SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 30
30 31. janúar 2010
Á
gætur fræðimaður skifaði grein á dög-
unum, en hann hafði verið að setja sig
inni í peningamarkmið Seðlabanka og
hvernig stjórntæki bankans hefðu dugað
til að fylgja þeim markmiðum eftir. Niðurstaða
hans var sú að tækin hefðu ekki dugað, þegar
þungur þrýstingur annarra afla var jafnan í aðra
átt. Fræðimaðurinn sagðist ekki vilja saka Seðla-
bankann um mistök í þessum efnum. Hins vegar
væri bankinn sekur um að hafa ekki barist fyrir því
að Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp
evru. Þetta er sennilega skýrasta dæmið um það, að
jafnvel ágætustu fræðimönnum þykir betra að veifa
röngu tré en öngvu. Hann var að fjalla um þessi mál
í samhengi við bankahrunið sem varð. Rík-
isstjórnin sem þá sat hafði það beinlínis á stefnu-
skrá sinni, ef lesið var á milli lína, að ekki skyldi
sækja um aðild að ESB. Átti Seðlabankinn að hefja
einhliða baráttu fyrir slíku gegn stefnu rík-
isstjórnar? Er líklegt að bankaráð bankans, sem
kosið er hlutfallskosningu af Alþingi, hefði stutt
það? Og sé horft framhjá þeim staðreyndum, sem
er ómögulegt, hvenær átti þessi barátta að hefjast?
Þegar bankastjórnin á undan öllum öðrum, þar
með talið öllum skara hagfræðinganna, var orðin
óróleg vegna þróunar bankakerfisins frá áramótum
2006? Hefði slík barátta haft einhver áhrif á þá þró-
un eða stöðu efnahagsmála yfirleitt? Jafnvel þótt
slík barátta hefði hafist af hálfu bankans, gegn
hlutverki hans, og gegn vilja sitjandi ríkisstjórnar,
og gegn vilja þingmeirihlutans (er ekki rétt að
sleppa vilja þjóðarinnar – margir vilja ekki gera
mikið með hann þegar spekingar spjalla) hefði
henni ekki lokið á minna en áratug, ef hún hefði þá
fengið hljómgrunn. Og evran, sem átti að vera gul-
rótin sem notuð yrði til að selja fullveldið og yf-
irráðin yfir auðlindunum, hefði komið, hugs-
anlega, fimm til sjö árum síðar. Meðulin hefðu
komið úr lyfjabúðinni tíu til fimmtán árum eftir að
sjúklingurinn dó!
Evrópuumræðan minnir á trúmál
En megineinkenni umræðu um Evrópusamband
hefur verið á þessum nótum. Menn taka trú og allt
gengur upp. Hvar eru allir hagfræðingarnir mál-
glöðu sem fullyrtu að bara það „að senda inn um-
sókn“ myndi á augabragði breyta öllum efnahags-
legum horfum til batnaðar? Er að ganga einhver
langvinn hálsbólga sem leggst sérstaklega á radd-
bönd þeirrrar stéttar og eyðileggur að auki harða
diskinn í tölvunni þeirra?
Það var reyndar svo að það hófst skyndilega áköf
barátta um Evrópusambandsaðild á árinu 2007 og
hún var drifin áfram af ýmsum bankastjórum
föllnu bankanna tilvonandi og ekki síst eigenda
þeirra. Og það hve áhrif þeirra á alla umræðu í
landinu voru komin út yfir öll mörk sást á því hve
margir hlupu til. Var þannig stórmerkilegt að sjá
hvernig launaðir skríbentar þeirra umhverfðust á
einni nóttu, jafnvel menn sem höfðu um áraraðir
haft miklar efasemdir um þennan málstað. Helst
var hægt að leita í gamlar þekktar þjóðsögur þar
sem fjallað var um fyrirbærið umskiptinga til að sjá
aðra eins sjón. En hvers vegna vildu mennirnir sem
um þær mundir réðu öllu fjármagni landsmanna og
stórir og smáir dönsuðu jafnan eftir allt í einu allir
sem einn ganga í Evrópusambandið eða að minnsta
kosti taka upp evru? Var það til að bjarga íslenska
bankakerfinu frá hruni? Nei, þess þurfti ekki að
þeirra mati. Það hafði aldrei verið sterkara og
„gömlu“ bankarnir í Evrópu voru með banka-
starfsemi byggða á úreltum aðferðum. Til eru
margar ræður í gylltum umbúðum þar sem þjóð-
höfðinginn staðfesti þessa sérstöðu íslenska banka-
kerfisins og útrásarinnar gagnvart því erlenda. Nei
þeir vildu stíga þetta skref, vegna þess að Ísland var
of lítið fyrir þá. Þeir gætu fengið ennþá meiri lán og
varið þeim í ennþá glæfralegri verkefni vina og
kunningja en hægt var á meðan „Íslandsstimpill-
inn“ hékk yfir þeim. Undir þetta tóku greining-
ardeildarmenn og kjörnir fulltrúar á þjóðþinginu.
