SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 8
8 28. mars 2010
Stefani Joanne Angelina Germanotta, öðru nafni
Lady Gaga, heldur upp á 24 ára afmæli sitt í dag,
sunnudag. Hún er fædd og uppalin í New York en
rekur ættir sínar til Ítalíu, Frakklands, Þýskalands
og Englands. Tónlistin er henni í blóð borin og sett-
ist hún fyrst við slaghörpuna aðeins fjögurra ára.
Ellefu ára samdi hún sína fyrstu sónötu. Sautján ára
ritaðist Gaga inn í Tisch-listaskólann í New York,
þar sem hún lagði stund á píanóleik og tónsmíðar,
auk þess að sökkva sér niður í listasöguna, trúar-
brögð og stjórnmál. Gaga hætti í námi til að sinna
tónlistarferli sínum.
Hermt er að hún hefði hæglega getað lagt fyrir
sig sígilda tónlist en ekki hugnast það fyrir þær sak-
ir að markhópurinn er ekki nægilega stór. Hæfni
Gaga til lagasmíða skilur hana frá flestum öðrum
poppdívum samtímans.
Gaga, sem er tvíkynhneigð, er mikil baráttukona
fyrir réttindum samkynhneigðra og nýtur sjálf gríð-
arlegrar hylli í þeim kreðsum. „Þeir [samkyn-
hneigðir] standa alltaf með mér og ég mun alltaf
standa með þeim,“ hefur hún sagt.
Lady Gaga hefur vakið óskipta athygli fyrir hug-
myndaauðgi sína þegar kemur að klæðaburði, förðun og
hárgreiðslum og skyggir iðulega á allt og alla þar sem
hún kemur fram. Það er órjúfanlegur hluti af „sjóinu“.
Hún er með sveit hönnuða á bak við sig, Haus of Gaga,
en betur fer á því að aðrir en sá sem hér heldur á penna
leggi mat á áhrif Lady Gaga á tískuheiminn.
Eða eins og Rob Fusari sagði eitt sinn við hana: „Ef
þú verður í þessu geng ég ekki við hliðina á þér!“
Tónablóð
Lady Gaga á Grammy-hátíðinni. Litrík að vanda.
Reuters
M
arkmið hennar er einfalt: Hún ætlar að breyta popp-
tónlist um aldur og ævi. Bæði sjónrænt og tónrænt.
Hún hefur þegar selt meira en tíu milljónir platna um
heim allan, 35 milljónir smáskífna og myndbönd
hennar eru mest skoðuð í netheimum. Hún er fyrsti og eini tónlist-
armaðurinn til að fá milljarð heimsókna á þeim vettvangi. Lady Gaga
hefur brotist upp á yfirborðið af engu minni krafti en eldgosið á
Fimmvörðuhálsi.
Maðurinn á bak við fyrirbrigðið Lady Gaga er að öðrum ólöstuðum
upptökustjórinn Rob Fusari. Hann heyrði Stefani Germanotta (eins
og hún var skírð) fyrst nefnda á nafn árið 2006. Vinur hans hringdi
þá og bað hann að bjóða henni í hljóðver sitt í Parsippani, New Jer-
sey, svo stúlkan gæti sýnt honum hvað hún hefði til brunns að bera.
Það var samþykkt. Fusari kom að sækja hana á rútustöðina og leist
ekkert á blikuna. „Ég var að vona að þetta væri ekki hún,“ rifjar
Fusari upp en hann kom auga á hana gegnum rúðu. „Ég hafði skýra
mynd af því í höfðinu hvernig hún liti út og þetta var ekki það útlit.
Það var samt eitthvað við hana. Frá sjónarhóli tískunnar hafði hún
ofið áratugunum saman. Hún var sjöundi áratugurinn uppmálaður
en um leið undir miklum áhrifum frá þeim tíunda. Síðan kom hún út
og ég hugsaði með mér: Þetta er glatað.“
Þrátt fyrir efasemdirnar fór Fusari með Germanotta í hljóðverið og
bað hana að setjast við píanóið og gefa sér tóndæmi. „Eftir fimmtán
sekúndur rann upp fyrir mér ljós. Það er komið að því. Líf mitt er í
þann mund að breytast. Meðan hún spilaði flýtti ég mér að senda
lögmanni mínum símaskilaboð: Mig vantar samning, strax!“
Fusari gerði sér þegar í stað grein fyrir því að hann væri með efni í
stórstjörnu í höndunum. Hitt var annað mál: Í hvaða grein tónlistar-
innar átti hann að láta hana bera niður?
