SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 31
31. janúar 2010 31 H ugmyndaauðgi og framtaksvilji eru vaxtarbroddur efnahagslífsins í stóru og smáu. Þess vegna er gaman að lesa um Montrassa í viðtali sem Signý Gunn- arsdóttir tók fyrir Sunnudagsmoggann. Þar kemur fram að Hlín Ólafsdóttir sætti sig ekki við hvað sem var, þegar kom að því að velja bleiur á dótturina, og fór svo að hún saumaði bleiurnar sjálf. Svo fór hún að sauma bleiur fyrir börn vinkvenna sinna og allt í einu kviknaði hugmynd að fyr- irtæki um bleiur, þar sem hver og einn getur pantað bleiu að sínu skapi. Það er mikilvægt að hlúa að frumkvæðinu sem býr í fólki eins og Hlín. Ef jarðvegur er skapaður fyrir hugmyndaríkt fólk og hagstæð skilyrði, þá skjóta sprotafyrirtækin rótum, vaxa og dafna. En viðskiptaumhverfið má ekki vera svo íþyngjandi að það bæli niður at- hafnaviljann. Víst er að það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú í kreppunni. Atvinnuleysi er alvar- legt mein í samfélaginu sem við megum ekki venjast, heldur þarf að uppræta það sem allra fyrst. Best er að það gerist með því, að fólk leiti sér sjálft verðugra viðfangsefna, hrindi hugmyndum sínum í framkvæmd, og skapi með því sér og öðrum atvinnu. Þess vegna er uppörvandi að lesa um Frumkvöðlasmiðjuna á Akranesi í úttekt Karls Blöndals, en þar er unnið að því að efla sjálfstraust ungs fólks og opna augu þess fyrir eigin hæfileikum og tækifærunum sem það getur skapað sér. Þörfin er brýn, eins og sést á því, að í aldurshópnum 16 til 25 ára á Akranesi er 7,5% at- vinnuleysi, en landsmeðaltalið er 6,9%. Á meðal hugmynda sem unnið er að eru verslun með fæðubótarefni fyrir fólk í líkams- rækt, verslun með barnaföt og baðvörur, kaffihús og námskeið um raftónlist. En betur má ef duga skal. „Ég hef miklar áhyggjur af unga fólkinu, þessum aldurshópi, sem hefur verið atvinnu- laus mánuðum saman, en verður það vonandi ekki árum saman,“ segir Inga Dóra Hall- dórsdóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. „Mér finnst mjög brýnt að koma þessu fólki bæði inn í skólakerfið og skapa því atvinnu að einhverju marki. Það virðist allt vera í frosti og það þarf að auka peningaflæði milli landa til að hjólin fari að snúast.“ Nú þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga og fjármögnunarkostnaður er hár, þá myndast raunveruleg hætta á því að frumkvæðið sem býr í fólki koðni niður. Stjórnvöld verða að gæta þess að búa ekki til vítahring með aðgerðum sínum og ræna fólk bjargráðunum. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru í raun enn að festa rætur. Ljóstíran má ekki slökkna í þessum fyrirtækjum, þar sem frum- kvöðlakrafturinn er mestur, sérþekkingin og viljinn til að sigrast á erfiðum skilyrðum í efnahagslífinu. Það lofar ekki góðu þegar stjórnvöld hækka skattana á þessi fyrirtæki og fjármálaráðherrann talar digurbarkalega um frekari skattahækkanir: „You ain’t seen not- hing yet!“ Slíkar hótanir um skattahækkanir eru í besta falli gáleysi, því þær letja atvinnulífið án þess að skila nokkrum tekjum í ríkissjóð. Montrassar og frumkvöðlar „Að sjálfsögðu langar okkur í gullið.“ Arnór Atlason, hetja íslenska landsliðsins í hand- bolta í leiknum gegn Norðmönnum. „Þetta er dálítið eins og eimreið, fer hægt af stað.“ Hallur Helgason, einn aðstandenda kvikmyndaversins Atlantic Studios á gamla varnarliðs- svæðinu. „Ég var mjög, mjög drukkin og þetta er mjög, mjög langt síð- an, þegar aðeins sjó- menn, meðlimir Hells Angels og fangar voru með húðflúr.“ Breska leikkonan Helen Mirren um tilurð húðflúrs sem hún er með á handarbakinu. „Sennilega væri hyggileg- ast að gefa tveggja daga frí í samfélaginu og menn færu bara að lesa.