SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Blaðsíða 22
22 31. janúar 2010 að halda vel utan um fjármál borgarinnar. Það er sömu- leiðis gríðarlega brýnt að borgaryfirvöld leiti allra leiða til að draga úr atvinnuleysinu. Við búum við 10% atvinnu- leysi. Það er mjög mikið og menn óttast að þessi tala eigi enn eftir að hækka. Atvinnuleysi er slæmt fyrir sálarlíf fólks, einkum til lengri tíma, auk þess sem það hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir samfélagið. Ég hef þá trú að borgin sé á réttri leið í þessum efnum en það er óhjákvæmilegt að ríkið leggist með á árarnar. Af öðrum málum nefni ég mál sem snerta okkur á hverjum degi, svo sem fjölskyldu- og skólamál. Málefni aldraðra sem og fatlaðra. Það þarf að halda vel og vand- lega utan um þá sem minna mega sín.“ – Íþróttir og hreyfing hljóta líka að vera ofarlega á blaði? „Heldur betur. Það er hjartans mál að gera betur í þeim efnum í borginni. Hvers vegna hefur tíðni hreyfistunda í skólum til dæmis ekkert breyst í þrjátíu ár? Allar rann- sóknir benda til þess að fjölga þurfi hreyfistundum barna. Það kostar ekki mikið að breyta þessu, þetta er fyrst og fremst hugarfarsbreyting. Það er hins vegar ekki nóg að gera þetta bara í skólunum, foreldrar þurfa líka að vera með á nótunum og taka þátt í þessari hugarfarsbreytingu. Þar á ég einkum við breytingu á matarræði.“ – Hveturðu börnin þín til íþróttaiðkunar? „Já, ég vil að þau stundi íþróttir. Það hefur svo marga kosti, nægir þar að nefna aga, markmiðasetningu, vináttu og hópefli. Að ég tali ekki um líkamlegt atgervi. Íþrótta- iðkun snýst ekki endilega um að komast á toppinn. Á endanum verðum við öll afreksmenn á okkar hátt.“ Ekki framlenging á Villa – Hefurðu alltaf verið sjálfstæðismaður? „Já, faðir minn, Sveinn heitinn Björnsson, var vara- borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í átta ár og ég skráði mig ungur í flokkinn. Fram að þessu hef ég hins vegar ekki verið virkur í innra starfi hans.“ – Tengdafaðir þinn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur setið í borgarstjórn í 28 ár en dregur sig nú í hlé. Er það ekki dálítið óvenjuleg staða? „Ég hef nú aldeilis fengið að heyra það. Að Vilhjálmur ætli að stjórna áfram gegnum mig og þar fram eftir göt- unum. Það er auðvitað fjarstæða. Ég er engin framlenging af Villa,“ segir Geir hlæjandi. Hann gerir stutt hlé á máli sínu en heldur svo áfram al- varlegur í bragði. „Ég fer algjörlega fram af eigin hvötum og á eigin forsendum. Ég reyndi meira að segja markvisst að slíta mig frá Vilhjálmi í kosningabaráttunni. Ekki vegna þess að mér sé ekki hlýtt til hans, heldur vegna þess að ég vil standa á eigin fótum.“ – En þú hlýtur að hafa leitað til hans meðan á próf- kjörsbaráttunni stóð? „Að sjálfsögðu. Annað væri óeðlilegt. Hver myndi ekki leita til tengdaföður síns við þessar aðstæður? Vilhjálmur býr yfir ofboðslegri reynslu og þekkingu á borgarmálum og það er ekki ónýtt að geta leitað í smiðju til hans. Auð- vitað tölum við saman. Það er hins vegar hlægilegt að hann ætli sér að stýra mér. Það myndi ég aldrei taka í mál. Ekki Vilhjálmur heldur.“ Almenn pólitísk þreyta – Prófkjörsbaráttan var ekki sérlega hörð og þátttakan heldur dræm, ekki satt? „Það er rétt, það bar lítið á hörku milli frambjóðenda. Það er líka rétt að þátttakan hefði mátt vera meiri. Fjöldi þeirra sem greiddu atkvæði skreið þó yfir sjö þúsund sem er ágætt í ljósi þess að menn óttuðust að þessi tala yrði ekki nema sex þúsund. Ég held ekki að þetta lýsi stöðu Sjálfstæðisflokksins sérstaklega, það er almenn pólitísk þreyta í landinu. Flokkarnir eiga allir erfitt uppdráttar.