SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 36
36 31. janúar 2010
Leikhúsið
nær mann-
eskjunni en
kvikmyndin
„Hefði ég staðið frammi fyrir því að velja milli leikhúss
og kvikmynda, hvenær sem er á ferli mínum, hefði ég
alltaf tekið leikhúsið fram yfir, af því að leikhúsið er á
allan hátt nær manneskjunni en kvikmyndin getur
nokkurn tíma orðið, ef maður á að vera að bera saman
listform sem eru svo ólík í sjálfu sér. Þrátt fyrir þá ótrú-
legu möguleika sem kvikmyndin hefur, þá er leiklist á
sviði miklu eðlilegra og einfaldara listform og það býður
upp á mun fullkomnari vinnubrögð.“
Þannig komst sænski leikstjórinn Ingmar Bergman að
orði á blaðamannafundi í tilefni af sýningu Dramaten á
Fröken Júlíu eftir Strindberg á Listahátíð sumarið 1986.
Koma Bergmans er einn af hápunktunum í sögu sviðs-
lista á hátíðinni.
Bergman bjó á þessum tíma í gamalli hlöðu á Fåro í
Svíþjóð og þótti Ísland minna sig á eyjuna í skerjagarð-
inum „en öryggiskenndin er ekki sú sama hér og hún er
þar“.
Reyndi að lækna feimnina
Ein umtalaðasta uppákoman í sögu Listahátíðar var
gjörningur japanska hreyfilistamannsins Min Tanaka ár-
ið 1980 en dansinn framdi hann gott sem klæðalaus.
Í umfjöllun Morgunblaðsins um sýninguna kemur
fram að áhorfandi spurði Tanaka hvort hann væri nokk-
urn tímann feiminn.
„Í fyrsta lagi finnst mér ég ekki nakinn, penis minn er
vafinn. Og í öðru lagi skynja ég ekki líkama minn meðan
ég dansa. Vitund mín færist á æðra stig. Hins vegar finn
ég strax ef einhver er feiminn meðal áhorfenda. Ég reyni
þá að ná til slíkra feimnisskjóða og lækna feimnina,“
svaraði Tanaka um hæl.
Það var Ólafur M. Jóhannesson sem fjallaði um sýn-
ingu Tanakas í Morgunblaðinu og vatt frásögn hans upp
á sig. Eftir að hafa skoðað myndlistarsýningu í Breiðfirð-
ingabúð rak hann augun í kerlingu er var hálf út um
glugga á efri hæð verslunarinnar Pfaff við Skólavörðu-
stíg. Var kerla eitthvað að hrópa. „Minnti þetta óþægi-
lega á kerlingarnar í gamla daga í sjávarþorpi úti á landi,
sem næstum hræddu líftóruna úr krökkum, er þær æptu
ókvæðisorð milli garða. Átti þetta sér einkum stað þegar
konur þessar hengdu út þvott,“ skrifar Ólafur sem ber-
sýnilega var brugðið.
Þakklátur fyrir boðið
Einn eftirminnilegasti viðburðurinn á Listahátíð hin síð-
ari ár var koma San Francisco-ballettsins og listræns
stjórnanda hans, Helga Tómassonar, árið 2000. Helgi
hafði komið með hluta flokksins til landsins tíu árum
áður en á menningarborgarári var honum gert kleift að
koma með allan flokkinn, um fimmtíu dansarar tóku
þátt í rómaðri sýningu á Svanavatninu í Borgarleikhús-
inu.
Í samtali við Margréti Sveinbjörnsdóttur, blaðamann á
Morgunblaðinu, sagði Helgi meðal annars: „Það var al-
veg sérstaklega mikilvægt fyrir mig að vera boðið að
koma hingað með flokkinn og ég er þakklátur fyrir að af
því gat orðið, því það er svo sjaldan sem Íslendingar hafa
möguleika á að sjá það sem ég er að fást við. Það er mjög
sjaldan sem ég hitti Íslendinga, helst er það einstaka
sinnum að það komi Íslendingar á sýningu hjá okkur í
San Francisco og spyrji eftir mér baksviðs að henni lok-
inni. Þetta hefur verið minn starfsferill í fimmtán ár og
hefur gengið alveg stórkostlega vel, svo það er gaman
fyrir mig að geta sýnt Íslendingum þó ekki væri nema
smásýnishorn af því sem ég hef verið að gera.“
Helgi Tómasson og dansarar San Francisco-ballettsins hylltir á Listahátíð árið 2000. Svanavatnið þótti glæsileg sýning.
Morgunblaðið/Sverrir
Hreyfilist Japanans Mins Tanakas vakti óskipta athygli
1980. Íslendingar voru ekki vanir berrössuðu listafólki.
Ingmar Bergman kom á Listahátíð 1986 og ræðir hér við
leikhúsfólkið Guðrúnu Gísladóttur og Stefán Baldursson.
’
Í fyrsta lagi
finnst mér ég
ekki nakinn,
penis minn er vafinn.
