SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 4

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 4
4 28. mars 2010 Á leiðinni niður Fimmvörðuháls er gott að koma við í Baldvinsskála. Um hádegi á fimmtudag voru þar fyrir nokkrir starfsmenn Íslenskra fjallaleiðsögumanna sem voru á leið að gosstöðvunum. Einn var betur græjaður en allir hinir en hann var með þrjá mæla sem mæla eiturefnainnihald í and- rúmslofti. Þótt loft í fjallaskálum geti stundum orðið þungt var það ekki skýringin á þessum útbúnaði heldur ætlaði hann auðvitað að mæla hvort þeir væru í hættu, færu þeir nærri hraunelfunni. Meiri athygli vakti myndavél eða öllu heldur myndband sem á henni var. Þótt flestir eða allir hafi séð myndir af gosinu í fjölmiðlum er annað að sjá myndir á litla myndavél sem einhver sem þú kannast við hefur tekið. Kannski verður gosið þá raunverulegra. Öðruvísi ef þú tekur myndirnar Fjallaleiðsögumenn skoða myndband af gosinu sem var tekið nokkrum tímum fyrr. Stuttu síðar sáu þeir það með eigin augum. Morgunblaðið/RP andi að þar myndum við brátt standa. Færið frá Skógum og upp hálsinn var gott alla leið og okkur miðaði vel. Eftir því sem nær dró var meiri gjóska í snjónum og gos- mökkurinn varð greinilegri. Spennan óx. Þótt við sæjum lengst af til gossins heyrðist ekkert í því fyrir norðankaldanum sem gnauðaði í eyrum okkar. Það var ekki fyrr en rétt áður en við komum upp síðustu brekkuna sem við heyrðum eldgosið urra og gelta. Örstuttu síðar blasti það við: Kol- svart öskufjall með eldrauðum eldgusum, ryðbrúnt og úfið hraun og snjórinn – hvít- ur, grár eða öskusvartur – allt um kring. Hvorugur okkar hafði áður séð eldgos úr svona miklu návígi og stundin er ógleym- anleg. Eitt er að sjá myndir af eldgosi og annað að standa andspænis því. Fréttanefið stíflaðist En það þýddi ekki að standa bara og góna. Ég var á vegum Morgunblaðsins í þessari ferð og vatt mér því snarlega að eina manninum sem var á svæðinu og bað um viðtal. Sá reyndist vera þýskur og kvaðst hafa tekið myndir af fjölmörgum eldgosum um allan heim. Hann hafði lagt upp frá Skógum fótgangandi klukkan 2 til að ná sem bestri birtu. Mér þótti þetta merkilegt en spurði hann ekki nánar út í hvað hafði rekið hann til Íslands, hvað fékk hann til að leggja í a.m.k. 30 km langa gönguferð um F erðin upp á Fimmvörðuháls aðfaranótt fimmtudags var end- anlega ákveðin með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Það var á hinn bóginn ljóst um leið og byrjaði að gjósa, að ferðin var óumflýjanleg. Ég hafði farið austur með Kjartani Þorbjörnssyni ljósmyndara eftir að byrjaði að gjósa að- faranótt sunnudags en þá var kolófært fyrir göngufólk upp á hálsinn. Þegar leið á vik- una batnaði veðrið og á miðvikudag var ég orðinn óþreyjufullur að fá að sjá gosið sem ég hafði bara skrifað um fram að þessu. Bjarminn frá gosinu dugði ekki. Á miðvikudag var frábært veður og eng- in ástæða til að fresta förinni lengur. Undir því yfirskini að ég gæti skrifað frétt, sagði ég fréttastjóra að ég myndi athuga hvernig aðstæður væruá gönguleiðinni en í raun- inni var ég fyrst og fremst að ná í upplýs- ingar fyrir sjálfan mig. Þegar almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra ákvað loks að aflétta yfirlýsingu um hættuástand í 5 km radíus frá gosinu var ekki aftur snúið. Þá þurfti bara að finna ferðafélaga og það þurfti ekki að beita félaga minn, Sigurð Skarphéðinsson, miklum fortölum. „Við verðum að fara. Gosið gæti verið búið á morgun,“ sagði ég. Það dugði. Við ókum austur um nóttina og það var einkar tilkomumikið að sjá bjarmann frá eldstöðvunum yfir Fimmvörðuhálsi, vit- miðja nótt og hvað það ætti að þýða að flækjast út um allan heim til að taka mynd- ir af eldgosum. Á þessari stundu fannst mér hið eðlilegasta mál að menn legðu slík ferðalög á sig til að sjá eldgos. Þegar heim var komið sló ég nafni hans, Martin Rietze, upp í Google og sá þá að hann er þaulreyndur og víðförull eldfjalla- ljósmyndari. Það hefði því verið frábært að ná almennilegu viðtali við. Þetta var smá- klúður en ég kenni því um að það er ekki sérlega auðvelt að einbeita sér að vinnunni þegar eldsúlur rísa hátt í loft upp í nokk- urra tuga metra fjarlægð. Ekki lengur hefðbundin gönguleið Við gáfum okkur góðan tíma til að skoða gosið og ganga niður með hrauninu, þó í öruggri fjarlægð. Báðir höfðum við farið Fimmvörðuháls nokkrum sinnum og það var undarleg tilfinning að horfa yfir gönguleiðina, svo gjörbreytta frá því sem hún hefur „alltaf“ verið. Líklega þarf mað- ur að gera sér aðra ferð upp eftir til að átta sig betur á þessum umbrotum. Rétt er að taka fram að gosið er í um 15 km fjarlægð frá Skógum en búast má við að gangan verði alls um 34 km, fram og til baka. Heildarhækkun er um 1.700 metrar. Fólk þarf því að vera í góðu líkamlegu formi til að fara þessa leið og með allan við- eigandi búnað, nesti og drykk. Það er gott að eiga myndir af gosinu en ferð þangað er einstök upplifun. Ferðamenn verða að fara að öllu með gát. Morgunblaðið/RAX Gömlum slóðum gjörbylt Óumflýjanleg heimsókn á einstakan stað Vikuspegill Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hraunrennan niður í Hrungil er mikið sjónarspil en það getur verið vara- samt að fara of nærri, eins og við fengum að reyna. Við Sigurður stóð- um í dágóðri fjarlægð frá brúninni þegar hraunflæðið jókst skyndilega. Áður en varði kom gufuský upp frá brúninni og við fundum strax að í því voru miður hollar loftegundir. Þar sem vindur stóð á okkur tók það óþægilega langan tíma að komast út úr skýinu. Sólarhring eftir atvikið er- um við enn hásir og er óhætt að mæla gegn því að fólk standi nærri, sérstaklega ef vindátt er breytileg eða stendur frá hraunrennslinu. Gufur gera atlögu Hljóðlátar eiturgufur færast nær. Morgunblaðið/RP

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.