman og nutu þess. Hann er mikill dýravinur og fékk sér nokkrar kindur og eins voru þau mikið í félagsstarfi og handavinnu, og máluðu á postulín og eigum við öll í fjölskyldunni fallega muni frá þeim. Þau fóru líka saman í ferða- lög, síðast var það ferð til Kan- aríeyja. Eins hafði mamma ferðast töluvert áður og komið til þó nokk- uð margra landa. Eins er mér ljúft að minnast þess er ég bjó á Flat- eyri, þá kom mamma oft í heim- sókn og naut þess m.a. að fara í berjamó. Alltaf þótti henni gaman að dansa og voru gömlu dansarnir uppáhaldið. Og ekki má gleyma því hversu gaman henni þótti að punta sig og vera fín, og geymdi hún suma kjólana sína og alltaf var hún vel til höfð um hárið og í gamla daga er tíðkaðist að túbera hárið sat ég löngum stundum rétt um fermingu og túberaði á henni hárið og greiddi. En mamma varð fyrir þeirri sáru reynslu er Bjarni bróðir dó skyndilega 1999 og konan hans Heiða 2006. Þetta fannst henni erfitt að sætta sig við að lifa son sinn og tengdadóttur. En að fá að lifa nærri því 88 ár er bara þó nokkuð gott. Að lokum vil ég þakka Didda fyrir alla hans umhyggju og ástúð við mömmu síðastliðin ár. Og mamma mín elskuleg, kærar þakk- ir fyrir öll árin sem við áttum sam- an, þau voru yndisleg og ég veit að ég á eftir að sakna þín sárt en hvíldu í friði og Guð veri með þér. Þín dóttir, Guðrún. Elsku amma mín. Ég sakna þín nú þegar þú ert horfin frá mér til Guðs. Ég man svo vel hvað þú hlóst innilega og skemmtilega, og ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst sú sem ég leit alltaf upp til. Ég elska þig amma og ég man líka vel það sem þú sagðir svo oft við mig: „Eyjólfur minn, vertu nú góður strákur.“ Takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Þinn ömmustrákur, Eyjólfur. Nú er elskuleg amma Svava fall- in frá og það eru ófáar minning- arnar sem fljúga um hugann þegar ég sit hér í eldhúsinu í Víðigerði. Amma Svava var einstaklega hlý og góð kona. Hún var glaðlynd og alltaf var stutt í glettinn hláturinn og fallega brosið hennar. Hún var afar vandvirk í því sem hún tók sér fyrir hendur og handavinnu sinnti hún öll sín ár og var alltaf gott að fá mjúkan pakka á jólunum frá ömmu. Hún var ávallt vel til- höfð og klæddist aðallega kjólum og pilsum. Henni þótti allt skart afar fallegt og notaði það á hverj- um degi. Henni þótti afar vænt um fjölskylduna sína og faðmaði alla og kyssti þegar hún hitti fólk og kvaddi. Faðir minn, Ásgeir, var lengi með kjúklinga í Víðigerði og það voru tíðar ferðirnar upp í dal að sinna þeim og alltaf var gott að kíkja í búrið hjá ömmu og fá kex eða kleinu. Amma kenndi mér að steikja kleinur hér í Víðigerði og það voru bestu kleinurnar sem til voru sem amma bakaði. Hún tók alltaf vel á móti gestum og átti alltaf til eitthvað gott með kaffinu. Mikið sport var það að fá að labba út á veg með ömmu og sækja Morgunblaðið í rútuskýlið. Þá setti amma gaddana undir stígvélin ef það var mikil hálka og svo leidd- umst við saman þessa leið sem virtist svo löng í þá daga. Amma var lengi ekkja og bjó ein eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu en svo kynntist hún Didda sínum á dansleik eitt árið. Ég man hvað mér fannst þetta æðislegt að amma mín ætti kærasta. Þau áttu vel saman og þeim leið vel hérna í Víðigerði og dunduðu sér við hitt og þetta, aðallega þó prjónaskap og að sinna um kindurnar sem voru einstaklega fallegar og gæf- ar, enda vel hugsað um þær. Amma var heppin að hafa Didda sér við hlið síðustu árin, hann reyndist henni vel í alla staði. Eft- ir að amma flutti á hjúkrunarheim- ilið í Víðinesi fyrir rúmum tveimur árum hrakaði henni og sjúkdóm- urinn sigraði að lokum. Við Krissi erum stolt af því að búa í bragg- anum hennar ömmu hér í Víðigerði og gerum okkar besta til að sinna staðnum eins vel og við getum. Við kveðjum ömmu Svövu með ást og söknuði og munum ávallt geyma minninguna um hana í hjörtum okkar. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti) Nú er amma komin í drauma- landið sitt þar sem vel er tekið á móti henni. Elsku amma Svava, við sjáumst seinna. Svava Björk, Kristmundur Anton og Bríet Björk. Júlía Svava Elíasdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, GUÐMUNDUR HEIÐAR GUÐJÓNSSON frá Bakkagerði, Ystaseli 21, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 26. desember. Halldóra Sigurðardóttir, Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir, Andrew James Scrimshaw, Sigurjón Már Stefánsson, Ásta Sólveig Stefánsdóttir, Guðjón Guðmundsson og barnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRNÍNA JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ, áður til heimilis Túngötu 11, Sandgerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði á annan dag jóla, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Sandgerði fimmtudaginn 31. desember, gamlársdag, kl. 12.00. Rúnar Marvinsson, Ingimar Sumarliðason, Jolanta Janaszak, Sólborg Sumarliðadóttir, Gylfi Gunnarsson, Rut Sumarliðadóttir, Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir, Björn Halldórsson, Sigrún Sumarliðadóttir, Sveinbjörn Sverrisson, Margrét Sumarliðadóttir, Guðbrandur Einarsson, Sigurður Óli Sumarliðason, Jóna Magnea Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, ÞÓRUNN SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést aðfaranótt sunnudagsins 27. desember á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Júlíus K. Björnsson, Sigurveig Björnsdóttir. ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR STEINGRÍMSSON fiðluleikari, lést sunnudaginn 27. desember. Jóhanna Cortes, börn, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir mín, SONJA SIGURÐARDÓTTIR, lést fimmtudaginn 17. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 7. janúar kl. 11.00. Ólafur Valdimars. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞÓRARINN STEFÁNSSON bifvélavirki, Dofraborgum 42, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 24. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.00. Jónína V. Sigurðardóttir börn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.