Og í öðru lagi skynja
ég ekki líkama minn
meðan ég dansa. Vit-
und mín færist á
æðra stig. “
Listahátíð í Reykjavík 40 ára
þarf til að arabísku leiðtogarnir skilji
þetta.“
Rétt eins og unglingsstelpa
Þýski hljómsveitarstjórinn André Previn
átti að koma á fyrstu Listahátíðina en for-
fallaðist vegna eyrnabólgu. Hann bætti
landanum það upp með því að koma bæði
á hátíðina 1972 og 1974. Með honum í för
var þáverandi eiginkona hans, kvik-
myndaleikkonan Mia Farrow.
Minnstu munaði þó að Elín Pálmadóttir,
blaðamaður Morgunblaðsins, missti af
parinu við komuna til landsins. „Varla
hefðum við veitt þessu lágvaxna pari at-
hygli, hefði þeim ekki verið hleypt fyrst út
úr flugvélinni og við átt von á þeim. Mia
Farrow svo lítil og grönn í síðbuxum, gulri
bómullarpeysu með teiknaðri mynd af
Mikka mús, eða einhverju þvílíku, og úlpu
utan yfir – rétt eins og unglingsstelpa,“
skrifar Elín.
Hjónin uxu þó hratt í augum blaðakon-
unnar. Hann „elskulegur“ og hún „falleg“.
„Þessi stóru augu í dapurlegu fögru andliti
heilla eins og á kvikmyndatjaldinu.“
Í samtalinu ræddu hjónin m.a. um fjöl-
skylduna og tíð ferðalög. Þegar þarna var
komið sögu áttu þau aðeins tveggja ára
gamla tvíbura og sögðust gjarnan vilja hafa
þá með sér á ferðalögum. Þeir voru þó ekki
með í för til Íslands, þar sem annar hafði
kvefast. Farrow og Previn skildu árið 1978,
hún á í dag fimmtán börn, sum hefur hún
fætt sjálf, önnur eru ættleidd.
Aldrei komið til Kína
Elínu Pálmadóttur þótti ljúfmennska og ró-
semi einkenna einn fremsta fiðluleikara
sögunnar, Yehudi Menuhin, þegar hann
kom hingað á Listahátíð 1972. „Líklega staf-
ar ekki jafn miklum ljóma af nafni nokkurs
núlifandi listamanns,“ skrifar Elín, „en við
fyrstu kynni er látleysið mest áberandi.“
Menuhin kvaðst hingað kominn í virð-
ingarskyni við vin sinn Vladimir Ashke-
nazy og hlakkaði til að kynnast Íslend-
ingum.
Hann brást kíminn við þegar Elín spurði
hvort Ísland væri ekki eina landið á hnett-
inum sem hann hefði ekki leikið í. „Ekki
alveg rétt. Ég hef aldrei komið til Kína.“
Matthías Johannessen, þáverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins, ræddi einnig við
Menuhin meðan á dvöl hans stóð og
spurði m.a. um stjórnmál. „Það er raunar
leitt til þess að vita að stjórnmálin skuli
mótast af því auvirðilegasta, eins og þau
eru snar þáttur í lífi okkar. Ég geri því ráð
fyrir að pólitík verði að stjórnast af einsýni
og einfeldni. Það er illt að þurfa að sætta
sig við að þetta skuli enn vera svo – að
þetta skuli vera helzta einkenni stjórn-
málanna,“ svaraði Menuhin.
Viðtalinu lauk Matthías með þessum
orðum: „Yehudi merkir Gyðingur. Me-
nuhin merkir friður. Ekkert lýsir betur
hjartalagi og viðhorfi þessa hugstæða
snillings en nafnið sem hann ber.“
Hýr og brosmildur
Góðvildin og hlýjan lýsti einnig af sellist-
anum og hljómsveitarstjóranum Mstislav
Rostropovitsj við komuna til landsins sum-
arið 1978. „Hann er hýr og brosið hverfur
ekki,“ segir á baksíðu Morgunblaðsins hinn
6. júní. Í samtali Rostropovitsj við Morg-
unblaðið kom fram að hann hefði verið hér
á landi mörgum árum fyrr og nú gat hann
ekki beðið eftir að læsa tönnunum í skyr
með rjóma. „Ég ætla svo sannarlega að
njóta þess að gæða mér á því.“
Rostropovitsj flúði heimaland sitt, Sov-
étríkin, árið 1974 í mótmælaskyni við
stefnu stjórnvalda og í samtalinu kvaðst
hann búa alls staðar og hvergi. Á þeim
tímapunkti var hann þó að leita að nýju
landi til að setjast að í. Bandaríkin urðu
síðar fyrir valinu. Hann kom ekki aftur til
Rússlands fyrr en kommúnisminn hafði
runnið sitt skeið 1990.
Alls ekki of feitur
Sænska sópransöngkonan Birgit Nilsson
kom líka á Listahátíð 1978. Hún hafði ber-
sýnilega lítinn tíma til að ræða við blaða-