“ – Hvernig er fyrir nýtt fólk að koma sér á framfæri í prófkjöri? „Afskaplega erfitt. Það er ójöfn keppni að fara á móti fólki sem hefur haft a.m.k. fjögur ár til að sanna sig í starfi. Sennilega hefur það samt veitt mér forskot að vera þekkt nafn enda þótt það sé fyrir annað. Það er áhyggju- efni hvernig nýtt fólk á að kynna sig. Það er til dæmis mjög erfitt að komast í blöðin, þau eru alltaf að gæta jafn- ræðis. Það hlýtur að vera eitt af hlutverkum fjölmiðla að vekja athygli á nýju fólki í stjórnmálum? Þeir sem eru fyr- ir eiga að fagna því að fá mótframboð og að mótframbjóð- endur þeirra séu kynntir sérstaklega. Það sýnir ákveðinn styrk og sjálfstraust.“ – En þeir gera það ekki. „Nei, því m iður ekki allir. Því fékk ég að kynnast í þessu prófkjöri. Þegar Evrópumótið í handbolta byrjaði um daginn kom stutt viðtal við mig á Stöð 2, þar sem ég var beðinn að spá í spilin. Nokkuð sem gerist iðulega þeg- ar stórmót í handbolta byrjar. Nema hvað? Núna varð allt vitlaust vegna þess að ég var í prófkjöri. Öðrum fram- bjóðendum eða stuðningsmönnum þeirra þótti Stöð 2 sumsé ekki gæta jafnræðis. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Sömdu um útgjaldaþak – Var framboð þitt dýrt? „Það fer eftir því hvernig á það er lítið. Það kostaði á bilinu 1,2 til 1,3 milljónir króna. Ég mat það svo, meðal annars í ljósi áhugaleysis fjölmiðla, að ég þyrfti að eyða svo miklum peningum. Sumir eyddu minna. Raunar gerðu allir frambjóðendur með sér samkomulag þess efnis að þeir myndu ekki verja meira en 1,5 milljónum króna í prófkjörsslaginn. Við eigum að skila af okkur upplýs- ingum um fjármál framboðsins um helgina og komi í ljós að einhverjir hafi farið yfir þessi mörk er það miður. Ég vona að svo sé ekki.“ – Óhætt er að fullyrða að traust almennings í garð stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Er ekki óðs manns æði að hella sér út í pólitík á þessum síðustu og verstu tímum? „Það má vel vera. Ég hitti á dögunum mann sem situr í hverfaráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hann var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Það koma allir inn með góðan vilja en fara svo beint í sama farið og þeir sem fyrir eru,“ sagði hann. Þetta lýsir ákveðnu vonleysi og ég skil mann- inn að mörgu leyti. Ég fullvissaði hann hins vegar um að ég ætlaði ekki í þennan sama farveg og segi það sama við lesendur Morgunblaðsins.“ Mun vinna af heilindum – Hvers vegna eigum við að trúa þér? „Vegna þess að ég heiti því að vinna af heilindum í þágu borgarbúa næstu fjögur árin. Að þeim tíma loknum geta kjósendur dæmt mig af verkum mínum. Ég skal nefna dæmi um mín vinnubrögð. Daginn fyrir prófkjörið var hringt og þrýst á mig að mæta á Karlakvöld Fylkis. Hvers vegna? Vegna þess að þarna voru sjö hundruð manns. Möguleg atkvæði. Ég fór ekki, datt það raunar ekki í hug. Hvers vegna á ég að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert? Og hvers vegna eiga sjö hundruð Fylkismenn að kjósa mig? Vegna þess að ég mætti á Karlakvöld hjá þeim? Heiðarleiki er grundvallaratriði í lífinu, í stjórnmálum sem öðru, og við það ætla ég að halda mig. Það er líka brýnt að fylgja sannfæringu sinni, það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Með þetta viðhorf legg ég af stað. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það dugar. Kannski er ég bara einhver Don Kíkóti?