SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 12

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 12
12 28. mars 2010 H úmor er heillandi fyrirbæri. Hann býður upp á svo miklu dýpri túlkun en ég hafði ímyndað mér, hann verður oft til án þess að fólk hugsi sérstaklega út í það en þjónar samt mikilvægum tilgangi,“ segir Dagbjört Guðmundsdóttir þjóðfræðingur. Hún skrifaði í fyrra ritgerð við Háskóla Íslands og kallaði Húmor sem vopn almennings. Undirtitillinn var Skopstælingar í kjölfar bankahrunsins á Íslandi. Á haustdögum 2008 tók íslenskt samfélag stórfelldum breytingum í kjölfar hrunsins. Á þeim tíma sat Dagbjörg námskeið um húmor hjá Eliott Orings, prófessor við Kaliforníuhá- skóla. „Þetta var síðasta námskeiðið í MA námi mínu í þjóðfræði við Háskóla Íslands og undirbúningur lokaritgerðar var þegar hafinn. Þessar vikur í lok september og byrjun október voru sérstakur tími, þjóðin vissi ekki í hvað stefndi og hékk hálfpartinn í lausu lofti. Sú staðreynd að ég sat í húmorsnámskeiði hafði óneitanlega áhrif á sjónarhorn mitt á þessa atburði.“ Netið gegndi lykilhlutverki Dagbjört byrjaði strax að safna bröndurum sem hún sá að tengdust þeim efnahagslegu erf- iðleikum sem ríktu „þó sú söfnun hafi til að byrja með ekki verið mjög skipuleg eða haft ákveðinn tilgang. Smám saman fjarlægðist ég það efni sem ég ætlaði að fjalla um í lokaritgerðinni og löngunin til að fjalla um húmor varð sífellt sterkari. Að lokum var sú ákvörðun tekin að fjalla um húmor í „krepp- unni“ margumtöluðu og leita heimildanna jafnóðum og þær urðu til.“ Hún segir algengt að fólk byrji með of umfangsmikið viðfangsefni við slíka ritgerðasmíð og sú var „að sjálfsögðu raunin þegar ég ætlaði að ná að fjalla um allan þann húmor sem varð til við þessar kringumstæður“. Segist fljótt hafa áttað sig á því að netið gegndi algjöru lykilhlutverki í dreifingu brandaranna og ákvað snemma að einblína á þá dreifingu þó vissulega vísi hún í ýmis önnur dæmi. „Áhugi minn beindist fyrst og fremst að ákveðinni tegund húmors sem kallast paródíur eða skopstæl- ingar og stór hluti af þeim húmor sem varð til eftir bankahrunið var ein- mitt á því formi. Viðfangsefnið húmor í kreppunni var því orðið að skopstælingum á net- inu.“ Brandarar til að takast á við erfiðleikana Skopstælingar eru þess eðlis að þær bjóða upp á fleiri en eina nálgun, segir Dagbjört. „Allar eiga þær það sameiginlegt að vísa í ákveðið frumverk og oft er hluti húmorsins tengdur eiginleikum frumverksins. Hvort sem um er að ræða mynd eða texta lifir skopstælingin sínu eigin lífi en getur samt ekki án frumverksins verið.“ Hún tekur fram að á margan hátt sé hægt að tengja þann húmor sem varð til í kjölfar bankahrunsins við húmor í hörmungum almennt. „Þegar erfiðir atburðir eiga sér stað er viðbúið að brandarar verði til í því skyni að takast á við erfiðleikana. Þess konar brandarar hafa meðal annars orðið til eftir árásirnar á World Trade Center, eftir hryðjuverkaárásir í neðanjarðarlestum Bretlands, sprengingu geimskutlunnar Challenger og einnig eftir andlát heimsfrægra persóna eins og Díönu prinsessu og Michael Jackson. Að sjálfsögðu er banka- hrunið ekki hörmung í líkingu við þessar. Hins vegar urðu margir fyrir áföllum í kjölfar bankahrunsins og daglegt líf fólks fór úr skorðum. Óöryggi og óvissa einkenndu andrúms- loftið fyrst eftir bankahrunið og erfitt var að finna fastan punkt til að treysta á. Þegar frá leið urðu margir fyrir atvinnumissi og lífskjör fólks breyttust. Að þessu leyti þjónuðu þeir brandarar sem spruttu upp í kjölfar hrunsins, og síðar í „kreppunni“, þeim tilgangi að gera ástandið auðveldara, að setja það í nógu mikla fjarlægð til að geta komist í gegnum það.