SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 16
Og hann segist ekki liggja fyrir eftir tónleikana. „Ég leyfi mér ekkert svoleiðis. Nú taka bara við næstu verkefni. Við spilum aftur á tónleikum í kvöld [föstudag] og svo bíður okkar tiltektin eftir styrktartónleikana. En það er að koma helgi og maður verður bara veikur þá.“ Komono fékk góðar viðtökur við nýrri plötu, sem kom út 4. desember í fyrra og nefnist „Kimono – Easy Music for Difficult People“. „Það var plata ársins í Morgunblaðinu, þriðja besta platan í Fréttablaðinu og plata ársins á Rjómi.is,“ segir hann. „Ég er þakklátur fyrir þessar góðu viðtökur. Við erum búnir að vera að svo lengi, að við erum hálfgert „old boys“-lið í músíkinni, að minnsta kosti miðað við böndin sem við erum að spila með. Svo það er gaman að finna svona mikla jákvæðni þegar svo langt er liðið á ferilinn – við eigum tíu ára starfsafmæli á næsta ári!“ Framundan er að klára túrinn með sveitunum sem Kimi Re- cords gefur út, Morðingjunum, Me, The Slumbering Napoleon og Sudden Weather Change. „Skörpum veðraskiptum ef þú tekur RÚV á þetta,“ segir hann og hlær. „Við erum klárum túrinn um miðja næstu viku. Svo hvílum við okkur í þrjár vikur og undirbúum veglega útgáfutónleika í byrjun mars. Eftir það fer Kjartan, trommarinn okkar, í barn- eignarfrí, en hann og Júlí kærastan hans eiga von á barni í byrj- un apríl. Þá ætlum við að hafa hægt um okkur fram á haust, þegar við förum í Evrópuútgáfuna af plötunni okkar og leggj- umst í ferðalög tengd því.“ Ú tlitið var ekki gott fyrir tvenna tónleika sveitarinnar Kimono á fimmtudagskvöld, því Gylfi Blöndal lá með flensu fram eftir degi. „En konan mín [Valdís Thor ljósmyndari] kom á síðustu mínútu og eldaði ofan í mig kjúklingasúpu með engifer- rót. Það gerði gæfumuninn,“ sagði hann galvaskur í samtali við blaðamann daginn eftir tónleikana. „Líðanin er aðeins skárri í dag. Ég held að ég hafi náð að rokka þetta úr mér.“ Gylfi segir að styrktartónleikarnir hafi gengið afskaplega vel. „Þetta voru frábærir tónleikar í alla staði. Það söfnuðust 220 þúsund krónur, sem er mjög gott. Ég held að öll böndin hafi átt rosagóða tónleika og Mugison reif þakið af húsinu – ég hef aldrei séð annað eins!“ Þetta var mikil yfirferð hjá meðlimum Kimono um kvöldið, því sveitin spilaði fyrst á tónleikum í Hinu húsinu og svo á styrktartónleikunum á Sódómu Reykjavík. „Þetta voru smá- hlaup, en ekkert stress,“ segir Gylfi hæglátur. „Menn eru ýmsu vanir. Það var líka fullt af fólki í Hinu húsinu, þéttsetinn bekk- urinn. Og það er óhætt að segja að þetta hafi verið við- burðaríkur og skemmtilegur dagur.“ Gylfi, Alex og Kjartan bíða baksviðs á Sódómu eftir að spila. Morgunblaðið/Ómar Áhorfendur fylgjast grannt með í Hinu húsinu. Alex McNeil pikkar í strengina, einbeittur á svip. Kjartan Bragi Bjarnason ber húðirnar í Hinu húsinu. Rokkaði flensuna úr sér Bak við tjöldin Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson og Kjartan Þorbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.