SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 18
18 31. janúar 2010 hefur haldið hér á landi undanfarin ár, er víða notað sem úrræði til að snúast gegn atvinnuleysi ungs fólks. „Evrópusambandið hefur nánast skrif- að þetta úrræði í gunnfánann hjá sér,“ segir Ágúst. „Það þarf að vinna í hug- arfari. Ekkert er verra fyrir samfélagið en að fyrsta reynsla ungs fólks, 17 til 24 ára, á vinnumarkaði sé atvinnuleysi, að það fái höfnun frá samfélaginu. Látum vera að ég verði atvinnulaus, en þetta er fólkið sem er að stíga sín fyrstu skref. Ungt fólk er mjög viðkvæmt og þarna er ákveðin hætta á ferð fyrir bæði einstaklingana og samfélagið. Þess vegna þurfum við að finna leið til að þau fari af stað full af sjálfstrausti og leiti sér annaðhvort að vinnu, fari í skóla eða hreinlega taki mál- in í sínar hendur og stofni til einhvers konar rekstrar. Markmiðið með þessum frumkvöðlasmiðjum, sem við erum hér að koma af stað og verður örugglega meira um, er ekki að búa til bisnessmenn í runum. Fæst þeirra munu fara út í við- skipti – vonandi einhver þó – en ég vona að þau finni hjá sér orku til að fara í ein- hvers konar nám eða leita sér að vinnu. Þetta er það þrennt sem ég legg áherslu á í frumkvöðlasmiðjunum.“ Ágúst segir að aðferðin sé mjög góð vegna þess að með henni fái þátttakend- urnir sjálfstraust og áræðni til að gera hluti, sem þau hefðu veigrað sér við áður. „Við vinnum mikið í hlutum eins og markmiðum, bæði persónulegum og við- skiptalegum. Þetta er skapandi. Krakk- arnir þurfa að fá hugmyndir, þróa þær og gera markaðshæfar. Þau komast öll að því – það sést einfaldlega – að þau geta þetta; þau geta þróað frábæra hugmynd og fá mjög jákvæð viðbrögð úr umhverf- inu við sínum hugmyndum. Þetta þýðir að mínu mati að þau rétta aðeins úr sér og átta sig á því að það er hægt að taka líf sitt í sínar eigin hendur og gera hlutina.“ Ágúst segir að fyrirtæki séu einnig já- kvæð á að ráða til sín fólk, sem hefur ákveðna innsýn í rekstur og hvernig fyr- irtæki virka, jafnvel þótt það eigi ekki að fara að reka fyrirtækið. Að draga fram kosti hvers og eins „Mín aðferð er að draga fram í hverjum og einum það sem hann er bestur í,“ segir Ágúst. „Sá sem hefur auga fyrir útliti fær það verkefni að búa til heimasíðuna og Hópur ungmenna á Akranesi sækir nú þriggja vikna námskeið sem kallast Frumkvöðlasmiðjan og miðast við það að efla frumkvæði í erfiðu atvinnuástandi. Þátttakendum í námskeiðinu er skipt í hópa og hver hópur á að setja fram við- skiptahugmynd og áætlun um að hrinda henni í framkvæmd. Í því felst að semja og hanna kynningarefni, móta stefnu og setja markmið, greina markaðinn, selja hugmyndina og reikna út hvort hagn- aðarvon sé af hugmyndinni. G. Ágúst Pétursson er höfundur nám- skeiðsins og stýrir því: „Ég hef unnið í þessu í mörg ár, bæði með yngri hópum og eldri. Ég var í Evrópuverkefni, sem hét Young Entrepreneurship Factory. Ný- sköpunarmiðstöðin var þátttakandi í því og SSV – þróun og ráðgjöf í Borgarnesi. Þetta var fyrir nokkrum árum. Í tengslum við það kynnti ég mér hvernig þessum málum er háttað í Bandaríkj- unum því að Bandaríkjamenn eru að mínu mati að mörgu leyti lengst komn- ir.“ Síðan hefur Ágúst unnið mikið að þess- um málum. „Ég hef unnið með frum- kvöðlum um allt land, bæði í minni bæj- arfélögum og sveitum. Þar á meðal eru bændur vegna þess að Framleiðnisjóður hefur verið áhugasamur um þetta.