“ Tryggvi Gunnarsson, fulltrúi í rann- sóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir efnahagshrunsins, eftir að birtingu skýrslunnar var frestað til febrúarloka. „Hann breytir svo oft um sjálf og það er svo spennandi, maður veit í rauninni aldrei hverju maður mæt- ir þegar maður hittir hann.“ Kvikmyndagerðarkonan Ragn- heiður Gestsdóttir um sam- starf sitt við Ragnar Kjart- ansson myndlistarmann. „Hann var frekar lítill og mér fannst hann óttalega ræf- ilslegur.“ Svanhvít Geirsdóttir á Sævarlandi um kynni sín af ísbirninum sem skaut upp kollinum í Þistilfirði í vikunni. „Ég trúi því ekki að Norðmenn ætli að fara að eyðileggja þetta fyrir okkur.“ Adolf Ingi Erlingsson, hinn skeleggi íþróttafréttamaður RÚV, í hand- boltalandsleiknum mikilvæga í vik- unni. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal sú skelfing sem myndi grípa um sig í þýska banka- kerfinu ef löndin þrjú færu að hallast á hlið nægi til að fæla stjórnvöld í Berlín frá hreinlínustefnu sinni, sem þeir kalla svo. Engum í Evrópusambandinu hefur látið sér koma til hugar að hjálpa sem neinu nemur evru- landinu Lettlandi. Það land gengur nú í gegnum hremmingar sem gera ástandið á Íslandi að himna- ríkissælu í samanburðinum. Grikkland er einnig þrátt fyrir allt svo fámennt að það er hægt að gefa því langt nef. Spánn er aftur á móti talinn til al- vöruríkja inni í Evrópusambandinu. Ef hrun þess verður yfirvofandi er hugsanlegt að Írland, Grikk- land og Portúgal fengju dúsu um leið og Spánn yrði dreginn úr díkinu. Og fari það svo að jafnvel mót- orinn í öllu meistaraverkinu, Þýskaland, víki frá grundvallarreglunum til að vernda hagsmuni þýskra banka mun standa eftir allt annað mynt- bandalag en lagt var upp með. Þá eru öll skilyrði um stöðugleika, lítinn fjárlagahalla, hóflegar rík- isskuldir og þar fram eftir götunum fokin út í veður og vind og með því allur efnahagslegur agi og þar með ávinningur af samstarfinu um gjaldmiðil. Það er skiljanlegt að Grikkir í öngum sínum treysti muldri franska fjármálaráðherrans. Geri þeir það verður afleiðingin hins vegar þegar sú að þeir hætta að taka á sínum málum, sem mjög lítill pólitískur vilji er til að gera. Sú efnahagslega flensa mun breiðast með ljóshraða yfir til Ítalíu, Spánar og Portúgals. Og kannski tækju Írar að efast um þær harkalegu aðgerðir sem þeir hafa þó farið í. Gerðist þetta væri vandinn fljótur að magnast. Hvernig var brugðist við árásum Sorosar? Helmut Kohl var einn allra sterkasti og öflugasti leiðtogi Evrópu sem þýskur kanslari á sinni tíð. Hann gaf John Mayor, forsætisráðherra Breta, lof- orð um að Þýskaland skyldi vernda Breta gegn árásum spekúlanta með Soros í broddi fylkingar, en Bretar höfðu eins og Svíar anað í þáverandi myntsamstarf. Þegar Soros og hans lið gerði hina efnahagslegu stórárás á breska pundið, sem var neglt í myntsamstarf Evrópuríkja, hermdu Bretar loforðið upp á þýska kanslarann. Hann var dreng- skaparmaður og hringdi strax í seðlabankastjóra Þýskalands og bað um að Bretar fengju bakstuðn- ing sem dygði til að hrinda árásinni. Bankastjórinn sagði nei. Soros hefur síðan verið einn ríkasti mað- ur í heimi. Bretar og Svíar, sem voru auðveld bráð, töpuðu stórkostlegum fjárhæðum og var almenn- ingur lengi að borga þann brúsa. Það er því ekki tilviljun að einmitt þessar tvær þjóðir hafa ekki lát- ið véla sig inn í evru-samstarf, þótt þær séu báðar í sambandinu. sig inn í evru-samstarf, þótt þær séu báðar í sambandinu. Miðborgin í Stokkhólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.