“ ’ Það hlýtur að vera eitt af hlut- verkum fjölmiðla að vekja at- hygli á nýju fólki í stjórn- málum? Þeir sem eru fyrir eiga að fagna því að fá mótframboð og að mótframbjóðendur þeirra séu kynntir sérstaklega. Það sýnir ákveðinn styrk og sjálfstraust. Það eru myndir á veggjum, leikföng í her- bergjum. Það leynir sér ekki að börn eru á heimili Geirs Sveinssonar. Hann staðfestir að hann sé mikill fjölskyldumaður. Kona hans er Jóhanna Vilhjálmsdóttir, sem lengi hefur starfað við sjónvarp, nú síðast Kastljós Ríkissjónvarpsins. Þau eiga samtals fimm börn, Arnar Svein 18 ára (sonur Geirs af fyrra sambandi), Önnu Björk 16 ára (dóttir Jóhönnu af fyrra sam- bandi), Ragnheiði Katrínu 7 ára, Vilhjálm Geir 2 ára og Svein, sem er þrettán mán- aða. Spurður hvort ekki sé líf og fjör á heim- ilinu svarar Geir með breiðu brosi. „Svo sannarlega.“ Lengi vel átti hann bara einn son og segir það talsverð viðbrigði að vera á til- tölulega skömmum tíma kominn með fimm börn. „En þetta er ákaflega gef- andi.“ Geir hefur verið þjóðþekktur maður í meira en tvo áratugi en segir það aldrei hafa truflað sig. „Ég hef verið heppinn. Ég naut velgengni sem handboltamaður og kannski hefur það hjálpað til. Ég hef aldr- ei orðið fyrir neinum óþægindum persónu- lega. Kannski breytist það núna þegar maður er kominn út í pólitík?“ Hvaðan fengum við þennan rétt? Hann staldrar við. „Mér finnst það komið út fyrir öll velsæmismörk hvernig Íslend- ingar tala orðið um annað fólk. Gott dæmi um þetta er unga stúlkan sem tók þátt í forkeppni Júróvisjón um daginn. Hún var tekin af lífi í bloggheimum. Fólk er orðið svakalega dómhart. Hvaðan fengum við þann rétt? En er ekki rétt að menn byrji á því að taka til í sínum eigin garði áður en þeir ráðast á náungann. Þetta er helsta ástæða þess að fólk gefur ekki lengur kost á sér í pólitík. Ég viðurkenni fúslega að illt umtal var einmitt það sem ég setti helst fyrir mig meðan ég var að gera upp hug minn í vetur. Ég hef engan áhuga á því að vaða leðju og skít.“ Tengdafaðir Geirs, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi, hefur ekki farið varhluta af illu umtali gegnum tíðina, ekki síst í hinu umdeilda REI-máli. Geir lítur á það sem víti til varnaðar. „Maður sá þess- ar ljótu hliðar á umræðunni í því máli. Fólk var alltof óvægið í garð Vilhjálms. Umræðan átti ekki rétt á sér í þeirri mynd sem hún á endanum birtist. Hvaðan kem- ur þessi dómharka og gerræðisvald?“ Afdrifaríkt framboð Hann segir umræðuna hafa skollið af nokkrum þunga á sínu heimili. „Þetta reyndist Jóhönnu mjög erfitt. Hún er með ríka réttlætiskennd en í ljósi stöðu sinnar sem starfsmaður Kastljóssins hafði hún ekki tækifæri til að tjá sig um málið – fyrr en nú,“ segir Geir en eins og fram hefur komið var Jóhanna í hópi starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá Ríkissjón- varpinu á dögunum. Jóhanna gat á sínum tíma ekki tekið þátt í umræðum um borgarmál í Kastljós- inu og síðar pólitískri umræðu almennt vegna faðernis síns. Geir hefur skilning á þessu en segir að persónuleg tengsl inn í pólitík hafi á endanum komið spúsu sinni í koll. „Það var ekki bara niðurskurður sem réð brottrekstri Jóhönnu, heldur óbeint sú ákvörðun mín að bjóða mig fram til setu í borgarstjórn. Það fengum við staðfest tveimur dögum fyrir prófkjör. Við hugsuðum aldrei svo langt að þetta gæti gerst en svo virðist sem Kastljósið hafi ekki lengur getað haldið manneskju sem var bundin með þessum hætti en Jó- hanna er ekki ósátt í hjarta sínu. Hún hafði síðustu mánuði hugsað mikið um að hætta til að láta drauma sína á öðrum sviðum rætast. Hún er hæfileikarík mann- eskja og hennar bíða ný og spennandi tækifæri.“ Hvaðan kemur þessi dómharka? Fjölskyldan. Geir, Anna Björk, Sveinn, Arnar Sveinn, Vilhjálmur Geir, Ragnheiður Katrín og Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Það er oftar en ekki handagangur í öskjunni á heimilinu í Hlíðunum. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.