SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 18

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 18
18 28. mars 2010 Þ etta er spennandi eldgos,“ segir Haraldur Sig- urðsson eldfjallafræðingur. „Það var mikið forspil með þessum skjálftum sem hafa verið undir Eyjafjallajökli í mánuð. Þeir voru lengst af djúpt, á fimm til tíu km dýpi, en síðasta fimmtudag grynnkaði á þeim, skjálftarnir færðust ofar, upp í fjög- urra, tveggja og eins kílómetra dýpi, og jafnvel minna en það. Ég bloggaði einmitt um það á bloggsíðu minni, á blogginu ykkar, sýndi að þeir væru að færast ofar, og kastaði fram þeirri spurningu hvort kvika væri að koma upp á yfirborðið. Svo byrjaði eldgosið tveim dögum seinna.“ Haraldur segir að það hafi verið vitað í mánuð að mikil kvika væri á ferðinni, sem lægi djúpt og hefði ekki grynnkað á fyrr en um miðja vikuna. „Þetta byggðist á gögnum Veðurstofunnar. Þar er frábært kerfi, sem safnar gögnum um jarðskjálfta og birtir í töfluformi á bloggsíð- unni. Það er heimsmet hvað Veðurstofan safnar fínu efni og kemur því frá sér um leið og það gerist – þetta er sjálfvirkt kerfi, sem allir geta séð, en svo er annað mál að vinna úr því.“ Eldgosið sem hófst um síðustu helgi byrjaði lítið, að sögn Haraldar. „Þetta er 250 metra löng sprunga, en ég minni á að sprungan var 25 kílómetra löng í gosinu í Skaftáreldum árið 1783 þegar móðuharðindin skullu yf- ir. Framleiðnin af kviku upp úr jörðinni er tengd stærð gosopsins eða lengd sprungunnar og þetta er því lítið gos.“ Ferðamannagos Haraldur fór að gosstöðvunum síðdegis á fimmtudag. „Þá var frekar að draga úr gosinu. Kvikan kemur af fimm til tíu kílómetra dýpi. Það er engin kvikuþró grunnt undir Eyjafjallajökli, sem er mikilvægt að vita, og við vitum líka að efnasamsetningin er svipuð og í Surtsey. Ef þú skoðar landakort, þá séðu að Eyjafjalla- jökull, Vestmannaeyjar og Surtsey mynda línu, sem er áframhald eystra gosbeltis Íslands; hún liggur frá Eyja- fjallajökli út í sjó og um Vestmannaeyjar og endar í Surtsey. Þessi kvika er skyld þeirri sem kemur upp í Vestmannaeyjum og Surtsey. Hún kemur úr möttli jarðar, sem er undir jarðskorpunni, á um 20 kílómetra dýpi. Þaðan kemur hún upprunalega. Hún hafði stað- næmst síðasta mánuð og hlaðist upp á fimm til tíu kíló- metra dýpi. Sem sagt, kvikan er komin djúpt að.“ Erfitt er að segja til um framhaldið. „En það er spennandi að hraunið rennur í mjög mjórri rennu niður Hrunagil í áttina að Þórsmörk. Það er komið hálfa leið niður í Þórsmörk. Ef það heldur áfram í daga eða vikur, þá fer það út á Krossáreyrar og breiðist þar út, kannski niður að Básum og skálanum. Þá verður barátta á milli hraunsins og Krossár, mikil orrusta, því þegar hraun rennur út í stóra á verða miklar gufusprengingar og við það myndast aska. Það yrði mikið sjónarspil. Þá yrði hætt við að Krossá og aðrar ár að austan stífluðust, hraunstífla myndaðist yfir eyrarnar. Þá safnast vatnið fyrir og brýtur sér svo leið yfir hraunstífluna. Það verð- ur spennandi að fylgjast með því. En til allrar hamingju er þetta ekki á svæði, þar sem mikið er af mann- virkjum, og engin hætta þannig séð – sem gerir þetta að ferðamannagosi.“ Krossá í fastan farveg Hann segir að á meðan hraunið renni á eyrunum spilli það ekki náttúruperlunni Þórsmörk. „Krossá flæmist yfir eyrarnar og þess vegna er þar enginn gróður, bara möl og grjót. Hraunið sem rennur ofan á myndar bara varanlegt slitlag – þá er búið að innsigla eyrarnar með hrauni. Það hefði þau áhrif að Krossá myndi finna sér varanlegan farveg en ekki flæmast yfir allt. Og það get- ur verið jákvætt. Sennilega fyndi hún sér farveg alveg við norðurhlíðina í Þórsmörk. En það eru bara vanga- veltur. Gróðurinn er hins vegar allur í hlíðunum og hraunið nær ekki þangað. En það kemur náttúrlega gas frá kvikunni, töluverður brennisteinn er í því, sem kemur úr stróknum. Sá brennisteinn myndar úða af brenni- steinssýru, sem berst undan vindi og getur náttúrlega haft áhrif. En þetta er það lítið að sennilega skapast ekki nein hætta af því.