SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 2
2 28. mars 2010
Augnablikið
U
pplifunin er alltaf sú sama af eldgosum
– þetta er svo yfirþyrmandi,“ segir
Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem fór
þrisvar að eldgosinu í vikunni sem leið,
fyrst á snjóbíl, svo á flugvél og loks á þyrlu.
„Menn segja að þetta sé lítið eldgos, en það er
stórt. Maður finnur til í hjartanu við að koma þarna
og sjá hamfarirnar, heyra drunurnar – það er ekk-
ert stórkostlegra.“
Þó að Ragnar sé kominn til byggða er ljóst að
honum er enn mikið niðri fyrir.
„Það verður allt svo smátt í samanburðinum.
Maður gleymir öllum áhyggjum, allt annað verður
hégómi þegar náttúruöflin eru í svona ham. Af því
að það skaðar engan. Það horfði öðruvísi við ef eld-
gosið hefði valdið manntjóni eða skemmt eignir
fólks.“
Og svo eru gangandi alfræðibækur um allt.
„Þarna voru vísindamenn á vettvangi, eins og Har-
aldur Sigurðsson og Ármann Höskuldsson,“ segir
Ragnar. „Þegar maður hlustar á þá tala um gosið,
þá skilur maður það óskiljanlega.“
Aldrei verður það ljósara en á slíkum stundum að
sýna þarf náttúrunni virðingu. „Ég og Arnar Jóns-
son í flugklúbbnum Þyt fórum að gosinu á tveimur
flugvélum, einnig Stefán Davíð Helgason, flugstjóri
hjá Flugleiðum, og Friðþjófur Helgason kvik-
myndatökumaður,“ segir hann.
„Maður verður að gæta sín þegar flogið er yfir
eldgos. Það var hvasst og mikil ókyrrð. Við lentum
í niðurstreymi alveg við eldstöðvarnar og lærðum
strax inn á hvar mátti ekki fara. Maður flýgur bara
einu sinni ranga leið og sleppi maður lifandi frá því,
þá passar maður sig eftirleiðis. Þannig að þeir sem
fljúga þarna þurfa að gæta sín verulega ef þeir hafa
ekki reynslu af að fljúga yfir eldgosi.“
Ragnar segir að hraunfossinn sem myndaðist
hafi verið tilkomumikill. „Það er eins og rauður
ormur skríði niður hlíð. Ekki er síðra að horfa nið-
ur í gljúfrið, þar sem ægir saman reyk og eldi. Mað-
ur býst hálft í hvoru við að sjá kölska sjálfan baða
sig í kvikunni.“
Hitinn er mikill, að sögn Ragnars, en þeir sem
fylgdust með gættu sín á því að vera vindmegin við
gosið. Og það þurfti að gæta að fleiru. „Hálftíma
eftir að við stóðum á bjargbrúninni og horfðum of-
an í gilið heyrðum við miklar gufusprengingar. Þá
þeyttust grjóthnullungar á stærð við fótbolta upp á
brúnina. Þeir hefðu farið í gegnum mann.“
pebl@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Grjóthnullungar á
stærð við fótbolta
Náttúran sýnir
krafta sína á
Fimmvörðuhálsi.
4-8 Vikuspeglar
Óumflýjanleg heimsókn á einstakan stað, heilbrigðisfrumvarp Bar-
acks Obama og Lady Gaga leggur poppheiminn að fótum sér.
10 Býr á „langagangi“
Dagur í lífi fanga á Litla-Hrauni.
30 Bítur kreppan í Evrópu?
Íslendingar ganga víðar í gegnum kreppu en heima fyrir. Sunnudags-
mogginn sló á þráðinn til Íslendinga á Spáni og Írlandi.
33 Hugvekja biskups
Karl Sigurbjörnsson á erindi við lesendur
Sunnudagsmoggans frá og með deginum í
dag og næstu helgar.
34 Hvað er líkt með
froski og brandara?
Háðfuglarnir Gísli Rúnar Jónsson og Laddi
spjalla um Heilsubælið í Gervahverfi og grín fyrr og nú.
42 Kvikmyndasíðan
Kvikmyndahús landsins breytast í óperu- og leikhús.
Lesbók
48 Tungutak
Ef Snorri Sturluson hefði ekki verið drepinn og fleiri Íslendingasögur
skrifaðar, værum við þá ekki í betri málum?
48 Örlagasaga Helgu og Ursulu
Bakgrunnur Hlustarans, nýrrar skáldsögu Ingibjargar Hjartardóttur, er
örlög þýsks landbúnaðarverkafólks sem flutt var hingað til lands.
52 Prinsinn eilífi
Ný útgáfa af hinni dáðu og marglofuðu bók Litla prinsinum eftir An-
toine de Saint-Exupéry komin út í íslenskri þýðingu.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
36-39
40-41
27. mars - 1. apríl
Blúshátíð stendur yfir í Reykjavík. Stærstu númerin á hátíðinni eru Su-
per Chikan and the Fighting Cocks sem koma frá Mississippi, blúsdívan
Deitra Farr og stórstjarnan Billy Branch frá Chicago. Blúsklúbbur hátíð-
arinnar er Café Rósenberg en þrennir stórtónleikar verða haldnir á Hilton
Reykjavík Nordica og fjórar dívur koma til með að koma fram í Fríkirkjunni
á pálmasunnudag. Hátíðin verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur en allar upp-
lýsingar má finna á www.blues.is.
Blúshátíð í Reykjavík 2010
Við mælum með …
28. mars
Íslenski sirkushópurinn Sirkus Sól-
ey sýnir listir sínar í Salnum í Kópa-
vogi kl. 20. Sirkusinn ætlar sér að
leika alls kyns skemmtilegar
kúnstir og sýna spennandi áhættu-
atriði.
28. mars til 11. apríl
Þessa daga verður haldin Kirkju-
listahátíð 2010 í Hallgrímskirkju.
Meðal stórviðburða er sálma-
spuninn Úr fjötrum til frelsis 29.
mars kl. 20, flutningur Schola Can-
torum og Caput-hópsins á Hall-
grímspassíu föstudag-
inn langa kl. 17 og
Spuni í myrkri,
gjörningur Ólafar
Arnalds og fleiri
hljóðfæraleik-
ara, 3. apríl kl.
21.15.
ferskt & gott
40%afsláttur
Grísalundir
, erlendar1559k
r.
kg
verð áður 2
598