Morgunblaðið - 29.12.2009, Síða 34

Morgunblaðið - 29.12.2009, Síða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÉG HEYRÐI AÐ NEFIÐ OG EYRUN Á MANNI HALDA ÁFRAM AÐ VAXA ÞEGAR MAÐUR ELDIST SLEPPUM ÞVÍ AÐ ELDAST SAMÞYKKT EFTIR NOKKRAR VIKUR FERÐU Í LEIKSKÓLA LEIKSKÓLA? JÁ, ÞAÐ FARA ALLIR Í SKÓLA SKÓLA? ÞANNIG MENNTAR FÓLK SIG MENNTAR? KENNARI? AUMINGJA KENNARINN ÞINN AF HVERJU VILDIR ÞÚ AÐ ÉG SETTI „X“ Á VEGGINN? SVO VIÐ MUNUM EFTIR ÞVÍ AÐ SLEPPA ÞESSU HÚSI NÆST ÞEGAR VIÐ KOMUM HINGAÐ EN ÉG FANN HANA! SÁ Á FUND SEM FINNUR! EF ÞÚ HEFÐIR TÝNT ÞESSARI TÖLVU MYNDIR ÞÚ EKKI VILJA AÐ HENNI YRÐI SKILAÐ? EN EF ÉG ÆTTI HANA ÞÁ HEFÐI ÉG EKKI TÝNT HENNI! ÆTLI ÞAÐ EKKI... SKILAÐU HENNI NÚNA! ÞÚ VERÐUR AÐ SKILA ÞESSARI TÖLVU TIL SUNDLAUGARVARÐARINS JAME- SON VEIT AÐ PETER PARKER ER MEÐ FLENSU EF HANN SÉR AÐ KÓNGULÓARMAÐURINN ER LÍKA VEIKUR... GÆTI HANN ÁTTAÐ SIG Á ÞESSU ER ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG? MÉR LÍÐUR VEL... MÉR DATT BARA SVOLÍTIÐ FYNDIÐ Í HUG HLÆÐU OG HEIMURINN HLÆR MEÐ ÞÉR... HRJÓTTU, OG ÞÚ SEFUR EINN Tapað/fundið IPOD fannst á bíla- stæðinu við N1 Stað- arskála í Hrútafirði í desember. Upplýs- ingar í síma 691-0612 eða 848-9968. Hver er Ágúst? Í lok jólatarnarinnar, á sjálfri Þorláks- messu, kom Ágúst færandi hendi til okk- ar starfsfólksins í bókaversluninni Ey- mundsson við Skóla- vörðustíg, en veglegan konfektkassa færði hann okkur að gjöf. Um leið og við þökkum þann vinarvott sem okkur er sýndur þá viljum við bjóða Ágúst velkominn á Skólavörðustíg- inn sem fyrst aftur, til að þiggja þakkir okkar starfsfólksins fyrir sýnda vináttu í verki, en okkur langar mikið til að hitta þann sem er okkur svo hlýr og góður. Með kærri kveðju, Starfsfólk Eymundsson, Skólavörðustíg. Stolið hjól HJÓLI mínu var stol- ið fyrir utan heimili vinar míns, Álftamýri 6, milli laugardags og miðvikudags. Hjólið er svart, rautt og hvítt Scott-hjól. Það eru ekki eins gjarðir á dekkjunum og fremra dekkið er meira notað. Það er smáryðguð rispa á stýrinu og smábrot í gír- skiptingunni vinstra megin á stýr- inu. Ef einhver kemur auga á hjólið er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 568-2384. Árni Einar Marselíusarson. Ást er… … að klippa ekkert út úr blaðinu fyrr en hann er búinn að lesa það. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin frá kl. 9- 16.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, postulínsmálun kl. 13, lestrarhópur kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, botsía 9.45. Dalbraut 18-20 | Framsögn fellur niður. Vinnustofa opin kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa opin frá kl. 8-16, myndbandssýning kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50, hádegisverður og heitt á könnunni. Kynn- ing á starfsemi í Gjábakka á vormisseri verður þriðjudaginn 5. jan. kl. 14. Hæðargarður 31 | Gjafabréf í fé- lagsstarfið er góð nýársgjöf. Ekkert síð- degiskaffi milli jóla og nýárs, s. 