„Við verðum að ná burtu Íslandsstimplinum,“
sagði kórinn. Sem betur fer var þetta skref ekki
stigið. Nógu stórfellt var nú áfallið samt. Og nú er
það hinn sjálfstæði gjaldmiðill sem er lykilverkfær-
ið í endurreisn landsins. Og þrátt fyrir það liggur
dæmalaus umsókn, sem ekki er þingvilji fyrir, úti í
Belgíu og tugir manna í fámennu íslensku kerfi gera
ekkert annað en sinna vitleysunni þegar brýn þörf
er á að nota starfskrafta þeirra í annað.
Hver er staðan í Evrópusambandinu
og af hverju nötrar evran?
En hvernig er þá staðan í Evrópusambandinu sjálfu
og hvað er að frétta af evrunni? Þeir sem glöggt
þekkja til hafa löngum talið að evran gengi alls ekki
upp nema sambandið lyti lögmálum ríkis í efna-
hags-, skatta- og fjármálum. Þeir sömu benda á, og
naumast er ágreiningur um það, að slíkum breyt-
ingum væri ekki hægt að ná fram nema með öfl-
ugum þvingunum og við óblíðar aðstæður. Því
hefði verið ákveðið að skella evrunni í samband og
þegar annmarkarnir kæmu í ljós, sem óhjá-
kvæmilegt yrði fyrr eða síðar, gæfist tækifærið og
röksemdirnar til að þokast sífellt í átt að ríkisheild-
arhugmyndinni. Allmörg skref hafa þegar verið
stigin síðan í þessa átt. En nú á 10 ára afmæli evr-
unnar, sem nýbúið er að fagna sem samfelldri sig-
urgöngu, fara erfiðleikar hinnar sameiginlegu
myntar hratt vaxandi.
Grikkir þyrftu eigin gjaldmiðil
við þessar aðstæður
Grikkir eru þegar komnir í slík vandræði að spurn-
ingin er bara um hvenær þeir þurfa að leita sér
hjálpar hjá sambandinu. Og þar nötrar allt í ágrein-
ingi fyrirfram. Breski fjármálaráðherrann sagði í
fyrradag að ekki kæmi til greina að Bretar hjálpuðu
Grikkjum. Hann sleppti að geta þess að þeir eru
varla aflögufærir. Evrópusambandið yrði að gera
það sjálft. Það sagði franski fjármálaráðherrann að
yrði gert. En þann sama dag steig efnahags-
málaráðherra Þýskalands, Rainer Büderle, fram á
sviðið og sagði að ekki kæmi til greina að Grikkjum
yrði bjargað úr sameiginlegum sjóðum. Þeir hefðu
þverbrotið allar grundvallarreglur evrusamstarfs-
ins og það væri ávísun á eyðileggingu þess, ef þeim
yrði hjálpað. Það fór um Íra, Spánverja (en þar er
atvinnuleysi ungs fólks orðið 44%) og Portúgala er
þeir heyrðu boðskapinn frá Berlín.
Grikkir, Spánverjar og Portúgalar skulda háar
fjárhæðir í þýskum bönkum. Þeir treysta því á að
Bretar og Svíar töpuðu stórkostlegum fjárhæðum á fyrra myntsamstarfi í Evrópu og var almenningur lengi að borga þann brúsa. Það er því ekki tilviljun að einmitt þessar tvær þjóðir hafa ekki látið véla s
Reykjavíkurbréf 29.01.10
Evran er í erfiðleikum, en er
hún komin í hreinar ógöngur?
Buckingham-höll í Lundúnum.