SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 20
20 28. mars 2010 B ragi hefur alla tíð verið heilsu- hraustur og segist varla hafa komið inn á sjúkrahús nema í þeim tilgangi að heimsækja aðra, þangað til í þar síðustu viku. Hann kenndi sér einskis meins en þuklaði á sér punginn eftir að hafa horft á auglýsingu í sjónvarp- inu, fann að annað eistað hafði stækkað og var orðið hart. Dreif sig til læknis og í ljós kom að hann var með illkynja æxli. Elsta boltaíþrótt í heimi! „Ég þakka það þessari auglýsingaherferð og engu öðru að æxlið fannst. Ég hafði séð auglýsingar í blöðunum og svo var það á föstudagskvöldi að við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið að leikin var auglýs- ing þar sem Þorsteinn Guðmundsson sagði að það, að fitla við kúlurnar, væri elsta boltaíþrótt í heimi. Konan mín, Ingibjörg Ingimundardóttir, nefndi að þetta þyrfti ég að gera og ég tók hana á orðinu þegar ég fór í heita pottinn síðar um kvöldið. Kannaði þá málið og dauðbrá; fann að vinstra eistað var miklu stærra en það hægra og að auki glerhart viðkomu. Þetta hefur örugglega gerst á skömmum tíma því ég hafði aldrei orðið var við neitt óeðlilegt; við strákarnir ættum að taka eftir þessu þegar við þvoum okkur í sturtunni, segir Bragi í samtali við Morgunblaðið. „Læknar segja mér algengt að annað eistað sé stærra og yfirleitt sé það mjög eðlilegt; alveg eins og munur getur verið á stærð handa fólks og brjóst konu séu ekki nákvæmlega jafnstór. En menn þurfa að þekkja á sér punginn, eins og sagt er í aug- lýsingunum; ef annað eistað er venjulega minna en hitt en verður svo allt í einu stærra er eitthvað athugavert. Þess vegna verða menn að þekkja punginn og hvort eistað er það minna.“ „Skíthræddur“ „Ég varð auðvitað skíthræddur,“ segir Bragi, spurður um fyrstu viðbrögð þegar hann að ráðum eiginkonunnar fór í elstu boltaíþrótt í heimi þarna um kvöldið. „Mér datt strax í hug að þetta væri æxli og jafnvel illkynja. En ég gat ekkert gert um helgina – þetta er ekki eitthvað sem maður lætur skoða á slysadeildinni. Ég hringdi þess vegna í Heilsugæslustöðina á Akureyri á mánudagsmorgni og pantaði tíma hjá heimilislækninum mínum, Þóri Þórissyni.“ Í ljós kom að ekki var laus tími hjá Þóri fyrr en á föstudegi. Eiginkona Braga, sem er hjúkrunarfræðingur í Oddeyrarskóla og Naustaskóla og því starfsmaður Heilsu- gæslustöðvarinnar, ákvað að koma skila- boðum til Þóris og biðja hann að hringja í Braga ef hann ætti þess kost. „Henni fannst of langt að bíða alla vikuna. Þórir hringdi svo í mig seinnipartinn þennan sama dag en ég held að það hafi alls ekki verið vegna klíkuskapar; hann hefði hringt í sjúkling- inn sinn hvort sem skilaboð hefðu verið frá einum hjúkrunarfræðinganna eða sjúk- lingnum sjálfum!“ „Óeðlileg ómsvörun“ Bragi sagði Þóri hvers kyns var og lækn- irinn ákvað að kíkja á hann strax morg- uninn eftir. „Ég komst að um ellefuleytið á þriðjudegi og Þórir var sammála mér um að þetta væri örugglega æxli. Hann hringdi á Sjúkrahúsið á Akureyri og pantaði tíma eins fljótt og hægt væri í ómskoðun og þangað mætti ég morguninn eftir.“ Bragi segir Orra Einarsson, for- stöðulækni myndgreiningardeildar, strax hafa staðfest að í eistanu væri æxli. „Hann talaði um „óeðlilega ómsvörun“ og mér fannst það gefa til kynna að æxlið gæti ver- ið illkynja án þess að Orri segði það beint. Hann sagðist myndu láta Þóri fá niðurstöð- una, ég fór svo í vinnuna en var „truflaður“ með símtali þar sem ég var spurður hvort ég gæti komið upp á sjúkrahús klukkan þrjú og hitt Hafstein Guðjónsson þvagfæra- skurðlækni. Hann var þá búinn að rýna í niðurstöðurnar með Þóri og sagði mér að æxlið væri illkynja. Spurði hvort ég vildi ekki örugglega láta fjarlæga það; það væri Hendur á pung! Bragi V. Bergmann á Akureyri er gott dæmi um að herferð Krabbameinsfélags Íslands, Karlmenn og krabbamein, hefur skilað árangri. Illkynja æxli í eista var fjarlægt á dögunum, tæpri viku eftir að Bragi áttaði sig á því að ekki var allt með felldu. „Ef þessi lífsreynsla mín verður til þess að hjálpa einhverjum nú eða síðar er það mjög gleðilegt. Ég hvet menn til að þukla eistun á sér reglulega og þekkja þau,“ segir Bragi V. Bergmann. Morgunblaðið/Skapti Viðtal Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.