“ Námskeið á borð við það, sem Ágúst Allir hafa sinn styrk G. Ágúst Pétursson, höfundur og stjórnandi Frumkvöðlasmiðjunnar, ræðir við Ívar Karl Sig- urðarson og Magnús Óskar Stardal um raftónlistarverkefnið þeirra og gefur þeim góð ráð. Morgunblaðið/RAX hlutanum og við erum að bregð- ast við því. Guðrún: Atvinnuleysi á Vest- urlandi mældist 5,8% í desem- ber. Skipting á milli aldurshópa er nokkuð jöfn . Hlutfall ung- menna á aldrinum 16 til 25 ára er 5,1%. Annað mál er með skipt- inguna eftir svæðum. Ef við tök- um þennan unga hóp er at- vinnuástandið verst hér á Akranesi og nágrenni, eða 7,5%, en landsmeðaltalið 6,9%. Í Borg- arbyggð er ástandið hins vegar allt annað hjá þessum aldurhópi eða 3,1%. Þetta eru tölur frá Vinnumálastofnun frá því í des- E inn hópurinn ætlar að opna þjónustumiðstöð og verslun með fæðu- bótarefni fyrir fólk í líkamsrækt. Annar hyggst opna verslun með notuð barnaföt og baðvörur. Sá þriðji hyggst opna kaffihúsið Eðalkaffi. Sá fjórði ætlar að bjóða upp á námskeið um það hvernig á að búa til raf- tónlist. Um þessar mundir taka rúmlega þrjátíu ungmenni þátt í Frumkvöðlasmiðju á Akranesi. Meðalaldurinn er rúmlega 22 ár og hópurinn á það sammerkt að vera í atvinnuleit. Markmiðið með smiðjunni er að veita unga fólkinu sjálfstraust, opna augu þess fyrir möguleikunum og hjálpa því að taka málin í eigin hendur. Inga Dóra Halldórs- dóttir, framkvæmdastjóri Sí- menntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Guðrún Sigríður Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Vest- urlands, og Hekla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Símennt- unarmiðstöðinni, vinna saman að þessu verkefni. Inga Dóra: Við búum við nýjar aðstæður. Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafn mikið í lands- ember. Þetta er mikil breyting frá því fyrir kreppu. Í desember árið 2007 voru 57 atvinnuleit- endur á Vesturlandi, þar af 36 á Akranesi. Til samanburðar þá voru í des- ember 2009 570 atvinnuleit- endur á öllu Vesturlandi, þar af 340 á Akranesi. Í Borgarbyggð voru fjórir skráðir í atvinnuleit 2007 og 121 núna í desember. Þetta eru miklar sviptingar. Inga Dóra: Þetta ástand kallar á viðbrögð. Samtök sveitarfélaga kölluðu saman einstaklinga til að bregðast við stuttu eftir hrun, í upphafi árs 2009. Þar ræddi fólk úr ýmsum áttum málið, bar saman bækur sínar og miðlaði upplýsingum. Við svona að- stæður er brýnt að stækka tengslanetið og auka samvinnu allra aðila til að styrkja innviði samfélagsins. Í þessum ráðagerðum kviknaði m.a. sú hugmynd að þróa áfram frumkvöðlasmiðjur sem voru haldnar á Vesturlandi árunum 2004-2005. Aðdragandinn að frumkvöðla- smiðjunni byggist á Evrópuverk- efni, sem SSV þróun og ráðgjöf tók þátt í ásamt aðilum frá fleiri löndum. Það var m.a. haldin frum- kvöðlasmiðja á Varmalandi árið 2005 fyrir efstu bekki í grunn- skólunum í Borgarfirði. G. Ágúst Pétursson kenndi á því nám- skeiði og það gekk mjög vel. Þegar við sáum hvernig at- vinnuástandið var að þróast sett- umst við niður í vetur og fórum að leggja drög að þessu. Í kjölfarið lögðum við inn umsókn til Vinnumarkaðsráðs Vesturlands og þaðan kemur m.a. styrkur í verkefnið. Ég tók þátt í að halda nám- skeiðið á Varmalandi og fannst ótrúlegt að sjá hvað þurfti lítið til Að fá trú á sjálfum sér Inga Dóra Halldórsdóttir, Guðrún Sigríður Gísladóttir og Hekla Gunn- arsdóttir leita leiða til að spyrna við atvinnuleysi á Vesturlandi. Að koma að luktum dyrum þegar fyrstu skrefin eru tekin á vinnumarkaði er niðurdrepandi. Í Frumkvöðlasmiðjunni er unnið að því að efla sjálfstraust ungs fólks og opna augu þess fyrir eigin hæfileikum og möguleikunum sem til staðar eru þrátt fyrir kreppu og ótryggt atvinnuástand. Karl Blöndal kbl@mbl.is Í Frumkvöðlasmiðjunni er markmiðið að efla sjálfstraust ungs fólks og hjálpa því að byggja upp framtíðina með því að finna atvinnu, fara í frekara nám eða stofna jafnvel eigið fyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.