SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 4
4 31. janúar 2010 Áhugi fyrir iPad er mikil meðal blaðaútgefenda vestanhafs og víð- ar, enda sjá þeir það fyrir sér að hér sé loks komið tæki sem hægt verði að nota til að selja blöð og tímarit á rafrænu sniði. Margir hafa líka gert því skóna að með tækinu muni Apple ná að leggja undir sig bókamarkaðinn, enda sé enginn að ná teljandi árangri á því sviði. Þar hittir iPad fyrir á fleti Kindle-lesarann frá Amazon, en þetta eru svo ólík tæki að erfitt er að bera þau saman. Kindle er þannig gert að lítið annað er hægt að gera með það en lesa bækur, en á móti kemur að skjárinn er „lesvænn“, er ekki með baklýsingu eins og tölvuskjár og þreytir því ekki augun, aukinheldur sem raf- magnseyðsla er svo lítil að hægt er að lesa dögum saman á einni hleðslu. iPad er allt öðruvísi fyrirbæri, mun meiri tölva og með fleiri möguleika. Hún hentar líka að mörgu leyti mjög vel til að lesa dagblöð og tímarit, getur birt litmyndir og boðið upp á ýmsa gagnvirkni. Ekki er þó gott að lesa langan texta á baklýstum skjá og ekki er gott að spá um það hvort Apple eigi eftir að ná árangri í bóksölu. Er loks kominn bjargvættur bóka, tímarita og dagblaða? Amazon montar sig af metsölu á Kindle, en heykist á því að gefa sölutölurnar upp. Í ljósi þess hvaða sess Apple hefur í tölvu- sögunni þá hljóta menn að sperra eyrun þegar fréttist að fyrirtækið hyggist kynna nýjan varning. Margt af því sem Apple hefur sent frá sér á síðustu árum hefur nefni- lega haft gríðarleg áhrif á aðra framleiðendur og skemmst að minnast þess hvernig iPod- spilastokkurinn hristi rækilega upp í tónlistar- iðnaðinum á sínum tíma og gerbreytti honum í raun. Það hefur og verið á allra vörum á síðustu mánuði að eitthvað stórt væri í vændum á kynningu sem fyrirhuguð var um miðjan jan- úar og þó menn hafi rennt í grun hvað væri framundan, tablet-tölva eða spjaldtölva, þá var spenningurinn orðinn svo mikill síðustu vik- urnar fyrir kynninguna að sumir hentu að því gaman – sögðu að greinilega ætti að kynna guðlega tölvu. Fyrirbærið nýja, spjaldtölvan iPad, var svo kynnt með viðeigandi viðhöfn í vikunni og vakti víðast mikla hrifningu. Best er að lýsa iPad sem spjaldtölvu, enda er hún eins og spjald með snertiskjá. Stærðin er ekki nema 19 cm á breidd og 24,2 cm á hæð, eða eins og samabrotinn sunnudagsmoggi. Þykktin er svo ekki nema rúmur 1,1 sentímetri, og tölvan er ekki nema um 680 grömm að þyngd. Það segir sitt um það hverjum tækið er ætlað að Steve Jobs, forstjóri Apple, sat mak- indalegur í sófa þegar hann kynnti iPad, enda sér hver í hendi sér að hér er komið apparat sem hentar að hafa í kjöltunni í sófanum og vafra aðeins um netið yfir þráðlaust netsam- band, skoða ljósmyndir, svara tölvupósti, hlusta á músík eða horfa kannski á bíómynd. Eitt af því sem Apple býr að og á væntanlega eftir að nýtast vel í markaðssetningu á iPad er að allir þeir sem nota iPhone-farsíma og iPod- spilastokka kunna þegar á iPad – ein besta lýs- ingin á fyrirbærinu er að það er eins og stærri gerð af iPod Touch, enda staðsetja Apple menn það mitt á milli fartölvu og farsíma. Eins og búast mátti við þegar Apple-búnaður er annars vegar hafa ýmsir gagnrýnt tölvuna nýju. Menn kvarta einna helst yfir því að ekki sé á henni myndavél (helst vildu þeir hafa hana skjámegin svo hægt sé að nota hana í mynd- símtöl), ekki sé hægt nota iPad sem síma þó á henni sé hljóðnemi (nema netsíma), að aðeins sé hægt að nota Safari-vafrann og í raun aðeins hægt að keyra hugbúnað frá Apple eða í gegn- um App Store (hugbúnaðarhluta Tunes), ekki sé Flash-stuðningur í vafranum, sérstök milli- stykki þurfi til að tengja hana við jaðartæki og svo má telja. Eins hafa margir kvartað yfir því að vilji menn sítengingu sé aðeins hægt að not- ast við 3G-símanet AT&T í Bandaríkjunum, en það fær ekki háa einkunn hjá notendum. Apple er ekki fyrsta fyrirtækið sem kynnir spjaldtölvu og ekki nema nokkur ár síðan fjöl- margir framleiðendur kynntu slíkar tölvur án þess þó að ná teljandi árangri; þær voru dýrar og þungar og óhentugar í notkun. Þær vélar voru allajafna smækkaða fartölvur með snert- iskjá, þ.e. jafnöflugar og fartölvur og ætlaðar sem staðgenglar þeirra. iPad er allt annars eðl- is; þær fær enginn sér iPad til að leysa af borð- eða fartölvuna, heldur spá Apple-menn því að notendur muni bæta tölvunni við tækjaflóru heimilisins, eða jafnvel kaupa slíka vél í stað þess að bæta við borð- eða fartölvu þegar fólk er að leita að leið til að komast á netið á einfald- an hátt en ekki að vél sem getur spila hágra- físka tölvuleiki eða keyrt þungan viðskipta- hugbúnað. Framtíðin í kjöltuna Apple kynnti nýja spjaldtölvu í vikunni Vikuspegill Árni Matthíasson arnim@mbl.is Blaða- og tímaritaútgefendur horfa vonaraugum til iPad. iPad er á stærð við samanbrotinn sunnudagsmogga. Ódýrasta gerð hennar, með 16 GB minni, kostar um 63.000 kr. vestanhafs, sú dýrasta ríflega 100.000 kr. Vélin er væntanleg á markað eftir um tvo mánuði. Heimsferðir bjóða frábært sértilboð í helgarferð til Búdapest 29. apríl. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og á vorin skartar hún sínu fegursta og þá er einstakur tími til að heimsækja borgina. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Ótrúleg sértilboð - helgarferð á einstökum tíma! Búdapest 29. apríl frá kr. 79.900 flug og gisting Verð frá kr. 79.900 – helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Ibis Váci út *** með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.800. Sértilboð 29. apríl. Fjölbreytt úrval gistimöguleika í boði á sértilboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.