“ Djúpar rætur í íslensku samfélagi Dagbjört bendir á þann mun að í þeim alvarlegu hörmungum sem áður voru nefndar hafi ætíð heyrst háværar raddir sem mótmæltu bröndurum sem urðu til, þeir hafi þótt óviðeig- andi eða a.m.k. sagðir of snemma. „Þetta er ekki hægt að segja um bankahrunið. Mótmæl- araddir varðandi brandarana voru ekki til staðar, það mátti gera grín og það var nauðsyn- legt.“ Hún segir skopstælingarnar fyrst og fremst hafa verið texta og myndir en einnig mátti finna örfá dæmi um tónlist og myndbönd. „Textarnir voru athyglisverðir að því leyti að frumtextarnir virtust flestir eiga djúpar rætur í íslensku samfélagi. Þeir táknuðu sumir þjóðernisstoltið og sameininguna og gerðu skopstælingarnar átakanlegri. Textar á borð við Ísland er land þitt voru skopstældir á þann hátt að undirstrikað var skýrt hversu illa útrás- arvíkingarnir fóru með heila þjóð. Texti sem venjulega vísar í stolt vísaði nú í skömm.“ Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi, Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ, íslensku krónuńí banka ei geymi við íslenska hagkerfið segi ég bæ. Ísland í erfiðum tímum nú stendur, íslenska stjórnin hún failar margfallt, íslenski seðillinn er löngu brenndur, Ísland er landið sem tók af mér allt. Þegar kom að skopstælingum í formi mynda mátti sjá að þar léku stjórnmálamenn og útrásarvíkingar stærstu hlutverkin. „Oft er sagt að myndir segi meira en mörg orð og í flestum tilvikum átti það við að myndirnar sögðu svo margt bara einar og sér,“ segir Dag- björt. Hún segir að þegar upp er staðið sé það ef til vill mikilvægasta hlutverk húmorsins í þessu tilfelli að vera vopn almennings. „Biðin eftir svörum var – og er! – löng og þegar þau berast svara þau aldrei öllu sem spurt er um.“ Veist að stolti þjóðarinnar Út úr þeim skopstælingum sem urðu til eftir bankahrunið má lesa atburðarásina sem átti sér stað, segir Dagbjört. „Gert er grín að óvissunni sem ríkti eftir að bankarnir hrundu. Spaugað með þögnina sem var að gera alla þjóðina vitlausa þegar hún beið eftir svörum frá ríkisstjórninni. Hlegið að þeim endalausu óheilindum og svikum sem komu smám saman í ljós hjá hverjum útrásarvíkingnum og stjórnmálamanninum á fætur öðrum. Glott yfir falli krónunnar og mögulegu Rússaláni. Allt var gert að brandara þó ekkert af þessu væri fynd- ið. Til að reyna að halda ró sinni og jafnvel geðheilsunni líka þurfti fólk á því að halda að gera grín að ömurlegum aðstæðum og þá er handhægast að grípa til þess sem allir þekkja og skopstæla það – texta sem flestir kunna, þekktar kvikmyndir, vísurnar um jólasvein- ana, barnaleikritin og svo framvegis. Um leið verður það áþreifanlegra að verið er að veit- ast að því sem skiptir þjóðina mestu máli, stoltinu.“ Húmor er mikilvægt vopn almennings Dagbjört Guðmundsdóttir sat námskeið um húmor haustið 2008 þegar bankakerfið hrundi og skrifaði síðan MA-ritgerð um skopstælingar á netinu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Dagbjört Guðmundsdóttir ’ Allt var gert að brandara þó ekkert af þessu væri fyndið. Til að reyna að halda ró sinni og jafnvel geð- heilsunni líka þurfti fólk á því að halda að gera grín að ömurlegum aðstæðum og þá er handhægast að grípa til þess sem allir þekkja og skopstæla það

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.