SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 28
28 28. mars 2010 E ldgos hafa margbrotin áhrif. Þau fara sínu fram og laga landið í hendi sér á ör- skotsstund. Bíða hvorki umsagna sér- fræðinga né úrskurða ráðuneyta. Og þótt þau geti valdið ógn og skelfingu hafa þau aðdrátt- arafl. Hvunndagsmanninn langar til að berja það augum, sjálfur og milliliðalaust. Hann hinkrar um stund uns hann telur öllu óhætt og eldgosið hafi komið sér fyrir á einum stað. Fer svo og nálgast hættuna með sama hugarfari og sá sem sækir heim ljón í búri dýragarðsins og myndi aldrei bjóða því dús úti á víðáttunni. Vísindamenn, fréttamenn og ljósmyndarar fara fyrr af stað og okkur sem heima sitjum þykir jafnvel teflt á tæpt vað. Horfin er sú tíð sem má lesa úr ljóði Jóns Helgasonar: Ef jarðskorpan logar jafnt efst eins og innst, svo allt er í hreinasta voða, er einsætt að skuli þess úrræðis minnzt, sem öruggast muni til stoða: Hið æstasta fjall sinna óláta binzt og ofsi þess breytist í doða þann dag þegar náttúrufræðingum finnst þeir ferðbúnir til þess að skoða. Nú þarf ekki að hotta á jarðvísindamenn og hvetja þá með kersknisvísum til að koma sér á fjöll og fylgjast með. Og ekki er kostur á öðru en treysta þeim til að taka ekki meiri áhættu en nauð- synlega. Hins vegar er ekki frítt við að bréfritara í fjarlægum sessi sé órótt við, hve aðrir umgangast eldstöðvar af mikilli léttúð. Eins víst er að það séu óþarfar áhyggjur en þær eru þarna samt. Mikil þekking en þó takmörkuð Vísindamenn okkar sem annarra og í þessu tilviki jafnvel ekki síst okkar vita orðið margt um eldgos og eldfjöll og þar á meðal margt sem ekki var vitað fyrir fáeinum árum og áratugum. Og við þessir óbreyttu þekkingarsnauðu þegnar landsins vitum einnig dálítið meira en áður. Til dæmis það að barnaskólalærdómurinn um kulnaðar eldstöðvar, sem ekki höfðu gosið í sögulegri tíð, er ekki lengur talinn réttur. Eldfjöll miða ekki við landnám í sínu almanaki og eru því gömul fjöll áfram til alls vís. Fimmvörðuháls er ábending í þessa átt. En þótt þekkingu jarðvísindamanna hafi fleygt fram er enn margt ólært og óþekkt. Fróður maður orðaði það svo að væri þekkingin um efnið sett í einn stað og hitt sem menn þyrftu að vita sett á annan kæmist fyrri bunkinn fyrir í eldspýtustokk en hinn bunkinn þyrfti gám. Hið óþekkta Okkur mönnunum er tamt að gera fremur ráð fyr- ir að þurfa að horfast í augu við það sem við þekkj- um eða höfum haft pata af en að hið óþekkta komi óvænt inn í okkar veruleika. Þetta er eins eðlilegt og verða má, því að æfingar og viðbúnað er ekki auðvelt að hanna til að mæta hinu óþekkta. En svo skiljanleg sem slík afstaða er megum við ekki gleyma að gefa því óþekkta og þar með því óvænta nokkurn gaum. Það gerum við best með því að miða viðbúnað okkar og varnir rýmilega við það sem við þekkjum. Miklu betur getum við ekki gert, en við kynnum að sjá illilega eftir því, ef við gerðum miklu minna en það. Efnahagsleg kvikuhlaup og gos Bankavandræðin og efnahagsbilunin sem í kjölfar- ið fylgdi kom heiminum í opna skjöldu. Marg- verðlaunaðir doktorar og fræðimenn á heims- mælikvarða horfðu forviða á þróunina þótt sumir þeirra séu að reyna að tala sig og skrifa frá þeirri nástöðu. Ástæður þess að svo fór eru örugglega margar og enn liggja þær ekki allar á lausu. Ein ástæðan er þó örugglega sú að menn gerðu af ráðnum hug ekki ráð fyrir hinu óþekkta. Þeir skýrðu það í grófum dráttum svo að þekkingu hefði fleygt svo fram að atburðir á borð við heims- kreppuna tengda árinu 1930 gætu tæpast orðið og ef svo ólíklega tækist til, þá væru „tækin“ sem nú væru tiltæk svo burðug að hægt væri að bregðast við og kæfa kreppu í fæðingu. Öflugar tölvur, firnasterkir seðlabankar, óvígur her fræðimanna voru nú til staðar. Allt var þetta til komið eftir heimskreppuna miklu. Seðlabankar voru þá til, fræðimenn einnig og margur kunni að reikna flók- in dæmi. En allt var það í dvergslíki við hlið trölla nútímans. Síðast en ekki síst var upplýsinga- streymi með hraða ljóssins nú fyrir hendi, svo meinsemd á einum stað gat ekki grafið um sig vik- um og mánuðum saman án þess að aðrir fengju um það að vita og þar með ráðrúm til að bregðast við. Og í sjálfsupphafningu sinni og gleði gleymdu menn því vísvitandi að gera ráð fyrir hinu óþekkta og því óvænta. Þótt hlutur hins óþekkta og óvænta hafi dregist saman með vaxandi þekkingu er hann ekki á bak og burt. Með öðrum orðum þá eru ekki öll hin gömlu efnahagseldfjöll kulnuð og ný geta enn þá birst, og líka þar sem þeirra er síst von. Fararstjórar geta ráðið úrslitum Íslendingar eru á leið út úr sínum efnahagsvanda, þótt verr gangi en skyldi vegna þess að þjóðin er svo óheppin með fararstjóra. Þeir skipta nefnilega máli. Sagt var að sundmaður knár legði út í Erm- arsund og ætlaði yfir. Slíkt er þrekvirki en ekki þó ofraun viljasterkum og þrekmiklum sundmanni. Okkar maður synti lengi en gafst svo upp eftir mikið erfiði. Skyggni var ekki gott. Á daginn kom að leiðsögumaður sundkappans hafði leiðbeint honum þannig að hann synti Ermarsund langsum og hafði svamlað leið sem var ígildi þess að þvera leiðina fram og til baka. Íslenska þjóðin býr við þannig leiðsögumenn núna, illu heilli. Henni er því gert verkið tvöfalt erfiðara en þyrfti, eins og sundmanninum forðum, en hún mun samt ná landi. Hún er nefnilega þeirrar gerðar þessi þjóð þrátt fyrir allt. Þjóðarsálin Þegar Ísland endurheimti fullveldi sitt var óblítt um að litast. Heimsstyrjöld nýliðin hjá. Ógurleg pest hafði tekið mikinn toll af fámennri þjóð. Og þá var gos eins og nú, því Katla hafði brotist undan jökli. En að flestu leyti var hagur þjóðarinnar veik- ur og hún illa í stakk búin til að mæta áföllum. En fullveldið endurheimta vakti von og sá atburður hins þögla desemberdags leið aldrei „neinum þeim Reykjavíkurbréf 26.03.10 Hefur þjóðin varðveitt sál sína?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.