SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 16

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Side 16
Og hann segist ekki liggja fyrir eftir tónleikana. „Ég leyfi mér ekkert svoleiðis. Nú taka bara við næstu verkefni. Við spilum aftur á tónleikum í kvöld [föstudag] og svo bíður okkar tiltektin eftir styrktartónleikana. En það er að koma helgi og maður verður bara veikur þá.“ Komono fékk góðar viðtökur við nýrri plötu, sem kom út 4. desember í fyrra og nefnist „Kimono – Easy Music for Difficult People“. „Það var plata ársins í Morgunblaðinu, þriðja besta platan í Fréttablaðinu og plata ársins á Rjómi.is,“ segir hann. „Ég er þakklátur fyrir þessar góðu viðtökur. Við erum búnir að vera að svo lengi, að við erum hálfgert „old boys“-lið í músíkinni, að minnsta kosti miðað við böndin sem við erum að spila með. Svo það er gaman að finna svona mikla jákvæðni þegar svo langt er liðið á ferilinn – við eigum tíu ára starfsafmæli á næsta ári!“ Framundan er að klára túrinn með sveitunum sem Kimi Re- cords gefur út, Morðingjunum, Me, The Slumbering Napoleon og Sudden Weather Change. „Skörpum veðraskiptum ef þú tekur RÚV á þetta,“ segir hann og hlær. „Við erum klárum túrinn um miðja næstu viku. Svo hvílum við okkur í þrjár vikur og undirbúum veglega útgáfutónleika í byrjun mars. Eftir það fer Kjartan, trommarinn okkar, í barn- eignarfrí, en hann og Júlí kærastan hans eiga von á barni í byrj- un apríl. Þá ætlum við að hafa hægt um okkur fram á haust, þegar við förum í Evrópuútgáfuna af plötunni okkar og leggj- umst í ferðalög tengd því.“ Ú tlitið var ekki gott fyrir tvenna tónleika sveitarinnar Kimono á fimmtudagskvöld, því Gylfi Blöndal lá með flensu fram eftir degi. „En konan mín [Valdís Thor ljósmyndari] kom á síðustu mínútu og eldaði ofan í mig kjúklingasúpu með engifer- rót. Það gerði gæfumuninn,“ sagði hann galvaskur í samtali við blaðamann daginn eftir tónleikana. „Líðanin er aðeins skárri í dag. Ég held að ég hafi náð að rokka þetta úr mér.“ Gylfi segir að styrktartónleikarnir hafi gengið afskaplega vel. „Þetta voru frábærir tónleikar í alla staði. Það söfnuðust 220 þúsund krónur, sem er mjög gott. Ég held að öll böndin hafi átt rosagóða tónleika og Mugison reif þakið af húsinu – ég hef aldrei séð annað eins!“ Þetta var mikil yfirferð hjá meðlimum Kimono um kvöldið, því sveitin spilaði fyrst á tónleikum í Hinu húsinu og svo á styrktartónleikunum á Sódómu Reykjavík. „Þetta voru smá- hlaup, en ekkert stress,“ segir Gylfi hæglátur. „Menn eru ýmsu vanir. Það var líka fullt af fólki í Hinu húsinu, þéttsetinn bekk- urinn. Og það er óhætt að segja að þetta hafi verið við- burðaríkur og skemmtilegur dagur.“ Gylfi, Alex og Kjartan bíða baksviðs á Sódómu eftir að spila. Morgunblaðið/Ómar Áhorfendur fylgjast grannt með í Hinu húsinu. Alex McNeil pikkar í strengina, einbeittur á svip. Kjartan Bragi Bjarnason ber húðirnar í Hinu húsinu. Rokkaði flensuna úr sér Bak við tjöldin Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson og Kjartan Þorbjörnsson

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.