“ Einu spjöllin sem hafa verið af gosinu hingað til varða gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, að sögn Haraldar. „Gönguleiðin liggur undir eldstöðinni. Það er sér- kennilegt að ganga þarna, því stikurnar enda undir hrauni – ein stika var alveg við hraunið. En þá verður gönguleiðin bara meira spennandi – vestur fyrir hraun- ið, í kringum það og niður Marinsheiði, sem er gamli vegurinn. Það gerir gönguleiðina bara fjölbreyttari.“ Sér engin tengsl við Kötlu Haraldur segir afar litlar líkur á því sprungan lengist. „Yfirleitt byrja gos sterk og dvína. Það er sjaldgæft að þau byrji lítil og stækki. Ég tel að sprungan verði ekki lengri og af þeim sökum tel ég að ekki fari að gjósa undir jöklinum. Enn er töluverð fjarlægð frá sprung- unni að jöklinum. Óttast var að sprungan næði undir hann, bræddi hann og ylli flóðum. En ég sé enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því.“ Einnig hefur verið rætt um að Kötlugos fylgi mögu- lega í kjölfarið. „Já, það er nú það,“ segir Haraldur. „Það hefur verið rætt um að stundum hafi komið Kötlugos skömmu eftir gos í Eyjafjallajökli. Þá er spurningin hvort það sé tilviljun eða orsök og afleiðing. Ég sé ekki nein tengsl þar á milli. Kvikan sem kemur þarna upp er ekki sú sama og við höfum séð í Kötlu. Kvikan í Kötlu er sérkennileg með hátt títan og járn. Hvergi í heiminum er til hraunkvika með jafnmikið tít- an og í Kötlu, 5% títan, sem er verðmætur málmur. Það er bara dýrt að vinna hann úr berginu. Kvikan í öllum eldfjöllum hefur viss efnafræðileg einkenni, sem eru eins og fingraför – hvert eldfjall hef- ur sitt fingrafar. Við getum fundið ösku í hafi og greint hvort hún er úr Öskju eða Kötlu. Þetta er eins og erfða- greining. Hvert fjall hefur sinn persónuleika hvað snertir efnafræðina. Og annar persónuleiki kemur fram í Eyjafjallajökli en Kötlu. Enginn veit hvað gæti gerst, en ég sé ekki ástæðu til að halda því fram að þetta sé forspil fyrir Kötlu. Ég bendi líka á að engin óvenjuleg skjálftavirkni er í Kötlu eða í Goðabungu, sem er á milli Eyjafjallajökuls og Kötlu, austan Fimmvörðuháls.“ Sprengingar í hrauninu Hraunfossinn er einstæður sem myndaðist. „Hann er 200 metra hár og 50 metra breiður, mesti hraunfoss sem ég hef vitað af,“ segir Haraldur. „Sprungan er mjög nálægt fjallsbrúninni niður í Þórsmörk, hún er það norðarlega á Fimmvörðuhálsi, um 200 metra frá brún- inni. Hraunið byrjaði fljótt að renna þarna niður í Hru- nagljúfur og það er Hrunaá – ég vil helst að fellið nýja verði kallað Hrunafell, því það myndast í miðju hruni. En það eru aðrir sem ráða því hvaða nafn verður fyrir valinu. Hraunelfan fellur niður í gljúfrið og þar er mikil snjó- fönn og ís. Þegar hraunið þekur ísinn, 1.150 til 1.200 stiga heitt, þá bráðnar allur ísinn og snjórinn í hvelli. En þar sem hann er undir hrauni, þá myndast mikill þrýstingur í þessum gufupúða, sem hraunið liggur á, þangað til þrýstingurinn verður svo mikill að hann sprengir af sér hraunið í gufusprengingu. Þá tætist hraunið upp í ösku og kastast upp á barmana á gljúfr- inu. Það eru sprengingar sem tengjast ekkert eldstöð- inni sjálfri, heldur endanum á hrauninu. Þessar spreng- ingar færast neðar og neðar í gljúfrinu, eftir því sem hraunið rennur lengra. Þær eiga eftir að halda áfram og verða jafnvel enn meiri, ef hraunið rennur út í Krossá.“ Bæta þarf aðgengi Búast má við að margir leggi leið sína að eldgosinu um ’ Þegar hraunið þekur ísinn, 1.150 til 1.200 stiga heitt, þá bráðnar allur ísinn og snjórinn í hvelli. En þar sem hann er undir hrauni myndast mikill þrýstingur í þessum gufupúða, sem hraunið liggur á, þangað til þrýstingurinn verður svo mikill að hann sprengir af sér hraunið í gufusprengingu. Þá tætist hraunið upp í ösku og kastast upp á barmana á gljúfrinu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.