Morgunblaðið - 29.12.2009, Side 31

Morgunblaðið - 29.12.2009, Side 31
þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með kærri þökk fyrir allt, elsku Hanna mín. Gróa Halldórsdóttir. Jæja Hanna, nú ertu farin frá okk- ur, í raun alltof snemma, við áttum eftir að fara í Karabíska hafið á átt- ræðisafmælinu þínu, og hvert á ég nú að fara þegar ég verð strand í myndagátum um jólin, það var alltaf tryggt að fá lausnarorð hjá þér. En svona er maður eigingjarn, því það var ljóst fyrir nokkru að þinn tími hér hjá okkur var að enda kominn og ég veit að nú ert þú á nýjum stað með Sigga, Halla bróður þínum og fleir- um sem þér eru kærir og eru farnir, við hin verðum að bíta á jaxlinn og halda áfram með allar góðu minning- arnar sem tengjast þér og ykkur báð- um tengdaforeldrum mínum. Ég er þakklátur fyrir þær móttökur sem ég fékk þegar Didda kynnti mig fyrir ykkur árið 1973 og þá vináttu sem hefur haldist æ síðan og allar góðu stundirnar sem við áttum saman hvort heldur heima yfir kaffibolla, við að spila bridge eða á ferðalögum sem voru þó nokkur. Mér er minnisstætt þegar við heimsóttum Skóga í Mos- dal við Arnarfjörð þar sem þú varst fædd og áttir heima áður en fjöl- skyldan flutti til Siglufjarðar, við þurftum að ganga töluverðan spotta áður en við komum að bænum sem þá var fallinn að mestu, þú hljópst um eins og unglingur og sýndir okkur hvernig allt hafði verið. Við komum svo aftur löngu seinna og ég man að þú hvesstir þig yfir því að það var bú- ið að jafna út tóftirnar svo það voru engin merki um mannabústað og eins hitt að ekki hefði verið settur steinn eða merki í bæjarstæðið sem sýndi hvaða býli hefði verið þarna og ég var alveg sammála þér. Ég minnist rim- manna sem við tókum um pólitík og þjóðmál, þær voru stundum háværar en enduðu alltaf í sátt og það var kannski af því að við vorum eiginlega sammála þegar á allt er litið. Svona minningar og margar fleiri sem hrannast upp á lífsleiðinni gera það að verkum að ég er meira en sáttur að leiðarlokum. Ég tel það forréttindi að hafa kynnst ykkur sem fóruð í gegnum lífið með jafn lítil veraldleg auðæfi á milli handanna og rákuð svo stórt heimili eins og ykkar, af jafn- miklu æðruleysi og þið Siggi gerðuð því það var örugglega oft erfitt að koma 11 börnum til manns. Þið lifið í minningunni, hafið þökk fyrir sam- ferðina. Ægir Björgvinsson.  Fleiri minningargreinar um Krist- rúnu Jóhönnu Ásgeirsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 fm sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is Leó, s. 897- 5300. Bílskúr Flash 2 Pass fjarstýringar Fjarstýringar f. bílskúrshurðaopnara. Virkar með ljósabúnaði bílsins eða mótorhjólsins. Kynntu þér málið. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Verslun Titanium trúlofunar- og giftingar- hringar - Áralöng reynsla á titanium tryggir gott verð og gæði. Eigum einnig pör úr gulli, hvítagulli, wolf- ram, silfri o.fl. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Bílaþjónusta Varahlutir Vinnuvélar MultiOne fylgihlutir Eigum á lager mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélarnar. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. MultiOne Eigum á lager nýjar MultiOne fjölnotavélar í ýmsum stærðum. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Óska eftir Kaupi frímerki, umslög, kort og seðla - Kaupi frímerki, umslög, póstkort með frímerkjum á og seðla, síðan fyrir 1960. Upplýsingar í síma: 691 7794, Sverrir. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 ✝ Vilhjálmur Krist-inn Sigurðsson fæddist í Kirkjuvogi í Hafnahr., Gull. 2. október 1933. Hann lést á heimili sínu, Lindargötu 57, hinn 16. desember sl. For- eldrar Vilhjálms voru Sigurður Helgi Ólafs- son útvegsbóndi og síðar kaupmaður, fæddur í Kirkjuvogi, Hafnarhr., Gull. 21. október 1892, d. 29. júní 1975, og Jónína Guðmundsdóttir, húsfreyja, fædd í Nýjabæ, Krísuvík í Grindavíkurhr., Gull. 20. júní 1896, d. 29. október 1985. Vilhjálmur var yngstur fimm systkina en þau voru: Kristín, f. 12. mars 1923, Ólafur Ketill, f. 15. sept- ember 1926, Guðmundur, f. 28. maí 1929, og Steinunn, f. 7. ágúst 1931. Vilhjálmur starfaði lengi framan af sem skrifstofumaður á vellinum en síðari helming starfsævinnar var hann póstvarðstjóri hjá Pósti og síma í að- alútibúinu í Austur- stræti. Hann var einn- ig á Fossunum í millilandasiglingum um tíma. Vilhjálmur flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur um fimm ára aldur og bjó hjá þeim alla þeirra tíð. Sigurður faðir Vilhjálms var kaupmaður og bók- sali í miðbæ Reykja- víkur. Eftir andlát Sigurðar og Jónínu var Vilhjálmur áfram búsettur í húsi þeirra á Njálsgötu 48A, eða þangað til hann flutti