Fusari og Germanotta sömdu saman lagið Beautiful, Dirty, Rich,
sem síðar fór á fyrstu breiðskífu Lady Gaga, og við það opnuðust all-
ar flóðgáttir. Hún lék það m.a. fyrir útgefandann Joshua Sarubin.
„Hún settist við píanóið og flutningurinn – söngurinn, líkamsbeit-
ingin, textinn – var gjörólíkur öllu sem maður hafði áður heyrt og
séð,“ segir Sarubin. „Manni krossbrá og gat ekki haft augun af
henni. Hún var í brjálæðislegum hvítum mjaðmastígvélum og svört-
um örkjól. Yfirlýsingin var einföld: Ég er kynþokkafull og mér er ná-
kvæmlega sama hvað öllum finnst um það.“
Sarubin lagði nótt við dag til að greiða götu Lady Gaga og varð því
fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar yfirmenn hans hjá Island Def
Jam ákváðu að láta hana róa eftir einungis fáeina mánuði. Svo virðist
sem Lady Gaga hafi verið of djörf fyrir útgáfuna. „Ég hefði viljað
halda henni en eftir á að hyggja var ágætt að hún komst burt frá fólki
sem botnaði ekkert í henni. Til þess var hún of góð.“
Gaga gramdist höfnunin og hótaði að gefa tónlistina upp á bátinn.
Fusari stappaði hins vegar í hana stálinu og innan skamms reis Lady
Gaga upp á afturlappirnar – djarfari en nokkru sinni.
Fusari kynnti hana fyrir tónskáldinu RedOne og saman sömdu þau
smellina Just Dance og Poker Face, sem komu Lady Gaga á kortið.
Eftir nokkrar þreifingar kom Fusari henni á fund yfirmanns Int-
erscope-útgáfunnar, hins virta Jimmys Iovines, sem meðal annars
hefur unnið með Bruce Springsteen og John Lennon. Það er víst í
eina skiptið sem Lady Gaga hefur verið orðlaus og feimin. Iovine var
aftur á móti til í tuskið: „Látum á þetta reyna,“ mun hann hafa sagt
að fundi loknum. Hann sér eflaust ekki eftir því.
Þætti Robs Fusaris í ferli Lady Gaga var lokið. Hann hafði náð
markmiði sínu – komið best geymda leyndarmálinu í poppheimum á
framfæri. Að svo búnu dró hann sig glaður í hlé. Þeim Gaga er enn
vel til vina og vonast til að vinna saman í framtíðinni en Fusari er
meira en sáttur við að standa álengdar og horfa á flugeldasýninguna.
„Þetta er eins og með Frankenstein. Þegar læknirinn hefur skapað
ferlíkið fer það sína leið. Vitaskuld sakna ég hennar en um leið er ég
ákaflega stoltur af árangrinum sem hún hefur náð.“
Lítið og
krúttlegt
eldgos
Poppgyðjan Lady
Gaga sigrar heiminn
Lady Gaga í öllu sínu veldi á MTV-tónlistarhátíðinni.
Reuters
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Í ljósi metnaðarins sem ein-
kennir Lady Gaga mætti ætla
að listamannsnafn hennar
ætti sér djúpar rætur. Svo er
ekki. Það er einfaldlega vísun
í Queen-smellinn Radio Ga
Ga. Þau Rob Fusari voru vön
að syngja lagið á æfingum og
í eitt skipti sendi hann henni
sms-skilaboð, þar sem orðið
Radio varð óvart Lady. Hann
var fljótur að fá svar: Þetta er
komið! Síðan hefur enginn
mátt kalla hana Stefani.
Nafnið tilbrigði
við drottningu
www.noatun.is
Nóttin
er nýjung í Nóatúni
Hringbraut Austurver Grafarholt
Nú er opið 24 tíma,
7 daga vikunnar
í þremur verslunum Nóatúns