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi og vísnaklúbbur kl. 9.15, leikfimi kl. 11, hand- verksstofa – ýmis verkefni kl. 11, opið hús – brids/vist kl. 13, veitingar. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9-12, enska kl. 10.15, handavinna kl. 9.15-16, matur, spurt og spjallað, leshópur, búta- saumur og spilað kl. 13, veitingar. Óskar Pétursson syngur kl. 14.30 og áritar nýút- kominn geisladisk. Veitingar. Magnús frá Sveinsstöðum varað skreyta jólatréð að kvöldi Þorláksmessu og eitthvað fram á nótt. Að morgni aðfangadags bauðst hann til þess að elda hafra- graut, slíkt væri góð undirstaða fyrir komandi veisluát. „Ég er nú enginn snillingur í eldamennsku, og síðast þegar ég gerði grautinn mislukkaðist hann vegna þess ég tók víst hjartarsalt í stað venjulegs salts, og ef einhver veit það ekki, þá er það mjög slæmt.“ Það var því fylgst með grautargerðinni á aðfangadag: Ég ætlast til að allir viti upp er komið jólaskraut en undir ströngu eftirliti ég eldaði fínan hafragraut. Björn Ingólfsson yrkir á jólum: Í svörtum geimi glóir stjarna í gylltum kjól, mús í holu hefur fundið hlýju og skjól, una menn í makindum í mjúkum stól meðan fugl á furugrein á freðið ból. Með ýmsu móti öllum skömmtuð eru jól. Davíð Hjálmar Haraldsson á náðug jól: Næðið er algjört hér norður við haf, njótum við bóka og sitjum að tafli, húsið er næstum því komið á kaf og kerla mín blessunin föst úti í skafli. Vísnahorn pebl@mbl.is Af jólum, graut og næði Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 30. nóvember var spiluð síðasta umferð af fjórum í Siglufjarðarmótinu í tvímenningi. Þeir bræður Anton og Bogi voru enn á sömu siglingu og urðu efstir þetta fjórða og síðasta kvöld og höfðu þar með unnið öll fjögur kvöldin. Það gefur því auga leið að þeir hafa unnið mótið með nokkrum yfirburðum, en lokaúrslit mótsins urðu þessi: Siglufjarðarmeistarar í tvímenn- ingi 2009 Anton Sigurbjörnsson og Bogi Sigurbjörnsson 784 Næstu pör: Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusdóttir 731 Þorsteinn Jóhannss. – Reynir Karlsson 700 Birgir Björnss. – Þorsteinn Jóhanness. 681 Næstu tvö mánudagskvöld 7. og 14. desember var spiluð blönduð hraðsveitakeppni, þar sem efsta par í tvímenningnum myndaði sveit með neðsta pari, par nr. 2 með næst- neðsta pari o.s.frv. Lokaúrslit urðu: Sveit Birgis Björnssonar 804 Með Birgi spiluðu Þorsteinn Jó- hannesson, Sigurður Hafliðason og Björn Ólafssom Sveit Ólafar Ingimundard. 769 Ólöf – Albert, Anton – Bogi. Sveit Jóhönnu Þorleifsd. 762 Jóhanna – Sigríður, Ólafur – Guð- laug. Nú að loknum fyrri hluta spila- vetrar er staða efstu spilara í brons- stigabaráttunni þessi: Anton Sigurbjörnsson 160 stig Bogi Sigurbjörnsson 160 stig Björn Ólafsson 107 stig Sigurður Hafliðason 89 stig Þorsteinn Jóhannsson 82 stig Ólafur Jónsson 78 stig Þar sem þetta er síðasti fréttapist- ill ársins vill Bridsfélag Siglufjarðar senda öllum bridsspilurum og öðrum landsmönnum bestu óskir um gleði- lega jólahátíð og gæfuríkt og skemmtilegt komandi spilaár. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.