í þjónustuíbúð aldraðra við Lindargötu fyrir tæpum tveimur árum. Hann var alla tíð ókvæntur og barnlaus. Útför Vilhjálms fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 29. desember, og hefst athöfnin kl. 13. Vilhjálmur, eða Villi frændi eins og hann var oftast nefndur, er nú farinn frá okkur hinum af yngri kynslóðinni. Foreldrar hans og systkini eru látin fyrir alllöngu og oft varð okkur hugsað til þess að það hlyti að vera einmanalegt að búa bæði einn og hafa engan af sínum allra nánustu hjá sér leng- ur. Eða eins og ein lítil frænka hans sagði eitt sinn: Hann Villi frændi er svo skemmtilegur og góður við börn að það væri gaman ef hann ætti einhver sjálfur. Það var svo sannarlega rétt, hann var afskaplega barngóður og einnig var hann þekktur fyrir að kaupa þeim gjafir sem gleymdust seint. Frænkur fengu kannski stórt klapp á hausinn og dúkku í sextán ára afmælisgjöf því Villa þóttu frænkur sínar alltaf svo litlar og indælar, og fyrir honum voru þær aldrei meira en smástelpur. En það var kannski ekki skrítið að fyrir honum væru þetta litlar stærðir, því hann var sjálfur áber- andi stór maður, nánast tveir metrar á hæð og mikill um sig. Það var alltaf dálítið sérstakt að þrátt fyrir að vera sá stóri maður sem Villi var hreifst hann þó yf- irleitt helst af því sem var fínlegt eða smátt og hafði til að mynda mesta unun af bæði listdansi á skautum og ballett. Frjálsar íþróttir voru honum líka hugleikn- ar og það veitti honum ómælda gleði að komast á ólympíuleikana í Rússlandi hér áður. Villi hafði sér- staklega mikinn áhuga á Rússlandi og Póllandi og ferðaðist þangað margsinnis auk þess sem hann átti alltaf pennavini þaðan sem hann skrifaðist á við. Eitt sinn kviknaði ástin á milli Villa og einnar pennavinkonunnar og þau mæltu sér mót á höfn er- lendis nokkrum mánuðum síðar. Þegar skipið sigldi að bryggju beið hún þar með foreldrum sínum og bar augljóslega barn undir belti. Þar sem þetta var þeirra fyrsti fundur ákvað Villi að sigla aftur heim, enda nokkuð skelkaður yfir þessum óvæntu málalyktum. Gummi bróðir hans gat ekki stillt sig um að stríða honum í eldhúsinu á Njálsgötunni við heimkomuna, og sagði heimilisfólkinu alla sólar- söguna, Villa til mikils ama. Þá sagði Sigurður faðir þeirra; eru þau nú ekki orðin heldur kraft- mikil bréfin frá þér Villi minn? Þrátt fyrir að það væri Villa ævinlega eiginlegra að tjá sig í rit- uðu máli var þó eitt sem hann þreyttist aldrei á að tala um, en það voru Hafnirnar suður með sjó. Ásamt því að hafa eytt bernskuár- unum þar átti Villi afa sem var bú- settur í Höfnum, Ólaf Ketilsson, og var einkar hlýtt á milli þeirra. Villa fannst alla tíð mikilvægt að fara suður á nesin og skoða bernskuslóðirnar á meðan hann rifjaði upp góðar minningar og oft- ar en ekki slóst Lilli frændi hans í för og keyrði hringinn með Villa. Þá var alltaf komið við hjá Kal- manstjörn og kirkjunni, og stund- um stoppað í kaffi hjá Katli föð- urbróður hans. Nú er Villi frændi horfinn á vit forfeðra sinna og þeirra sem voru honum kærust, og við hin af yngri kynslóðunum mun- um ávallt minnast hans sem gamla góða Villa. F.h. afkomenda Stínu stórusyst- ur, Herdís Sigurðardóttir. Vilhjálmur Kristinn Sigurðsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHILDAR HERVARSDÓTTUR, Sólheimum 23, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 8. desember. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Auðunn Snæbjörnsson, Ása Ásgeirsdóttir, Guðvarður Halldórsson, Kristín Ásgeirsdóttir, Viðar Örn Þórisson, Aðalsteinn Auðunsson, Engilbjört Auðunsdóttir, Ólafur Teitur Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐJÓNS ÞÓRÐARSONAR fyrrv. ráðherra og sýslumanns, Dalabyggð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítala Landakoti fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Guðlaug Guðmundsdóttir, Sigurður Rúnar Friðjónsson, Guðborg Tryggvadóttir, Þórður Friðjónsson, Ragnheiður D. Agnarsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Margrét L. Steingrímsdóttir, Lýður Árni Friðjónsson, Renate Mikukste, Steinunn Kristín Friðjónsdóttir, Árni M. Mathiesen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru ÓLAFÍU PÁLÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Gilsfjarðarbrekku, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Indriði E. Baldvinsson, Karólína Ingólfsdóttir, Jóna G. Baldvinsdóttir, Gunnar Helgi Guðmundsson, Ingibjörg Magnea Baldvinsdóttir, Jón Kjartansson, Elinborg A. Baldvinsdóttir, Helgi Stefánsson, Margrét H. Brynjólfsdóttir, Hugrún H. Einarsdóttir, Friðrik Ragnarsson, Katrín Björk Baldvinsdóttir, Sæmundur Ó. Ólason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.